Jólagjöfin - 24.12.1922, Síða 23
Jólagjöfin
21
Mörck huldi nú andlit í höndum sér. Hann kveina'öist angist-
arlega.
„Systir mín! góöa systir mín! Er þaö satt, aö þú hafir
boriö nokkurt traust til mín?“
Úti á stofugólfinu harönaöi orustan milli ljóss og myrkur-
vera. Var hún einna likust undarlegum eltingaleik tunglskins-
ráka og skýjaskugga.
En nú sleit sig einn svipur úr þvögunni og kom til Mörcks.
Gamli maöurinn var nú svo lamaöur, aö hann gat ekki
hreyft legg né lið.
„Hvað viltu mér?“ æpti hann upp yfir sig; „vertu graf-
kyr og komdu ekki viö mig!“
En veran lyfti upp beinaberum hnefum. Var því likast sem
vildi hún ljósta hann í andlitið.
„Heyr þú,“ sagði aðkomuveran. „Heyröu brigömáli, slungni
og brögðótti vinur! Heyr þú samviskulausi svíöingur, er aldrei
hefir hugsaö um aöra en sjálfan þig. Þaö skaltu vita, aö allir
þeir, er þú hefir komiö á kaldan klaka og eru dauöir fyrir
aðgerðir þínar, lifa enn þá og eiga heima i Myrkurheimum.
Þér tókst að drepa alt, sem gott var til í fari okkar. Þú varsl
orsök þess, að viö mistum trú á tilvist réttlætisins. Nú fáum
viö einstöku sinnum leyfi til að heimsækja þá, er hafa reynst
böðlar okkar. Erum viö því komnir til þín i kvöld. Og nú
erum viö ærið fjölmennir."
Mörck ætlaði að missa vitið. Þá sá hann hvar ljósleit vera
kom til hans. Hún var lágvaxin. Og þegar hann lauk upp
augunum, sá hann að dálítill drengur hvíldi í fangi hans.
„Pabbi, góöi pabbi ....“
En gamli maðurinn þorði nú ekki aö líta framan í barniö,
heldur hélt því i faðmi sér.
„Pabbi,“ hvíslaði barniö að honum. „Eg veit, aö þú varst
ákaflega hryggnr, þegar guö kallaði mig héöan. En eg hefi
beðið guð á hverjum degi, aö þér auðnist aö veröa aftur
glaöur.“
Undarleg tilfinning bæröist í brjósti gamla mannsins. Þótti
honum sem eitthvaö bristi inni í sér. Einhver undarleg hita-
tilfinning læsti sig um hann. Hann leit upp og horföi í augu
barnsins. Var sem hann sæi inn í furðuheima flekkleysis og
sakleysis og sannleika. Þá var og Mörck brugðið. Hann grét
eins og barn í örvæntingu.