Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1986, Page 201
Snældu-Blesi í Árgerði í Saurbæjarhreppi fyrir því óhappi
að fótbrotna. Eigendur hans kölluðu til sjúkrahúslækna og
gervilimasmið til þess að koma hestinum aftur á fót.
Stórsmygl. í janúar fundust 1.294 flöskur af vodka í
Hofsjökli. í maí komu í leitirnar 700 gr. af amfetamíni og
400 gr. af hassolíu í Eyrarfossi.
Sturlustefna. 700 ár voru liðin frá dauða Sturlu Þórðar-
sonar sagnaritara. Þess var minnzt með ráðstefnu í háskól-
anum, þar sem haldin voru mörg erindi um Sturlu, æviferil
hans og ritverk.
Stœrsta skipið. í marz kom til Grundartanga stærsta skip,
sem lagzt hefur að bryggju á íslandi, og lestaði þar járn-
blendi. Þetta var grískt skip, 17.000 lestir, og nefndist
Faeþon.
Tylft kvenna á þingi. f apríl sátu um tíma 12 konur á
alþingi, og hafa aldrei svo margar verið þar í senn.
Verðlaun Ásu Wright. Verðlaun úr sjóði Ásu Guðmunds-
dóttur Wright hlaut dr. Ólafur Bjarnason fyrir veigamikil
rannsóknastörf á sviði læknavísinda.
Vitar í hafið. Miðfjarðarskersviti í Borgarfirði og Hlöðu-
viti við Breiðdalsvík brotnuðu í miklu brimi í janúar.
Vopnað rán. 18. febrúar var framið vopnað rán í Reykja-
vík. Maður, vopnaður haglabyssu, rændi 1.840.000 kr. af
starfsmönnum ÁTVR. Þeir voru að setja peninga í nætur-
hólf Austurbæjarútibús Landsbankans að Laugavegi 77.
Ræninginn fannst síðar í mánuðinum.
Þjóðvinafélagið. í apríl var Kristján Karlsson kjörinn
forseti Hins íslenzka þjóðvinafélags, en dr. Finnbogi Guð-
mundsson lét af forsetadómi, sem hann hafði gegnt síðan
1967. Finnbogi hafði þennan tíma einnig verið umsjónar-
maður Almanaks Þjóðvinafélagsins. Aðrir í núverandi
stjórn eru Bjarni Vilhjálmsson varaformaður, Einar Lax-
ness, Jóhannes Halldórsson og Jónas Kristjánsson.
(199)