Jólagjöfin - 24.12.1922, Side 21
Jólagjafin.
19
jVIörck misti jólabréfiö, svo
að ]>að datt á gólfið. Hann laut
höfði, til þess að þurfa ekki að
líta i augu konu sinnar.
„En eg gerði þér ekki annað
en ilt eitt,“ hvíslaði hann. „Eg
kvaldi þig á allar lundir með
nirfilshætti mínum og ráðríki.
Eg hafði þig hjá mér sem
fanga, þangað til sjúkdómurinn
tók þig frá mér og þú varst að
kveðja þennan heim. Og hvað
viltu mér nú?“
Konan laut ofan að honum
og mælti:
„Eg er komin til að þakka
þér, Jakob. Þér þótti einu sinni
vænt um mig. Þess vegna veit
eg, að þú barst göfugar tilfinn-
ingar í brjósti, þótt það væri
því likast sem harðneskjan yrði
ofan á, eftir því sem árin liðu
En eg þakka þér fyrir þá ást, er
þú barst til mín einu sinni.“
Mörck sat um stund niðurlút-
ur og bvrgði nú andlit í hönd-
um sér. Svo var sem um hann
íæri hrollur, eða iskaldur súgur
næddi um hann. Hann leit upp.
Sá hann þá hvar svartur skuggi
kom i ljós, milli hans og Maríu.
Þegar hann fór að athuga hann,
sá hann að hér var kominn
mágur hans, er var dáinn fyrir
nokkrum árum. Mörck varð þá
mjög óttasleginn. Hann rétti frá
sér báðar hendur, eins og hann
vildi stjaka frá sér þessum geig-
vænlega gesti.
„Hvað viltu, Sigvarður, hvert