Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1987, Blaðsíða 114
Spánar. Vigdís forseti fór meðal annars í Pradosafnið og
fékk að gjöf gulllykil að Madridborg. Eftir Spánardvölina
hélt Vigdís til Hollands í opinbera heimsókn til Beatrix
drottningar og manns hennar. Stóð sú heimsókn dagana 19.
til 21. september. Meðan á heimsókninni stóð var lögð
áherzla á að sýna og kynna íslenzkar vörur í Hollandi. Það
er til marks um, að sú kynning hafi vel tekizt, að nær allir
ráðherrar hollenzku stjórnarinnar mættu á sýningu á ís-
lenzkum vörum. Vigdís forseti skoðaði m.a. sjóminjasafnið
í Amsterdam og Frans Hals safnið í Haarlem. Opinbera
heimsóknin í Hollandi var einnig fyrsta opinbera heimsókn
íslenzks forseta þar í landi. Geir Hallgrímsson utanríkisráð-
herra var með forseta í báðum heimsóknunum. — Vigdís
Finnbogadóttir fór í einkaheimsókn til Björgvinjar í lok
september. Hún sat þar þing fræðimanna.
Á kvennafrídaginn, 24. október, hafði forseti fslands
tilkynnt, að hann ætlaði að taka sér frí frá störfum. Svo
hittist á, að þennan dag ákvað Matthías Bjarnason sam-
gönguráðherra að setja bráðabirgðalög til þess að binda
endi á verkfall flugfreyja. Óskaði ráðherra eftir því, að
forseti undirritaði þessi lög árdegis kvennafrídaginn. Vigdís
Finnbogadóttir ákvað að taka sér umhugsunarfrest um að
skrifa undir lög, sem beindust gegn kvennastétt, þennan
dag. Samgönguráðherra hótaði afsögn, ef töf yrði á
undirskrift, og naut til þess stuðnings ríkisstjórnarinnar. Sú
varð niðurstaða, að forseti undirritaði lögin síðar hinn
umrædda dag. Þetta er í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins, sem
forseti tekur sér umhugsunarfrest vegna undirritunar
bráðabirgðalaga. Vigdís Finnbogadóttir lét þau orð falla
vegna þessara tíðinda, að hún teldi umhugsunarfrestinn
einu leiðina „til að láta fólk í landinu vita, að mér er þessi
dagur einkar hugleikinn“.
Fulltrúar erlendra ríkja
Sendiherrar. Eftirtaldir sendiherrar afhentu forseta ís-
lands trúnaðarbréf sín á árinu: 17. janúar, Hans Andreas
(112)