Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005
Menning DV
Strákar dansa
Það hefur lengi staðiö íslenskum list-
dansi fyrirþrifum hversu fáirstrákar
sækja I dansinn. Þaö er þvf frétt til
næsta bæjar aö íslenski dansflokkur-
inn er um þessar mundir að vinna aö
því verkefni ásamt Hlíðarskóla aö
draga stráka í dans. Verkefnið byggir á
þvi að efla áhuga stráka á dansi og
gefa þeim greiöari möguleika á aö
upplifa dans og fá aö spreyta sig.
Áhugi stráka á dansi er til staðar. Það
er frekar aðgangur, fyrirmyndir og
möguleikar til aö læra dans innan um
aöra stráka sem skortir. Meö þessu
verkefni er vonast til aö bæta aögang
íslenskra stráka að nútímadansi.
Til að byrja meö verður unniö meö
strákum í 9. og 10. bekk i Hlíöarskóla
og efvel gengur munu fleiri skólar og
strákar fá aö njóta.
Karldansarar dansflokksins undir-
bjuggu verkefnið og í gær og í dag
koma 25 strákar úr 9. og 10. bekk Hlíð-
arskóla i Borgarleikhúsið og vinna
með dönsurunum. Þeim veröurskipt
upp í tvo hópa, munu hafa tvo daga til
aö semja og læra flott dansverk, þar
sem nýttir verða hæfileikar strákanna
á öðrum sviðum sem þeirþegar búa
að.
Þriðja daginn, 16. mars keppa þeir i
skólanum sínum um hvorhópurinn á
Strákar úr Hlíðarskóla dansa.
betra verk, og fá áhorfendur, skólafé-
lagarþeirra að velja vinningsverkið.
Verkefnisstjóri er Karen Maria Jóns-
dóttir
Hannes Lárusson beinir í grein hér
aö neðan spurningum til stjórnar
Listahátíðar í Reykjavík um skipu-
lag og fjárhag hátiðarinnar i vor Reykjovík Arts Festivd 2005 A14 Moy - 5 June
þar sem uppi eru áætlanir um
stærsta kynningarverkefni á ís-
lenskri og erlendri samtímalist sem
hér hefur sést.
Skáldaspíru-
kvöld með bíó
og Ijóðasöng
Það er komið að 31. Skálda-
spírukvöldi á Kaffi Reykjavík í
kvöld. Stórskáldið Sjón bók-
menntaverðlaunaþegi Norður-
landaráðs á dögunum les úr
verkum sínum. Þá ætíar Gerður
Kristný Guðjónsdóttir að stíga á
stokk og lesa úr verkum sínum,
Ófeigur Sigurðsson les ljóð úr
„ væntanlegri bók og Kristín Eva
Þórhallsdóttir sýnir ljóðræna
stuttmynd eftir sig. Loks leikur
Eydís Fransdóttir á óbó íslenskt
verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttir
sem er samið eftir ljóð Óskars
Arna Óskarssonar og heitir:
Ásjónur kvöldsins. Skáldspíru-
kvöldin eru þannig að teygja sig
í ólíkar áttir: kvikmyndalistina
og ljóðasöng.
Tveir bassar
Tveir bassar og amiar með
strengi er yfirskriftin á hádegis-
hljómleikum dagsins fyrir þá sem
búa og starfa nærri íslensku óper-
unni. Þetta verða lokatónleikamir (
hádegistónleikaröð fslensku óper-
unnar á þessu starfsári og þeir Dav-
íð Ólafsson, bassi þenur raddbönd-
in og Dean Ferrell, kontrabassi
plokkar strengina. Þeim til aðstoðar
verður Kurt Kopecky á pfanó.
Svo skemmtilega vill til að bæði
Mozart og Bach skrifuðu ástar-
söngva fyrir kontrabassa og bassa-
söngvara. Mozart skrifaði fjörlega
konsertaríu um hina fallegu kven-
hönd, Per questa bella mano. Bach
samdi aftur á móti litla kantötu um
svikular ástir, Amore traditore.
