Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Síða 187
aukið frelsi til þess að ákveða vexti sína sjálfir. Það sem
eftir lifði ársins var mikil samkeppni milli bankanna um
sparifé landsmanna. í árslok voru vextir á sparisjóðsbókum
17%.
í febrúar var Ragnar Halldórsson endurkjörinn formað-
ur Verzlunarráðs íslands, og í marz var Sigurður E. Har-
aldsson endurkjörinn formaður Kaupmannasamtakanna.
Verðlag á nokkrum algengum vörutegundum var sem
hér segir í nóvember 1984 (innan sviga eru tölur frá nóv.
1983): Franskbrauð sneitt, kg 48.80 (42.06), súpukjötskíló
144.87 (122.10), ýsukíló 48.67 (36.20), nýmjólkurlítri í
pakka 23.10 (17.10), eplakíló 53.69 (65.29), kartöflukíló
22.73 (13.72), strásykurskíló 13.59 (20.06), kaffikíló 130.60
(110.08), appelsínflaska 9.25 (9.30), brennivínsflaska
510.00 (380.00), vindlingapakki 57.50 (38.75), benzínlítri
22.70 (22.90), bíómiði 90.00 (80.00), síðdegisblað í lausa-
sölu 25.00 (22.00).
Vinnumarkaður
Atvinnuleysisdagar á árinu voru taldir um 385.000, og
var það um 1,3% af áætluðum mannafla. Atvinnuleysisdag-
ar í janúar voru um 84.000 og í desember um 40.000.
Janúaratvinnuleysið var hið mesta síðan 1969, en í þeim
mánuði voru um tíma um 3.000 manns atvinnulausir.
í lok janúar rann út sá tími, sem ríkisstjórnin hafði í
bráðabirgðalögum frá maí 1983 gert ráð fyrir, að samningar
um laun yrðu óbreyttir. Það var því ljóst, að í febrúar yrðu
miklar umræður og samningar um kaup og kjör í landinu.
Kjararannsóknarnefnd birti 7. febrúar niðurstöður úr svo-
nefndri láglaunakönnun meðal félaga í 14 verkalýðsfé-
lögum láglaunamanna. í ljós kom, að félagar í starfs-
stúlknafélaginu Sókn höfðu lægstar meðaltekjur eða 15.088
kr. Framsóknarfélagar höfðu 15.671 kr. Hæstar voru tekj-
urnar í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja eða 37.622 kr. að
meðaltali. Meðalheimilistekjur voru lægstar hjá Dagsbrún-
armönnum eða 29.398 kr., en hæstar í Vestmannaeyjum,
(185)