Jólagjöfin - 24.12.1922, Síða 62
6o
Jólagjöfm
Fraroh, frá bls. $6
— Þannig komst hann að orði við mig: Hvað heitirðu, og
svo: Gættu þín, gættu þín; láttu ekki svíkja þig.
— Þig hlýtur að hafa dreymt þetta, Geronimo; þetta er
vitleysa.
— Vitlevsa, eg heyrði það þó, og eg hefi góða heyrn. Láttu
ekki svíkja þig, — eg hefi gefið honum einn gullpening ....
— nei, þannig sagði hann: Eg hefi gefið honum tuttugu
franka pening.
Gestgjafinn kom inn.
— Hvernig er því háttað með ykkur? Hafið þið gefið at-
vinnuna frá ykkur? Fereykisvagn er rétt nýkominn.
— Komdu ! sagði Carlo. Komdu !
Geronimo sat kyr.
— Hvers vegna? Hvers vegna á eg að koma? Hvað gagnar
mér það? Þú, sem stendur við hliðina á mér og —
Carlo greip um handlegg lians.
— Þegiðu, komdu niður!
Geronimo þagnáði og fvlgdist með bróðurnum. Á leiðinni
niður riðið sagði hann: Við skulum seinna talast við, við
skulum seinna talast við!
Carlo var ekki Ijóst hvað gerst hafði. Var Geronimo skyndi-
lega orðinn vitskertur? Jafnvel þótt hann yrði fljót-illur, hafði
hann þó aldrei fyr talað þannig.
1 nýkomna vagninum sátu tveir Euglendingar. Carlo tók
hattinn ofan fvrir þeim, og blindi maðurinn söng. Annar Eng-
lendingurinn sté út úr vagninum, hann fleygði fáeinum smá-
peningum i hatt Carlos. Carlo þakkaði og sagði eins og við
sjálfan sig: Tuttugu sentim. Andlit Geronimos var alveg svip-
laust; hann byrjaði á nýju lagi, Vagn Englendinganna ók burt.
Bræðurnir gengu þögulir upp riðið. Geronimo settist á bekk-
inn, og Carlo staðnæmdist við ofninn.
— Hvers vegna segir þú ekkert? spurði Geronimo.
— Nú, — svaraði Carlo, það getur vel hafa verið eins, og
eg sagði þér.
Rödd hans skalf dálítið.
— Hvað hefurðu sagt? spurði Geronimo.
— Hann var ef til vill vitskertur.
— Vitskertur? Já, það var ágætt. Ef einhver segir: Eg hefi
gefið bróður ])ínum tuttugu franka, þá er hann vitskertur.
— Nú. og hvers vegna sagði hann: Láttu ekki svíkja þig
— hvað?
— Ef til vill var hann ekki heldur vitskertur .... en það
eru til menn, sem draga dár að okkur fátæklingum.