Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1987, Blaðsíða 117
voru sýndar myndir eftir hann. Larissa kona hans var með í
förinni. Rudolf Serkin kom til íslands í marz og hélt
píanótónleika í minningu Ragnars Jónssonar í Smára. í
sama mánuði kom sænski rithöfundurinn Jacques Werup til
landsins og las upp úr verkum sínum í Norræna húsinu. í
marz kom Pehr Gyllenhammar, forstjóri Volvo, til íslands
og hélt tvo fyrirlestra. f sama mánuði kom varaheimsforseti
JC, Infahani Sameen frá Srilanka, og heimsótti íslenzka JC
klúbba. Annar Srilankabúi, Don Mohanlal að nafni, kom
síðar í sama mánuði og heimsótti AFS fólk. í marz kom
sænski popptónlistarmaðurinn Thomas Ledin til íslands og
hélt tónleika. í sama mánuði hélt franski vínfræðingurinn
Jean Robourdin, prófessor við vínakademíuna í París, fyrir-
lestur í Reykjavík. í lok marz kom þýzki rithöfundurinn
Hannelis Taschau til íslands og las upp úr verkum sínum
Sovézki fiðluleikarinn Viktoría Mullova kom til íslands í
apríl og lék með Sinfóníuhljómsveit íslands. f sama mánuði
kom enska strengjasveitin Kreisler String Orchestra og hélt
tónleika. Lauri Karvonen, dósent í stjórnmálafræðum við
háskólann í Ábo, kom til íslands í apríl og hélt fyrirlestur
um hlutleysi Finnlands. f þeim mánuði kom Jacob
Nausner, prófessor við háskóla í Rhode Island, og flutti
fyrirlestur um samskipti Gyðinga og kristinna manna á 1.
öld e. Kr. f apríl kom finnsk-sænski háskólakvennakórinn
Lyran frá Helsinki í heimsókn og hélt tónleika. í sama
mánuði var haldin ráðstefna á vegum IBM á íslandi og
sóttu hana um 330 Austurríkismenn.
Varaforseti bæjarstjórnarinnar í Nuuk, Bjarne Kreutz-
mann, kom til íslands í byrjun maí og með honum nokkrir
bæjarfulltrúar og starfsmenn bæjarins. í sama mánuði var
haldinn í Reykjavík fundur framkvæmdastjórnar Alþjóða-
sambands frjálslyndra flokka. Meðal erlendra gesta voru
David Steel frá Bretlandi, Helmut Schafer frá Þýzkalandi
og Pár Olav Stenback frá Finnlandi. í maí kom Halldís
Vesaas rithöfundur til íslands og las úr verkum sínum. í
sama mánuði kom Maria Regina Kula, prófessor við há-
skólann í Braunschweig, og flutti fyrirlestur um ensím.
(115)