Jólagjöfin - 24.12.1922, Side 34
32 Jólagjöfin.
alla landræka. Eða þá, scm er þó enn þá betra, að gera þá
alla að ljósálfum, eins og þið eruð. Það er erfitt, en þó má
það takast, ef þið látið þá aldrei ná völdum eða hafa áhrif á
hugsanir ykkar eða athafnir, og ef þið þroskið sjálfa ykkur
sem best, þá mun tilveruréttur þeirra hverfa úr landinu. En
til þess þurfið þið langan tíma og mikla sjálfsafneitun. En
þó má það takast i nafni allra góðra vætta.
„Nú hefi eg lokið máli mínu,“ mælti ljósálfadrotningin og
stóð upp.
„Eg vona, að þið brevtið eftir orðum mínum og leggið fram
alla krafta ykkar til að lagfæra það, sem ábótavant er í fari
ykkar, þangað til eg kem aftur, eftir hundrað ár. Ef þið gerið
það, mun ár og friður ríkja í landinu á komandi öldum, og
þá mun sól kærleikans aldrei ganga undir, — sól hinna and-
legu gróðurlenda."
Síðan hóf ljósálfadrotningin upp hendur sínar í þögulli bæn
og horfði með móðurlegri blíðu yfir ljósálfafjöldann.
Þar næst sveipaði hún að sér skykkju sinni og hóf sig til
flugs og dísirnar þrjár með henni, og hurfu með leifturhraða
í suðurátt — átt sólarinnar.
En sólin skein í blámóðu heiðríkjunnar og helti geislaflóði
sínu yfir land ljósálfanna, frá öræfum til ystu stranda.