Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 197
Jöfnun kosningarréttar. í marz voru afhentir undirskrifta-
listar u.þ.b. 15.000 kjósenda, sem vildu að kosningarréttur
yrði jafnaður í landinu. Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra og Porvaldur Garðar Kristjánsson, forseti samein-
aðs alþingis, veittu þessum listum móttöku.
Kirkjumál. Prófastafundur var haldinn í Reykjavík í
marz. Allir prófastar landsins, 15 að tölu, mættu á fundinn.
Prestastefna var haldin á Laugarvatni í lok júní. Heimsþing
lúterskra kirkna var haldið í Ungverjalandi í ágúst, og sóttu
það fimm íslendingar undir forystu biskups. Kirkjuþing var
í Reykjavík í nóvember.
Kvikmyndir. 4. febrúar var frumsýnd kvikmyndin Hrafn-
inn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson. Svíar kostuðu hana að
nokkru. Helgi Skúlason og Flosi Ólafsson fóru með aðal-
hlutverkin. 3. marz var frumsýnd kvikmynd um skáldsög-
una Atómstöðina eftir Halldór Laxness. Leikstjóri var
Þorsteinn Jónsson, og aðalleikarar Gunnar Eyjólfsson og
Tinna Gunnlaugsdóttir. Atómstöðin var valin til sýninga á
hinni svonefndu opinberu dagskrá á kvikmyndahátíðinni í
Cannes. Er það talinn mesti heiður, sem íslenzkri kvik-
mynd hefur hlotnazt til þessa. Mesta aðsókn íslenzkra
kvikmynda á árinu fékk Dalalíf eftir Práin Bertelsson, en
hana sóttu yfir 50.000 manns. Eggert Þorleifsson fór með
aðalhlutverkið. 26. desember var frumsýnd kvikmynd
Ágústs Guðmundssonar Gullsandur. Edda Björgvinsdóttir
og Pálmi Gestsson léku aðalhlutverkin.
Landsmót LJMFÍ. 18. landsmót Ungmennafélags íslands
var haldið í Keflavík og Njarðvík í júlí.
Lífsskoðanir Islendinga. í skoðanakönnun, sem Hag-
vangur gerði fyrir Gallupstofnunina, kom í ljós, að íslend-
ingar telja sig vera hamingjusama og trúaða. Þeir höfðu
mest traust á lögreglunni en minnst á dagblöðunum.
Listahátíð. Hátíðin var haldin í Reykjavík 1.-17. júní.
Meðal gesta voru Vladimir og Stefán Askenazy og stjórn-
aði Vladimir tónleikum Fílharmóníuhljómsveitarinnar frá
Lundúnum, en Stefán lék einleik á píanó. Meðal annarra
gesta voru finnska söngkonan Arja Saijonmaa, sænski
(195)