Jólagjöfin - 24.12.1922, Síða 50
48
Jólagjöfin
er hann átti, en drapst sjálfan hann. Þannig hefi eg einnig
breytt. Minstu einnig, er þú iöraöist, og mæltir: „Eg játa af-
brot mín. Synd min er ávalt frammi fyrir mér.“ Hiö sama
hefi eg gert. Þú getur ekki neitaö mér urn inngöngu."
Og röddin fyrir innan hliSiö þagöi.
Þegar syndarinn haf'öi beöiö skamma stund, þá tók hann
enn á ný að berja að dyrum, og bað um að sér yrði hleypt
inn í himnaríki.
Og hann heyrði í þriðja sinn rödd fyrir innan hliðið segja:
„Hver er þessi maður og hvernig lifði hann lífi sínu á
jörðunni?“
En rödd ákærandans skýröi í þriðja sinn frá öllu því illa,
sem syndarinn hafði aðhafst, en gat ekki um eitt einasta
góðverk.
Og röddin fyrir innan hliðið mælti:
„Vík á burt héðan! Syndarar geta ekki fengið inngöngu
í ríki himnanna."
r
En syndarinn mælti:
„Eg heyri rödd þína, en auglit þitt sé eg eigi, og eigi
heldur veit eg nafn þitt.“
Þá svaraði röddin:
„Eg er Jóhannes hinn guðdómlegi, lærisveinninn, sem Krist-
ur elskaði mest.“
En syndarinn varð glaður við og rnælti:
„Nú verður mér vissulega leyfð innganga. Pétur og Davíð
h 1 u t u að hleypa mér inn, af því að þeir þektu breyskleika
mannsins og miskunnsemi guðs. En þú v i 11 lofa mér inn,
sökurn þess, að elska þín er svo mikil. Varst það ekki þú,
sem sagðir, að guð væri kærleikur, og að sá, sem elskaði ekki,
þekti' ekki guð? Og á gamals aldri sagðir þú við menn-
ina: „Bræður, elskið hver annan“. Hvernig fer þú þá að
líta til mín með hatri og hrekja mig á brott? Annaðhvort
verður þú að neita því, sem þú hefir sagt, eða þá að elska
mig og hleypa mér inn í riki himnanna."
Qg hlið Paradísar opnuðust og Jóhannes faðmaði iðrandi
syndarann að sér, og tók hann með sér inn í hina him-
nesku sælu.