Jólagjöfin - 24.12.1922, Side 95
93
Iólagjöfin
Hvernig mun hann verða
útlítandi ?
• Til þess að fá að vita þetta,
er ekki annar vandinn en að
leggja spilin sem hér er sýnt.
Verður að gæta þess, að hafa
þau öll á grúfu.
Til þess nú að vita, hvað
þessi spádómur leiðir í Ijós,
snýr maður spilunum við.
Bj’rjar á efsta spilinu. Ef það
er svart, þá merkir það. að
maðurinn sé svarthærður, en
ef það er rautt, þá þýðir það,
að hann sé ljóshærður. En ef ennis spilið er svart, þá er nokkurn veginn
vist, að maðurinn ér fremur skyni skroppinn, en sé það rautt, er hann
gáfaður. Ef hæði augna spilin eru svört, þá þýðir það, að hann er dökk-
eygður, en ef þau eru bæði rauð, er
hann bláeygður. En sé annað þeirra
svart en hitt rautt, þá er ekki því
að leyna, að maðurinn er rangeygður.
Ef munn spilið er rautt, er hann
maður fríður sýnum, en sé það svart,
er hann ekki friður og fremur leiðin-
legur. Ef handleggja spilin eru bæði
rauð, eru handleggir hans fagrir, en
ljótir og luralegir, ef spilinu eru bæði
svört. En sé annað svart og hitt rautt,
eru handleggir hans skakkir eða snún-
ir og hið sama er að segja um fætur
hans. Ef hjarta spilið er rautt, er hann
valmenni, en sé það svart, er hann
líklegur til að verða harðstjóri. Eí
peninga spiiið er rautt, er maðurinn
auðugur, en sé það svart, er hann
blásnauður. Alt þetta er að vísu gott
að vita, en þó vil eg minna ungfrúna
á það, að hún hcfir nú sagt „já“, og
hér verður því vart um þokað.
Mun hann unna henni mikið?
Til þess að ganga úr skugga um
þetta, þarf ekki annað en taka spil
unnustans (gosann sem táknar
hann) og stinga því inn í stokkinn.
Þar næst á að stokka spilin. Að
því búnu er spilunum flett upji
hverju á eftir öðru og þulin þessi góðkunna spáþula, hvað eftir annað: