Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 200
stöðvarinnar heyrðist á Stór-Reykjavíkursvæðinu og
nokkru víðar.
Prestsvígð hjón. Sigurður Árni Þórðarson guðfræðingur
var í apríl vígður til Ásaprestakalls í Skaftártungu. Þar var
áður prestur séra Hanna María Pétursdóttir, sem er eigin-
kona Sigurðar Árna.
Rabbíi blessar lagmeti. í lok marz kom til íslands banda-
rískur gyðingaprestur, dr. Nathan Bamberger, og skoðaði
verksmiðjur Norðurstjörnunnar í Hafnarfirði og K. Jóns-
sonar á Akureyri. Skoðunin var gerð til þess að ganga úr
skugga um, að verksmiðjurnar notuðu efni, sem væru eftir
forskrift biblíunnar. Reyndist svo vera, og fékk lagmeti
þeirra gæðastimpil gyðinga.
Reykingar. íslendingar reyktu 447 milljónir vindlinga á
árinu. Vinsælasta tegundin var Winston, en frönsk tegund,
Royale, seldist mest síðustu mánuði ársins.
Ríkisvíxlar. í marz voru svonefndir ríkisvíxlar seldir í
fyrsta sinn. Þeir voru til 90 daga og seldust vel.
Rokkurinn. 5. júlí tilkynntu íslenzk stjórnvöld ríkis-
stjórnum í Bretlandi, Danmörku og írlandi, að fslendingar
gerðu tilkall til Hatton Rockall hásléttunnar.
Saga Siglar. í byrjun júlí kom norski knörrinn Saga Siglar
til íslands á hnattsiglingu sinni.
Samrœmd próf. í febrúar luku 3.876 nemendur í 9. bekk
grunnskóla svonefndum samræmdum prófum. Þetta var í
síðasta sinn, sem prófin skyldu þreytt svo snemma á skóla-
ári og einkunnir gefnar í bókstöfunum A-E.
Spáð um framtíðina. Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra skipaði í apríl fjölmenna nefnd til þess að gera
könnun á líklegri framtíðarþróun og stöðu íslands eftir 20-
30 ár. Formaður nefndarinnar er Jón Sigurðsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar.
Stigahlíðarlóðir. í lok júní var haldið eins konar uppboð
á um 20 íbúðarhúsalóðum við Stigahlíð í Reykjavík. Þær
seldust fyrir upphæðir á bilinu 1.432.000 — 2.150.000 kr. og
þótti geipiverð.
Stóðhestur með fót í gifsi. í október varð stóðhesturinn
(198)