Bæði em tónverkin fjömiikil og ein-
stakt að fá að heyra þau saman á
tónleikum. Að auki verða fluttar
þekktar aríur þar sem kontrabass-
inn fær aðeins að keppa við bassa-
söngvarann.
Hádegistónleikamir standa í um
40 mínútur, svo það er tilvalið fyrir
þá sem starfa eða búa f nágrenni
miðbæjarins að bregða sér á tón-
leika í hádegishféi og halda svo á ný
út í daginn endumærðir af fagurri
tónlist. Hægt er að kaupa samlokur
í anddyri Óperunnar fyrir eða eftir
tónleikana, svo að enginn ætti að
þurfa að fara svangur aftur út í
eril dagsins.
að er fyrir atbeina listanna
sem fólk fær að leika sér.
Leika sér með möguleika,
góða og slæma, ímyndaða
og raunverulega, setja lffið á svið og
veita tungumálinu aðhald. Gefa
valdinu og misbeitingu þess langt
nef þegar öllum ofbýður en enginn
þorir að tjá sig. Því í einhverjum
skilningi em listimar lengst frá
brauðinu af öllum athöfnum manna
en engu að síður jafnmikilvægar vel-
ferð þeirra og það. En til þess að list-
irnar geti þrifist, frjálsar, þroskaðar
og djarfar þurfa listamenn að eiga
sér verðugan sess í samfélaginu. Um
leið og listamenn eru flestir í augum
landsmanna sakleysið uppmálað,
yndislegir skemmtikraftar, útsjónar-
samir dugnaðarforkar og ástmegir
þjóðarinnar, geta þeir stundum
reynst skeinuhættir og óútreiknan-
legir vandræðagripir sem fyllstu gát
ber að hafa á.
Listin glens og gaman
Þrátt fyrir glens og gaman sem
oft er það sem við almenningi blas-
ir frá hinum svokallaða listaheimi,
og þótt listamennirnir virðist vera
græskulaus og tiltölulega atkvæða-
lítill hópur á landsvísu, þá stunda
þeir ekld síður ákafa hagsmunabar-
áttu og flokkadrætti en gengur og
gerist á flestum öðrum sviðum.
Fólk hjúpar sig æðruleysi og ber sig
vel, stendur saman, talar digur-
barkalega eða læðist með veggjum
rétt eins og í annarri pólitík. Og
pólitík snýst í aðalatriðum um
stjórnun á aðstöðu og fólki, aðgengi
að fjármagni og ekki síst tilkall til
virðingar; - en þar verður mörgum
hálast á svellinu.
Gögn og gæði
Eins og fólk í öðrum starfsstétt-
um eiga listamenn undir heiðarlegri
og skapandi meðferð á þeim gögn-
um og gæðum sem notuð eru til að
hlúa að atvinnugrein þeirra, hvort
heldur þau gögn og gæði heyra til
hins opinbera eða einkageirans svo-
nefnda. Viðskipti með listaverk, af
hálfu listamannanna sjálfra og
kaupenda þeirra, eru gagnkvæm
viðskipti, þar sem í raun hvorugur
aðilinn er sterkari en hinn. Annar
aðilinn á að vísu fjármagnið eða
ígtídi þess en hinn aðilinn hefur í
höndum hin ótvíræðu verðmæti
sem í sköpunarverki hans felast.
