Jólagjöfin - 24.12.1922, Síða 46
44
Jólagjöfin
Prófastur svara'öi enn engn. Þá varö konunni liöugra um
mál og sagði: Ég skal segja prófastinum, aö heföi maðurinn
minn gerst brotlegur við konginn eða fógetann, eða ég hefði
neyðst til að skera hann niður úr gálga, þá skyldi hann samt
hafa fengið heiðarlega greftrun, eins og faðir hans á undan
honum; því að Ingimarssynirnir hræðast engan og enginn er
sá, sem þeir þurfa að víkja úr vegi fyrir. En á jólum hefir
guð gert frið rnilli dýra og manna, og vesalings dýrið hélt.
boðorð guðs, en við brutum það, og þess vegna hvílir á okkur
hegning drottins. Okkur sæmir ekki að berast mikið á.“
Prófasturinn stóð upp og gekk til konunnar.
„Þér hafið rétt að mæla,“ sagði hann, „og þér skuluð fylgja
boði samvisku yðar.“ Og svo bætti hann ósjálfrátt við, líkast
því sem hann væri að tala við sjálfan sig: Ingimararnir eru
stórmyndarlegt fólk.“
Gamla konan rétti dálítið úr sér við þessi orð. í þessu augna-
bliki sýndist prófastinum hún ímynd allrar ættarinnar. Hon-
um skildist, hvað það var, sem öldum saman hafði gefið þess-
um mönnum mátt til að vera leiðtogar allrar sóknarinnar.
„Ingimarssonum ber að ganga á undan öðrum með góðu
eftirdæmi,“ sagði hún. „Okkur ber að sýna, að við séum auð-
mjúkir fyrir guði.“
/