Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1987, Blaðsíða 96
ENDURTEKNINGAR f DAGATALI
Ef flett er upp í almanaki fyrir árið 1981, kemur í ljós, að dagatalið i
því almanaki er nauðalíkt dagatalinu fyrir þetta ár (1987). Sömu
vikudagar falla á sömu mánaðardaga árið um kring, páskar og aðrar
hreyfanlegar hátíðir eru á sömu dögum, og dagsetningar í íslenska
misseristalinu (þorri, sumarkoma, vetrarkoma o.s.frv.) lenda á sömu
mánaðardögum. Að vísu má sjá, að nokkrar breytingar hafa verið
gerðar á textum, en dagatalið sjálft er í grundvallaratriðum hið sama
nú og fyrir sex árum.
Þetta vekur þá spurningu, hvort algengt sé, að dagatalið endurtaki
sig með svo stuttu millibili. Nánari athugun sýnir, að svo er ekki. í 150
ára sögu íslandsalmanaksins hefur þetta aðeins gerst sex sinnum. Rétt
er að geta þess, að 6 ár eru skemmsti tími sem hugsanlegur er miUi
endurtekninga.
Ef við tökum þau 150 almanök, sem út hafa komið frá upphafi, og
athugum, hve lengi þarf að bíða til að hvert þeirra endurtaki sig,
verður niðurstaðan sú, að algengasti biðtíminn sé 11 ár (46 skipti), Þa
84 ár (23 skipti), 68 ár (17 skipti), 73 ár (11 skipti), 62 ár og 152 ár (10
skipti hvort). Sum dagatalanna eru mjög fágæt, ef svo mætti að orði
komast. Ber þar sérstaklega að nefna dagatalið fyrir 1905, sem er ekkt
væntanlegt aftur fyrr en árið 3290, og dagatalið fyrir 1940, sem mun
ekki eignast sinn líka fyrr en árið 5280, eftir 3340 ár!
Það sem ræður því, að sum dagatöl eru svona sjaldgæf, en önnur
miklu algengari, er fyrst og fremst misjöfn tíðni páskadagsetninga,
þótt fleira komi til. Þegar grannt er skoðað, má segja, að gerð daga-
tals ráðist af þremur atriðum: hvenær páskarnir eru, hvort árið er
hlaupár, og hvort árið er rímspillisár, en svo nefnast ár í íslenska
misseristalinu, þegar sumarauka er skotið inn 23. júlí í stað 22. júlí,
sem venjulegra er.
Nú getur páskadagur hlaupið á 35 dagsetningum, frá 22. mars til 25.
apríl. Ef við veljum ár, sem hvorki eru hlaupár né rímspillisár, fáum
við 35 mismunandi gerðir dagatala, eftir því hver dagsetning páskanna
er. Ef við tökum hlaupárin með í reikninginn, fáum við 35 dagatöl í
viðbót, eitt fyrir hverja dagsetningu páska. Eru þá ótalin rímspillisár-
in. Þau eru að jafnaði á 28 ára fresti og eru aldrei hlaupár. *
rímspillisárum er 23. júlí ávallt sunnudagur. Það bindur páskadag við 5
dagsetningar: 26. mars, 2. apríl, 9. apríl, 16. apríl og 23. apríl. Þannig
fást 5 dagatöl í viðbót, eitt fyrir hverja páskadagsetningu í rímspillisári-
Heildarfjöldi mismunandi dagatala verður því 75.
Af þessum 75 dagatölum, sem til greina koma, hafa 62 komið fyrir i
sögu íslandsalmanaksins, en 13 hafa ekki sést enn sem komið er.
Sjaldgæfast allra er það dagatal, sem kemur upp þegar páskadagur er
22. mars og árið er hlaupár. Þetta gerðist síðast árið 1668 og mun næst
eiga sér stað árið 2972.1 gamla stíl (júlíanska tímatalinu), sem gilti hér
á landi fram til 1700, gerðist þetta reglulega einu sinni á hverjum 532
árum, en í nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) gerist það fremur óreglu-
(94)