Jólagjöfin - 24.12.1922, Blaðsíða 76
74
Jólagj'óf'm.
en áöur? Ávalt hefir hann haldiö þaö — ávalt hefi eg veriö
einmani — og ávalt hefir hann hatað mig. Og honum fanst
eins og hann bæri þunga byrði, sem hann þyröi þó aldrei aö
hrista af heröum sér, og honum virtist hann geta séð nótt-
ina, sem Geronimo reikaöi i gegnum viö hlið hans, á meðan
sólin skein á þjóöveginn, er þeir fóru um.
Og þeir héldu áfram, áfram, áfram, svo klukkustundum
skifti. Endrum og sinnum settist Geronimo á merkjastein eöa
þeir hölluðu sér upp aö brúarriöum og hvíldu sig. Aftur fóru
þeir í gegnum þorp. Frammi fyrir veitingahúsinu biöu vagn-
ar. Ferðamennirnir höföu stigiö út úr vögnunum og gengu
fram og aftur, en betlararnir héldu áfram viðstöðulaust. Aftur
komu þeir út á þjóðveginn. Sól hækkaöi stööugt á lofti. Þaö
hlaut aö líða að hádegi. Þessi dagur var eins og þúsund aörir.
—• Turninn í Boladore, sagöi Geronimo. Carlo leit upp. Hann
var forviða á. hve nákvæmlega Geronimo gat mælt fjarlægöir.
Turninn í Boladore var einmitt nýkominn í augsýn úti viö
sjóndeildarhringinn. í nokkurri fjarlægð kom maður á móti
þeim. Carlo virtist maöurinn hafa setiö við veginn og risið
skyndilega á fætur. Maöurinn nálgaðist. Nú sá Carlo, aö þetta
var lögregluriddari; þaö bar oft við, aö þeir mættu lögreglu-
mönnum á þjóðvegunum. En þrátt fyrir það fór hrollur um
hann. En þegar maöurinn kom nær, þá þekti hann hann og
varð rólegur. Þaö var Pietro Tenelli. Snemma í maímánuði
höfðu þeir veriö samtímis honum á veitingahúsinu Raggaz-
zini í Morignane og hann hafði sagt þeim ofboðslega sögu af
því, hvernig hann einu sinni haföi nær því verið myrtur af
umrenningi einum.
— Það staðnæmdist einhver þarna á veginum, sagði Gero-
nimo.
— Tenelli lögregluriddari, svaraði Carlo.
Nú voru þeir komnir til hans.
— Góðan daginn hr. Tenelli, sagði Carlo og nam staðar
frammi fyrir honum.
— Því miður er því svo farið, sagði lögregluriddarinn, að
eg verð strax að fara með ykkur báða á lögreglustöðvarnar
i Boladore.
— Hvað þá? æpti blindi maðurinn. Carlo fölnaði. Hvernig
er því farið? hugsaöi hann. En það getur ekki verið þess
vegna. Þeir gætu ekki hafa fengið vitneskju um það hér
neðra enn þá.
— Það lítur út fyrir, að þetta sé vegurinn, sem þið hafið
ætlað ykkur, sagði lögregluriddarinn hlæjandi, Það móðgar
ykkur sennilega ekki, að eg fylgist með.