Jólagjöfin - 24.12.1922, Page 22
20
Jðlagjöfin
erindi átt þú hinga'ð ?“ Mörck stundi upp orSunum. Hann leit
hálflamaður af ótta og skelfingu á mág sinn, er einblíndi á
hann heiftaraugum.
„Þú ert ef til vill búinn að gleyma, hvernig þú varst í minn
garð,“ sagði vofan. „ESa ertu búinn aS gleyma því, aS þú
ofsóttir mig á allar lundir. Þú steyptir verslun minni, af því
aS eg var keppinautur þinn. Og þú lintir ekki látum, fyr en
þú varst búinn aS koma mér á vonarvöl. Ertu búinn aS gleyma
því, aS þaS varst þú, sem rakst mig óbeinlínis út í dauSann.
Snörunni brá eg um háls mér i þínu bölvaSa nafni. Og eg
fór meS logandi hatur í huga, þangaS sem þú átt aS koma.“
Afskapleg skelfing gagntók gamla manninn. Hann gat
ekki stuniS upp nokkru orSi um stund. En svo var sem liann
sækti í sig veSriS. Stökk hann þá á fætur, eins og hann vildi
verja sig, og um líf eSa dauða væri aS tefla. En í sama bili
kom hann auga á hvítklædda veru. Hún leiS inn eftir gólfinu.
Var sem mágur hans hefSi einhvern beyg af veru þessari;
hann hörfaSi þeim mun lengra aftur á bak, sem hún færS-
ist nær.
Mörck blíndi á veru þessa, er virtist fyrst ógreinileg og
þokukend. En svo skýrSist hún. Sá hann þá aS hér var komin
systir hans.
„Eg er komin til aS hjálpa þér, Jakob,“ sagSi hún. „Englar
ljóssins líerjast nú viS myrkurverur um sál þína^“
Mörck hneig niSur af stólnum og stundi þungan.
„Þú ert ljóssins engill systir mín,“ sagSi hann. „En hvaS
stoSar þaS mig? Eg hjálpaSi þér aldrei, þegar þú varst
í æsku og manninn þinn gerSi eg félausan. Eg kom ykkur
öllum á vonarvöl. Og börnin þín hafa knúS á hurSir mínar
árangurslaust. Þú getur því ekki veriS komin til annars en
aS lesa hér bölbænir yfir mér.“
„Eg hefi einu sinni séS inn í sál þína,“ svaraSi systir hans.
„ÞaS var, þegar drengurinn dó. Þá var sem hjarta þitt frysi.
Eg sá, aS þaS fraus utan um endurminningu, sem þú þoldir
ekki a'S hugsa um. Hefi eg því skiliS, hvernig stendur á harS-
ý'Sgi þinni og óbilgirni viS aSra menn. Eg hefi altaf, — og alveg
eins eftir dauSann, — boriS traust til hins góSa, er leynist
meS þér. Þú ert einn jæirra ólánsmanna, er aldrei geta boriS
traust til sjálfs sín. Þess vegna hefir þér aldrei auSnast aS
leiSa hiS góSa fram í fari þínu.