Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 193
framfærsluvísitölu, og var hann reistur á neyzlukönnun
1978 og 1979. Grundvöllur þessi tók gildi 1. febrúar og var
ný vísitala sett þann dag í 100 stig. 1. maí var þessi nýja
vísitala framfærslukostnaðar komin í 103 stig, 1. ágúst í 108
stig og 1. nóvember í 112 stig.
Ýmislegt
Albert og Lúsí. í janúar var Albert Guðmundsson fjár-
málaráðherra kærður fyrir ólöglegt hundahald. Albert
kvaðst fyrr fara úr landi sjálfur en að láta tík sína Lúsí frá
sér fara. Málið þótti fréttnæmt víða um lönd.
Apótekarar skattkóngar. Við útkomu skattskráa kom í
ljós, að apótekarar báru víðast hvar einna hæsta skatta.
Bankarán. Hinn 9. febrúar var rænt á 4. hundrað þúsund
krónum úr útibúi Iðnaðarbanka íslands í Breiðholti. Ræn-
inginn hrifsaði féð úr skúffu gjaldkera og komst undan með
það. Málið var ekki upplýst í árslok.
Bjórinn. Mikið var rætt um bjórmál á árinu og stöðum,
sem seldu svonefnt bjórlíki (bjórlíkhúsum), fjölgaði. í
skoðanakönnun DV kom fram, að meirihluti vildi láta fara
fram þjóðaratkvæðagreiðslu um bruggun bjórs. Sana á
Akureyri hóf aftur bruggun 5,2% sterks öls handa erlend-
um sendiráðum o.fl. Bjórfrumvarp var lagt fram á alþingi
um haustið.
Blöð og tímarit. 24. apríl hóf dagblaðið NT göngu sína.
Útgefandi þess var Nútíminn hf., sem að verulegu leyti er
eign Framsóknarflokksins. Ritstjórar NT voru í byrjun
Magnús Ólafsson og Þórarinn Þórarinsson, en frá hausti
Magnús einn. NT er arftaki Tímans, sem komið hafði út
síðan 1917. NT var síðdegisblað á mánudögum en morgun-
blað aðra daga. - 7. september kom út fyrsta tölublað
ísafoldar, nýs vikublaðs. Ritstjóri og aðaleigandi var Ás-
geir Hannes Eiríksson. Útgáfunni var hætt fyrir áramót. -
í verkfalli bókagerðarmanna kom út fjölritað blað DV til 6.
október. Nefndist það DV-fréttir. Blaðamenn NT gáfu út
TNT 2. október til 21. október, alls 15 tölublöð. BSRB gaf
(191)