Jólagjöfin - 24.12.1922, Blaðsíða 40
38
Jólagjöf'm
Þá kom honum óðfluga í hug, að honum sæmdi ekki að
verða fundinn helfreðinn uppi í eyðiskógi. Hann vildi ekki hafa
það i eftirmælunum eftir sig. Og svo stóð hann aftur upp og
fór að ganga. Hafði hann þá setið svo lengi, að snjórinn hrundi
í hrúgum niður af feldi hans, þegar hann hreyfði sig.
En skömmu síðar var hann aftur sestur, og var að dreyma.
Nú gerði hugsunin um dauðann vart við sig enn þá skýrari
en áður. Hann hugsaði sér alla jarðarförina og allan þann
sóma, sem sýndur yrði líki sínu.
Þarna sá hann stóra veisluborðið i salnum uppi hlaðið réttum ;
prófasturinn og prófastsfrúin í öndvegi, lögmaðurinn með hvítt
fellingarlín yfir mjóu brjóstinu, majórsfrúin uppdubbuð, í
svörtum silkikjól og þungu gullkeðjuna margsnúna um hálsinn.
Hann sá allar veislustofurnar hvitfóðraðar. Hvít tjöld fyrir
gluggum, hvíthjúpuð húsgögn! Greniviðarlim á veginum alla
leið frá anddyrinu niður að kirkjunni!
Þvegið, slátrað, bruggað, bakað í fjórtán daga fyrir jarðar-
förina. Líkið á börum í instu stofunni. Svæla í stofunum ný-
hituðum. Allur garðurinn troðfullur af gestum.
Söngur yfir líkinu, meðan kistulokið var skrúfað á, silfur-
plata á kistunni, tuttugu brenniföðmum brent á fjórtán dögum.
Alt þorpið önnum kafið að búa til mat til jarðarfararinnar.
allir kirkjuhattarnir nýstroknir, alt haustbrennivínið drukkið
upp í erfinu, allir vegir troðfullir af fólki, eins og á markaðs-
dögum.
Aftur hrökk gamli maðurinn við. Hann hafði heyrt þá tala
um sig, sitjandi í erfinu: „En hvernig gat maðurinn gengið
svona burt og orðið úti?“ spurði lögmaðurinn. „Hvað hafði
hann eiginlega að gera þarna uppi í Miklaskógi?“
Og svo svaraði höfuðsmaðurinn, að þar væri að líkindum
jólaöli og brennivíni um að kenna.
Þetta vakti hann að nýju. Ingimarssynirnir höfðu ætíð verið
hófsamir í mat og drykk. Það skyldi aldrei verða um hann
sagt, að hann hefði ölvaður verið í andlátinu. Og nú fór hann
aftur að ganga og ganga. En hann var svo þreyttur, að hann
gat tæpast staðið á fótunum. Nú sá hann, að hann var kominti
langt upp í skóginn, því að þar var afar ilt yfirferðar og fult