Jólagjöfin - 24.12.1922, Blaðsíða 41
39
Jólagj'ófin
af stórum klettum, sem ekki voru neöar í skóginum. Hanr.
festi fótinn milli tveggja steina, svo aö hann gat naumast losaö
sig, nú stóð hann þarna og kveinaði. Það var úti um hann.
Skyndilega féll hann um stóra smáhrís-dyngju. Hann datt
niöur í mjúkan snjóinn og smágreinar, sv'o að hann meiddist
ekki. En nú gat hann ekki risið upp aftur. Hann langaöi
til einkis í þessum heimi, nema að sofna. Hann lyfti smáhrísinu
litið eitt og skreið inn undir það, eins og ábreiðu. En þegar
hann smeygði sér inn undir hrísið, fann hann að eitthvað volpr
og mjúkt lá inni í hrúgunni. Hér liggur víst bjarndýr og sefur,
hugsaði hann með sér.
Hann fann, að dýrið hreyfði sig og heyrði það þefa. En
hann lá kyrr. Honum fanst björninn gjarna mega éta sig.
Hann var svo máttvana, að hann gat ekki hreyft legg né lið,
til að komast burt frá honum.
En björninn langaði að líkindum ekki til að vinna þ e i m
mein, sem flýði á náðir hans á næturþeli í sliku hrakviðri.
Hann flutti sig nokkuru lengra niður í híðið sitt, eins og hann
væri að rýma til fyrir gestinum, og að vörmu spori var hann
sofnaður og dró andann hægt og hraut.
* *
*
Meðan á þessu stóð, var lítið um jólagleði niður frá, á Ingi-
marsstöðum. Menn höfðu leitað Ingimars Ingimarssonar alt
aðfangadagskvöldið.
Fyrst var leitað um alt íbúðarhúsið og í öllum úthýsum,
liátt og lágt. Því næst var farið til nágrannanna og spurt
eftir Ingimar Ingimarssyni.
Þegar ekki tókst að finna hann þar, fóru synir og tengda-
synir út um víðavang og vegi. Blys þau, sem höfðu átt að
lýsa kirkjufólkinu á jólamorgun til morguntíða, voru nú tendr-
uð og borin í grenjandi stórhríðinni urn vegi og götur. En í
stórviðrinu hafði kæft í öll spor og ekkert heyrðist fyrir lát -
unum í vindinum, þegar reynt var að kalla og æpa. Fólk var
á ferli og úti þar til langt fram yfir miðnætti, en þá sáu
þeir, að þeir yrðu að bíða dögunar, ef takast skyldi að finna
þann, sem horfinn var.