Lífið - 01.01.1936, Page 83

Lífið - 01.01.1936, Page 83
LÍFIÐ 79 skýja. Þetta afrek vísindanna dreyfði skýjunum og kom í veg fyrir að feikna kornakrar eyðilegðust. Uppskerunni var borgið að því er virtist. Hann leit aftur út um gluggann. Kornið bylgjaði að vísu enn á akrinum. En sjá! Feikna haglstormur skall á. Á fáeinum augnablikum var allur akur- inn kolsvartur — ekki kornstöng eftir. Hann hafði verið að dreyma. Hann sá iður jarðarinnar opnast. Ymsar lagfæringar voru gerðar, er höfðu það í för með sér, að jarðskjálftar voru ekki framar til. — En næstum samstundis varð hann ein- kennilegrar bylgjuhreyfingar var. Hann hrökk við. Þetta var auðsæilega dálítill jarðskjálftakippur. Hann hafði verið að dreyma. Hann sá geysistórar athugunarstöðvar hreyfinga lofts, lagar og láðs. Það voru líka til feikna stórar og margbrotn- ar vélar til að stjórna þeim. Hvorki flóðöldur, fellibyljir, þrumuveður, snjóflóð, jarðskriður, eldgos né snjór voru framar til. Uppgufunin féll sem regn í afmældum skúrum, eða sem dögg, aftur til jarðar. — En hvað skeður svo! Snjórinn hlóðst niður í kringum hann. Hann vaknaði ónota- lega úr leiðslu yndislegra drauma. Það var tvísýnt, hvort hann bæri ekki beinin úti í þessum byl. Loks tókst honum þó að ná bygðu bóli. Hann hét því að láta sig ekki dreyma oftar. Hann las líffærafræði. Hann sá sérhverja smáögn líkamans gagnrannsakaða af orkumiklum geislum, er alt leiddu í ljós. 011 líkams- og sálarmein voru að fullu grædd og bætt. — En sjá! Smásveinn, er hann unni, dó skyndilega, umkringdur af læknum, og voru sumir þeirra sérfræðingar. Hið fyrra var »teoría“. Hið síðara staðreynd. Hann vissi, að hann hafði Verið að dreyma. Hann las þjóðhagsfræði. Hann sá einum og sérhverjum launað, eins og hann átti skilið. Allir voru ósérplægnir. Al- staðar var friður, nægtir, ástir og hamingja. Líf allra •nanna var alsæla. — En svo kom hinn óttalegi veruleiki! Heimsstyrjöld skall á alt i einu. Það var ógurlegt kvala- og' tára- og blóðbað, sem varaði í nokkur ár. Það skildi heiminn.

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.