Jólagjöfin - 24.12.1922, Síða 91
lálagjöfin
89
Véfréttin.
Mörg ung og upprennandi stúlka þráir aÖ fá að vita það
er hér segir: Hver muni verða maðurinn hennar; hvernig hann
muni biðja hennar; hvernig hann muni verða útlítandi; hvort
hann muni verða auðugur eða snauður; góður eða vondur;
hvort hann muni elska hana mikið eða lítið; hvernig brúð-
kaupið muni verða, og hvar hún muni búa.
Sem betur fer, höfum vér fengið áreiðanlega véfrétt í þess-
um efnum. Hana höfum vér fengið sem arf frá forfeðrum
vorum, eða formæðrum öllu heldur, er höfðu sjálfar gengið
úr skugga um, hve skýrt og skorinort hún tjáði slík tíðindi,
— ef hún þá aftók ekki með öllu, að um nokkra giftingu væri
að ræða. — Þessi ómissandi véfrétt er spilaspálistin.
Vilji einhver stúlka vita alla þessa hluti, er nú voru nefndir,
verður hún að leggja spilin sjö sinnum.
Hver verður maðurinn þinn?
. Þú skalt taka alla gosana fjóra úr spilunum, og laufaásinn. Spil þessi
leggur þú svo upp í loft á borðið. Gosarnir tákna þá menn, er stúlkan
sú, sem spáð er fyrir, getur valið í milli. Einn þeirra, það er að segja
sá, er stúlkan hefir mestar mætur á, þarf ekki að vera nafngreindur.
En liina skal nefna sínum réttu heitum. Ef stúlkan á einhverjar vin-
konur, sem viðstaddar eru, ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr því
að skíra gosana. En laufaásinn táknar piparmev.
Þessu næst er stúlkan látin draga eitthvert spil úr stokknum. Sku!-
um við þá gera ráð fyrir, að hún dragi hjartaþristinn. Þá er og „sort“
hennar hjartasortin og táknar hjartadrotningin hana sjálfa. Spádómslistin