Jólagjöfin - 24.12.1922, Side 109
lólagjöfin
107
báíar framlappirnar af því. Svo gctur þú tekið tvo stólgarma, og bund-
ið þá saman með snærisspottum úr gamla þvottastaginu.
Bifreiðarskrokkurinn getur orðið. sterkur, ef þú treystir hann með
nokkrum hillum og borðum, sein þú getur auðveldlega rifið upp úr
gólfinu. En svo er stormhlífin. Hana getur þú fengið með því að taka
tnynd, sem lengi hefir hangið á veggnum, þér til stórleiðinda. Skaltu
fleygja sjálfri myndinni, en negla rammann með glerinu á borð-
lappirnar.
Og ef þú hefir erft stofuklukkuna eftir hann afa þinn sáluga, þá
er sjálfur „mótorinn" fenginn. Sigurverkið i henni er miklu ódýrara
og ólíkt þrifalegra en bensínið, sem er þá ekki heldur gefið. En þá
er mótorskýlið ? Ekki þarftu að vera i vandræðum með það. Taktu
aðra öskutunnu þína og hafðu hana fyrir skýli. Og þá eru þau svona
notandi fyrir afturhjól, hjólin undan barnavagninum. Og ekki þarf
annað en saga útidyrahurðina í sundur, til þess að fá úr henni fal-
legustu bifreiðarhlera.
Lokin af báðum öskutunnunum geta verið öflugustu framhjól. Og
þér verður varla skotaskuld úr því, að festa þau á slána ofan af stiga-
riðinu, sem er afbragðs möndull. Aurvarið og stigborðin getur þú hæg-
lega búið til úr sykurkassafjölum eða viðlíka spækjum. Settu klukk-
una hans afa þíns framan á bifreiðina og dragðu hana upp. Gleymdu
ekki að kveikja í ruslinu, sem eftir er, og setja báða borðlampana þína
sinn hvoru megin á bifreiðina, svo að þú getir alveg eins ekið í myrkri.
Og þegar bifreiðin þín brunar af stað, getur þú glatt þig við það, að
bifreiðin sú arna er þín eigin handaverk.
Skiftin.
Það var einu sinni auðmaður. Hann átti son, sem hann unni mjög.
Það bar svo við, að jarðskjálfti var í borginni, þar sem hann átti heima.
Þorði liann því ekki annað en senda son sinn til vinar sins, er átti heima
i öðrum landshluta. Þóttist hann vita, að sonur sinn mundi vera þar
nokkurn veginn óhultur. Fáum dögum síðar fékk hann skeyti frá þess-
um vini sinum. Það var á þessa leið: „Eg sendi þér drenginn með eim-
lestinni, sendu heldur jarðskjálftann.“
Ekki oftar.
F a ð i r i n n : Eg vona, að þú hafir sagt honum Jóni, að það þýddi
ekki fyrir hann að koma oftar i þessum erindum. Hann má vera viss
um, að eg gef honum þig aldrei.
Dóttirin: Ó-nei, eg áleit það óþarfa, hann getur naumast komið
oftar en þetta; hann er hér öðru hvoru allan daginn.