Jólagjöfin - 24.12.1922, Side 81
JólagjÖfm.
79
för hans hlaut aö stefna út fyrir landamæri þessa heims. Hann
nam staöar, hneig niöur og tók aö lesa langferðamannsbænina,
sem hann bjó til sjálfur.
Þokan var svo dimm, að varla sást handaskil. Hann haföi
lokaö augunum. En alt í einu birti umhverfis hann. Þaö var
sem birtan læsti sig gegnum augnalokin. Hann leit upp, en
ljósmagniö var svo mikið, að hann varö aö grípa höndum
fyrir bæöi augu. Þá fann hann, aö einhver strauk um augu
honum. Fanst honum þá sem hann gæti litiö upp, ja.fnvel
þótt birtan væri ef til vill enn þá meiri. Og hann leit upp.
Sá liann þá, hvar stóö hjá honum undurfögur kona. Var
hún ólik öllum öörum verum, sem hann haföi áður séö, —
mönnum og málleysingjum.
Enni hennar var mikiö, og bjart sem dagsbrúnin, þegar hún
rís upp yfir austurfjöllin á heiðum haustmorgni. Augun voru
blá og djúp sem himinbláminn og tindrandi sem fegurstu sól-
stirnin um miönæturskeið. Haddur hennar líktist miklu frem-*
ur geislaflóöi en hári menskra kvenna. Hendur hennar voru
hvitar sem mjöll og klæði hennar virtust vera ofin úr skær-
ustu litum regnbogans og lék um þau óteljandi blæbrigöi.
Framar skelfdist ekki. Hann varö gagntekinn undrun
og óumræðilegri sælutilfinningu. Þreytan var horfin. Vonin
eöa öllu heldur vissan um farsæl feröalok, haföi tekið sér
bólfestu i lmga hans viö hliðina á undruninni. Honum virt-
ust allir vegir færir og auðratað, hvert sem hann vildi fara.
Og nú tók hann líka eftir því, aö þaö var sem sólin heföi
sjálf andað á ísinn. Hann var horfinn. Dísin stóö hiá honum
á grænum grundum. Vökin var orðin aö úthafi. Fuglasöngur
fylti loftiö og fossinn dundi fram til heiöa og andblærinn þaut
nú ilmþrunginn, þar sem ísnepjan haföi áöur raulaö útfarar-
ijóö íyrir munni sér.
,,Eg er ein þeirra dísa, er eiga aö drotna yfir heiminum,"
mælti konan. „Eg er send til þess aö segja þjer, aö þú átt
að kjósa mig að fylgdardís, því aö öörum kosti verður þú
ofurliöi borinn af illvættum, er enginn maöur fær rönd viö
reist. Og eg er auk þess kominn til þess, að kenna þér að
koma auga á mig eöa áhrif mín, hvar sem eg fer um víða
veröld. Og ef þér lærist þaö, mun þér lánast alt á himni og
jöröu. Ekkert striö verður þá svo strangt né laiigt, 'aö þú
berir ekki aö lokum sigur úr býtum. Ekkert böl og engin
bágindi veröa svo mikil, aö þau megni aö vinna þér verulegt