Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Síða 188
51.628 kr. á mánuði að meðaltali. Almennt kom í ljós, að
afkoma einstæðra foreldra og hjóna með 3 börn eða fleiri
var slæm. Mikið var rætt um, að bæta þyrfti hlut þessara
hópa með opinberum aðgerðum. Pað var síðan gert sam-
hliða samningum, sem ASÍ og VSÍ gerðu með sér um kaup
og kjör í landinu hinn 21. febrúar. Lofaði ríkisstjórnin því
að leggja fram um 330 milljónir úr ríkissjóði til kjarabóta
handa hinum lægst launuðu.
Pað kom nokkuð á óvart, að Alþýðusambandið og
Vinnuveitendasambandið skyldu ná samkomulagi í
launamálum í febrúar, og sum verkalýðsfélög gátu ekki
fallizt á það. Kauphækkanir, sem samið var um, voru
eftirfarandi: 5% við undirritun, 2% 1. júní, 3% 1. septem-
ber og 3% 1. janúar 1985. Lágmarkslaun áttu að vera
12.660 kr. í stað 11.691 kr., en það gilti þó ekki um
unglinga, 16-18 ára. Síðastnefnda atriðið var meðal þeirra,
sem Dagsbrún í Reykjavík og verkalýðsfélög í Vestmanna-
eyjum höfðu á móti samkomulaginu og felldu það því. í
Dagsbrún var það fellt á almennum fundi með u.þ.b. 700
atkvæðum gegn 17. Dagsbrún samdi síðan 24. marz um
niðurfellingu unglingataxtans og fleiri breytingar. Samning-
ar ASÍ og VSÍ áttu að gilda til 15. apríl 1985, en hvor aðili
um sig gat krafizt endurskoðunar frá 1. september. Engin
vísitölutrygging var í samningunum.
Hinn 27. janúar hófst vinnudeila í álverinu í Straumsvík.
Daginn áður afnam ríkisstjórnin bann við því, að ísal væri í
Vinnuveitendasambandinu. Þessari deilu lauk 24. febrúar,
en ekki kom til vinnslustöðvunar. 18. febrúar sömdu BHM
og fjármálaráðuneytið um 4,5% launahækkun háskóla-
manna frá 1. marz. Samið var til eins árs og ákveðið að
skipa nefnd til þess að gera samanburð á launum BHM-
manna og starfsmanna á almennum markaði. 29. febrúar
tókust síðan samningar milli BSRB og ríkisvaldsins, og var
samið á svipuðum nótum og í samningum ASÍ og VSÍ.
Ríkisstarfsmenn samþykktu kjarasamningana með 5.596
atkvæðum (57,8%), en 3.846 voru á móti (39,7%). At-
kvæði greiddu 9.682 eða 80,7% ríkisstarfsmanna. Mjólkur-
(186)