Jólagjöfin - 24.12.1922, Síða 62

Jólagjöfin - 24.12.1922, Síða 62
6o Jólagjöfm Fraroh, frá bls. $6 — Þannig komst hann að orði við mig: Hvað heitirðu, og svo: Gættu þín, gættu þín; láttu ekki svíkja þig. — Þig hlýtur að hafa dreymt þetta, Geronimo; þetta er vitleysa. — Vitlevsa, eg heyrði það þó, og eg hefi góða heyrn. Láttu ekki svíkja þig, — eg hefi gefið honum einn gullpening .... — nei, þannig sagði hann: Eg hefi gefið honum tuttugu franka pening. Gestgjafinn kom inn. — Hvernig er því háttað með ykkur? Hafið þið gefið at- vinnuna frá ykkur? Fereykisvagn er rétt nýkominn. — Komdu ! sagði Carlo. Komdu ! Geronimo sat kyr. — Hvers vegna? Hvers vegna á eg að koma? Hvað gagnar mér það? Þú, sem stendur við hliðina á mér og — Carlo greip um handlegg lians. — Þegiðu, komdu niður! Geronimo þagnáði og fvlgdist með bróðurnum. Á leiðinni niður riðið sagði hann: Við skulum seinna talast við, við skulum seinna talast við! Carlo var ekki Ijóst hvað gerst hafði. Var Geronimo skyndi- lega orðinn vitskertur? Jafnvel þótt hann yrði fljót-illur, hafði hann þó aldrei fyr talað þannig. 1 nýkomna vagninum sátu tveir Euglendingar. Carlo tók hattinn ofan fvrir þeim, og blindi maðurinn söng. Annar Eng- lendingurinn sté út úr vagninum, hann fleygði fáeinum smá- peningum i hatt Carlos. Carlo þakkaði og sagði eins og við sjálfan sig: Tuttugu sentim. Andlit Geronimos var alveg svip- laust; hann byrjaði á nýju lagi, Vagn Englendinganna ók burt. Bræðurnir gengu þögulir upp riðið. Geronimo settist á bekk- inn, og Carlo staðnæmdist við ofninn. — Hvers vegna segir þú ekkert? spurði Geronimo. — Nú, — svaraði Carlo, það getur vel hafa verið eins, og eg sagði þér. Rödd hans skalf dálítið. — Hvað hefurðu sagt? spurði Geronimo. — Hann var ef til vill vitskertur. — Vitskertur? Já, það var ágætt. Ef einhver segir: Eg hefi gefið bróður ])ínum tuttugu franka, þá er hann vitskertur. — Nú. og hvers vegna sagði hann: Láttu ekki svíkja þig — hvað? — Ef til vill var hann ekki heldur vitskertur .... en það eru til menn, sem draga dár að okkur fátæklingum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Jólagjöfin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.