Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1987, Blaðsíða 137
björnsson). í júlí voru tveir landsleikir gegn Færeyingum,
og unnu íslendingar báða, 9—0 (Ragnar Margeirsson 3,
Guðmundur Steinsson 2, Gunnar Gíslason, Sveinbjörn Há-
konarson, Sævar Jónsson) og 1—0 (Pétur Pétursson). Fyrri
leikurinn var háður í Keflavík en hinn síðari á Akranesi. —
Landslið íslands 21 árs og yngri sigraði Skota í Evrópu-
keppni 2—0 en tapaði tvívegis fyrir Spánverjum 0—1 í
báðum leikjunum. — Unglingalandsliðið (16-18 ára) lék
marga leiki á árinu. Það sigraði Færeyinga tvívegis 2—1 og
1-0, en tapaði fyrir Skotum tvívegis, 0-2 í báðum leikjun-
um. Liðið tapaði einnig tvisvar fyrir írum 1—2 og 0—2.
Loks er að geta stórtaps gegn Englendingum 0—5. -
Drengjalandsliðið (14—16 ára) tók þátt í Evrópukeppni í
Ungverjalandi í maí, en tapaði þar öllum leikjum sínum 0—
2 fyrir Skotum og 0—4 fyrir Grikkjum og Frökkum. Á
Norðurlandamóti, sem haldið var í Noregi, urðu íslending-
ar í þriðja sæti. Loks er að geta tveggja stórsigra á Færey-
ingum 15—0 og 13—0. — Kvennalandsliðið lék tvo leiki við
Sviss erlendis. Fyrri leiknum lauk með jafntefli 3—3 (Ásta
María Reynisdóttir 2, Ásta B. Gunnlaugsdóttir), en íslend-
ingar unnu hinn síðari 3—2 (Erla Rafnsdóttir, Ragna Lóa
Stefánsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir). — ÍA, Fram og
Valur tóku þátt í Evrópukeppni félagsliða og náði Fram
beztum árangri, en liðið komst í aðra umferð. Fram vann
norður-írsku bikarmeistarana Glentoran 3-0 í Reykjavík,
en tapaði 0—1 í Belfast. í annarri umferðinni sigraði Rapid
Wien Fram í Vínarborg 3—0, en Fram vann síðan sinn
heimaleik 2—1. Valur sigraði franska liðið Nantes í UEFA
keppninni 2—1 á Laugardalsvelli en tapaði úti 0—3. Akur-
nesingar kepptu við skozku meistarana Aberdeen og töp-
uðu báðum leikjunum 1—3 heima og 1—4 úti.
Kraftlyftingar. Kraftlyftingasamband íslands var form-
lega stofnað 2. marz, og var Ólafur Sigurgeirsson kosinn
formaður. — íslandsmót var haldið í Garðabæ í marz. Þar
setti Jón Páll Sigmarsson tvö íslandsmet. í september varð
Torfi Ólafsson (KR) heimsmeistari unglinga í 125 kg flokki.
Keppt var í Vestur-Þýzkalandi. Torfi og Hjalti Árnason
(135)