Jólagjöfin - 24.12.1922, Blaðsíða 105
lólagjöfin
103
ekki tekið með sér nesti. Loksins sáu þeir landbrot eitt, mitt í eyði-
mörkinni. Kennarinn sagði, að þeir skyldu fara þangað. Og þegar þeir
komu í landbrotið, var þar mikill fjöldi ávaxtaviða. Þar lásu prófsveinar
ávexti af trjánum, til þess að seðja hungur sitt. En kennarinn fékk þeim
bókfell og bauð þeim að gera sér ávaxtaflota (þ. e. bakka) úr því,
svo að þeir gætu haft mötuneyti saman, í stað þess að eta hvar út
af fyrir sig, eins og skrílmennum er títt. -—
Slíkan flota (hakka) má búa til úr stinnum pappír (sjá mynd).
Er hann ólikt betra ílát en bréfstiklar (kramarhús), sem mörguni cr
meinilla við.
öskjurnar.
Þá cr prófsveinar höfðu nú satt hungur sitt, sagði kennarinn þeim
að taka eins mikið af ávöxtunum og þeir gætu komist heim með.
Fékk hann þeim öllum bókfell, er hann hafði meðferðis, og sagði þeim.
að þeir mættu sníða þau þannig, að úr þeim yrði Iaglegar öskjur. Þeir
gerðu eins og þeim var sagt. Sýnir myndin öskjugerð þeirra. Og er
hún ekki dálagleg, askjan hérna á myndinni? Þú getur gert alveg eins
fallega öskju, ef þú hefir stint pappírsblað. Og það hafa allir.
Síðan héldu þeir heim, prófsveinar og kennarinn. Ferðin heim gekk
furðu vel, enda var eyðimörkin horfin og skamt til bygða, er þeir litu
upp frá iðju sinni og ætluðu að leggja af stað.
Verður nú ekki meira sagt af Svartaskóla að sinni.