Jólagjöfin - 24.12.1922, Qupperneq 35
G.UÐS FRIÐUR
EFTIR SELMU LAGERLÖF JÓN JACOBSON ÍSLENSKAÐI
____________;_D C______________
Þa8 var á aSfangadagskvöld á gömlum bóndabæ. Himin-
inn var þungbúinn, eins og mikil snjókoma væri í nánd, og
nístings noröanvindur. Einmitt um þetta leyti dags voru allir
önnum kafnir aö lúka verkum sínum, því a'ö þeir áttu svo
aö ganga yfir í baðstofu til aö fara í baö. Þar var kynt svo
griðarlega, að logann lagði upp úr reykháfnum og sót og
gneistar þyrluöust burt með vindinum og féllu niður á fann-
hjúpuð úthýsaþökin.
Og þegar loganum laust upp úr baðstofureykháfnum og
hann hófst upp yfir bæinn, eins og eldstólpi, þá fundu allir
skyndilega á sér, að nú voru jólin að koma. Stúlkan, sem
lá í anddyrinu við þvottinn, fór að raula, þótt vatnið frysi
í fötunni hjá henni. Piltarnir, sem stóðu í skíðahlaðaskýli
°g hjuggu jólaviðinn, tóku að höggva tvo búta í senn og
sveifluðu öxunum svo fjörlega, eins og erfiðið væri einungis
leikur.
Úr búrinu kom gömul kona með stóran hlaða af kringlóttu
sætabrauði í fanginu. Hún gekk hægt yfir garðinn, inn í stóra
og rauða íbúðarhúsið og sté gætilega inn í stórstofuna og
lagði brauðin frá sér á langbekkinn. Því næst breiddi hún
dúk á borðið og skifti brauðunum í hluta, eitt stórt og eitt
lítið í hvern. Hún var undarlega ljót, gömul, með írautt
hár, þung, lafandi augnalok og einkennilega herpingsdrætti
um munn og höku, eins og sinabönd hökunnar væru of stutt.
En nú var aðfangadágskvöld og svo mikil! friður og gleði
yfir henni, að þess varð ekki vart, hve ljót hún var.
En ein var sú á heimilinu, sem var ekki glöð og það var
hún, sem var farin að binda fjalldrapavendina, sem átti að
nota í baðinu. Hún sat við reykháfinn með fangfylli af grönn-
3