Mikilvægir atvinnuhagsmun-
ir
Á undanförnum mánuðum hefúr
staðið yfir undirbúningur Listahá-
tíðar 2005 sem sérstaklega er helguð
myndlist. Til þessa mikla verkefhis,
sem spannar gjörvallt starfssvið
myndlistar í landinu auk erlendra
sýnishorna, er ráðstafað svo miklu fé
af hálfu hins opinbera og annarra
styrktaraðila, að upplýsingar um
ráðstöfun þess hljóta að þurfa að
liggja fýrir. Af fenginni reynslu vita
listamenn og landsmenn allir að
erfitt getur reynst að eyða sömu
peningunum tvisvar. Auk þess varð-
ar verkefnið mikilvæga atvinnu-
hagsmuni myndlistarmanna með
tilliti til hugmyndafræði, stéttarvit-
undar og menningarlegar ímyndar
landsins út á við.
Spurningar til stjórnar
Eftirfarandi spurningum sem
varða þetta verkefni er hér með
beint til stjómar Listahátíðar í
Reykjavík. Undirritaður er í litlum
vafa um að í ljósi upplýsingalaga
beri stjórn Listahátíðar að svara, en
hér er um svo almenn og sjálfsögð
atriði að ræða að með réttu ættu
svörin þegar að liggja fyrir í að-
gengilegu formi. Starfandi lista-
menn og landsmenn sem þrátt fýrir
allt „eiga" Listahátíð í Reykjavík
bíða vafalítið spenntir eftir greinar-
góðum svörum embættismanna
sinna sem um stund hefur verið fal-
in afar vandasöm meðferð verald-
legra og andlegra verðmæta. Þegar
þessum spumingum hefur verið
svarað er allt eins víst að þeir sem
hagsmuna hafa að gæta taki upp
léttara hjal sem aftur leiðir af sér
enn fleiri spurningar og fleiri svör.
Fjárveitingar
-Hvaða fjármagn er ætíað mynd-
listarhluta Listahátíðar í Reykjavík
2005? Hvaðan kemur þetta fé?
-Hvemig skiptist kostnaðaráætí-
un verkeffiisins með tilliti til ein-
stakra útgjaldaliða s. s. til stjómunar
og nefnda, rannsókna, launa til
listamanna, þóknunar til sýningar-
aðila, o. s. frv.?
Stjórnun/skipulag
-Hver hefur yfimmsjón með
Listahátíð 2005? Hver eða hverjir
bera ábyrgð á listrænni stjórnun
verkeffiisins?
-Hvernig var staðið að ráðningu
Jessicu Morgans til verkeffiisins? Var
hún valin úr hópi umsækjanda? (þá
hverra?) og/eða var hún valin á
grundvelli meðmæla? (þá hverra?)
Hvert er starfssvið Jessicu Morgan,
liggur fýrir starfslýsing í þessu sam-
bandi?
-Hver skipaði í dagskrárneffid
Listahátíðar 2005 og á hvaða grund-
velli? Hvaða hlutverki gegnir þessi
neffid og hvert er samband hennar
við listrænan stjórnanda hátíðarinn-
ar?
-Hver réð Dorothée Kirch til
verkeffiisins, á hvaða grundvelli og
hvert er verksvið hennar?
-Hver er þáttur og aðkoma Ólafs
Elíassonar að verkefninu?
-Hvemig hefur aðkoma hinna
ýmsu félaga listamanna verið að
verkefninu fram að þessu? Hver er
þáttur og aðkoma innlendra sér-
fræðinga, einstakra gallería og safoa
í undirbúningi og þróun verkeffiis-
ins?
-Er starfandi hópur sérfræðinga
og fagmanna á myndlistarvettvangi
sem er stjómendum verkefnisins til
ráðgjafar og stuðnings?
-Með hvaða hætti tengjast fyrir-
hugaðar sýningar á verkum Dieter
Roth öðrum dagskrárliðum Listahá-
tíðar 2005, annars vegar fjárhags-
lega, hins vegar hvað varðar listrænt
inntak?
Upplýsingar og kynning
-Hvar er að finna almennar upp-
lýsingar og kynningu á verkeffiinu?
-Hvaða einstaklingur eða stoffi-
un hefúr með upplýsingamiðlun í
tengslum við verkeffiið að gera?
Hannes Lárusson