Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 198
vísnasöngvarinn Fred Ákerström, írski þjóðlagahópurinn
the Chieftains, ítalska söngkonan Lucia Velentini og The
Modern Jazz Quartet.
Listamannalaun o.fl. 128 fengu listamannalaun á þessu
ári, 92 fengu 20.000 kr. og 36 fengu 10.000 kr. - 90
rithöfundar fengu starfslaun eða viðbótarritlaun úr Launa-
sjóði rithöfunda, alls 300 mánaðarlaun (15.130). 12 þeirra
hlutu 6 mánaða starfslaun. — 23 rithöfundar fengu viður-
kenningu frá Rithöfundasjóði íslands. — Úr rithöf-
undasjóði Ríkisútvarpsins hlaut Heiðrekur Guðmundsson
verðlaun að þessu sinni. — Indriði Úlfsson fékk verðlaun
Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir beztu frumsömdu barnasög-
una, en hún heitir Óli og Geir. Böðvar Guðmundsson hlaut
verðlaun sömu aðila fyrir beztu þýddu barnabókina, sem
nefnist Kalli og sælgætisgerðin og er eftir Roald Dahl. -
Helgi Tómasson balletdansari hlaut bjartsýnisverðlaun
Bröstefyrirtækisins danska. Menningarverðlaun DV hlutu:
Thor Vilhjálmsson (bókmenntir), Jón Nordal (tónlist), Jó-
hann Briem (myndlist), Valdimar Hreiðarsson (bygging-
arlist), Egill Edvarðsson (kvikmyndir) og Stúdentaleikhús-
ið. — Heiðurslaun Brunabótafélagsins hlutu: Jón Ásgeirs-
son tónskáld, Sigurður Porsteinsson veðurfræðingur og
Ragnhildur Þorsteinsdóttir myndhöggvari.
Lúðvík heiðraður. í apríl fékk Lúðvík Kristjánsson rit-
höfundur heiðurspening norska vísindafélagsins fyrir rit-
verkið íslenzkir sjávarhættir, Verðlaunin þetta ár voru
kennd við Eilert Sundt, sem kallaður hefur verið fyrsti
félagsvísindamaður Noregs.
Lœknar á íslandi. Á árinu kom út nýtt læknatal. Það er
735 blaðsíður, og í þvf eru æviágrip 1193 lækna. Um 60%
fjölgun hefur orðið í stéttinni frá 1970, er síðasta læknatal
kom út.
Málverkaverð. Á uppboði í Kaupmannahöfn í desember
voru m.a. seld þrjú málverk eftir Jóhannes Kjarval. Dýr-
asta Kjarvalsmyndin var slegin á 140.000 d.Kr. eða um
500.000 íslenzkar.
(196)