Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1987, Blaðsíða 174
tonn (422.736), söltun 171.086 (147.535), herzla 5.143
(21.173), ísað 141.157 (102.510), mjölvinnsla 931.130
(815.772), niðursuða á rækju 2.094 (1.921), innan-
landsneyzla o.fl. 8.099 (7.144).
Porskafli var 319.819 tonn (281.131), ýsuafli 47.111
(47.170), ufsaafli 54.774 (60.417), karfaafli 91.035
(108.291), lönguafli 4.316 (6.433), keiluafli 3.025 (3.427),
steinbítsafli 9.498 (10.168), lúðuafli 1.642 (1.693), grálúðu-
afli 28.818 (30.111), skarkolaafli 13.094 (11.326), síldarafli
48.829 (48.159), loðnuafli 997.323 (859.192), humarafli
2.391 (2.460), rækjuafli 24.933 (24.428), hörpudisksafli
17.232 (15.483). — 199 hvalir veiddust frá hvalstöðinni í
Hvalfirði. Af þeim var 161 langreyður og 38 sandreyðar.
Auk þess veiddust 38 hrefnur við landið. Alls veiddust því
237 hvalir.
Þing Farmanna- og fiskimannasambandsins var haldið í
Reykjavík í nóvember. Guðjón Á. Kristjánsson var endur-
kjörinn forseti sambandsins. Á aðalfundi Landssambands
íslenzkra útvegsmanna í sama mánuði var Kristján Ragn-
arsson endurkjörinn formaður. — Hinn 7. nóvember var
samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur að sameina Bæjarút-
gerð Reykjavíkur og ísbjörninn hf. Nefnist nýja fyrirtækið
Grandi hf., og var það formlega stofnað 13. nóvember. Á
borgin 75% í nýja fyrirtækinu en fyrri eigendur ísbjarnarins
25%. — Hafrannsóknastofnun taldi ástand fiskistofna yfir-
leitt fara batnandi vegna hagstæðara ástands í sjónum við
ísland. Þannig ákvað stofnunin að tvöfalda loðnukvótann í
nóvember, þ.e. úr 500.000 tonnum í 1.000.000 tonn.
Fiskiskipastóll íslendinga var í árslok 832 skip (árið áður
834), og voru þau alls 112.594 lestir brúttó (112.847).
Bátaflotinn var 723 skip (725), 59.797 lestir brúttó (60.093)
eða 82,71 lest að meðaltali. Minni skuttogarar (250—499
lestir) voru 83 (84), stærri skuttogarar og nótaveiðiskip
voru 21 (20), síðutogari var einn og hvalveiðiskip fjögur
eins og árið áður. Meðalaldur allra fiskiskipa hækkaði enn
og var í árslok kominn í 19,1 ár (18,6).
Heildarskipastóll íslendinga var í árslok 1985 963 skip,
(172)