Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 37
DV Sjónvarp ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 37 Það virðist gerast með reglu- legu millibili að hrollvekjan nái að vinna virðingu áhorfenda um stutta stund og þá hrúgast yfir mann misgóðar ræmur í kvik- myndahúsunum. Þetta er önnur hrollvekjan á stuttum tíma sem De Niro leikur í, hin fyrri var hin slappa Godsend en annars hefur hann ekki leikið í hryUingsmynd síðan í Frankenstein hér um árið. Það er kannski líka bara ágætt því að þær hafa nú ekki verið beint frábærar þessar sem hann hefur leikið í. Hér leikur hann David CaUaway sem flytur upp í sveit með dóttur sinni eftir að eiginkona hans fremur sjálfsmorð. Sálarástand stúUoxnnar ungu er í henglum eftir atburðinn og á hún erfitt með að aðlagast breyttu umhverfi. Fljódega segist hún hafa eignast nýjan vin sem enginn annar sér. Virðist þessi vinur hafa ansi sjúkt ímyndunaraU og verður það tíl þess að David heldur að dóttir sín sé algerlega gengin af göflunum. Ekki er hægt að fara mikið meira í sögu- þráðinn, því að hann er hreinlega ekki mikið meira en þetta og svo er ekki að leika aieir ákveðin flétta í lokin sem á víst að koma á óvart. Myndin byrjar ágætlega og fer rólega af stað. Reynt er að byggja upp umhverfið sem eitthvað ógn- vekjandi og nota stóra húsið þeirra dl hins ítrasta. Persónur eru kynntar sem eiga að vekja grun hjá okkur en formúlan vaknar tíl lífsins í lokakafl- anum og þá missir myndin flugið. Sagan nær ekki að halda athygU manns og vekur ekki upp hjá manni nógu mikla spennu tíl þess að virka sem góð hroUvekja. Hide And Seek Sýnd i Regnboganum, Smára- bíói og Laugarásbíói. Leikstjóri: John Polson. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Dakota Fann- ^m... ing, Famke Janssen, ilfiX Elisabeth Shue. ★★ E- Ómar fór í bíó Leikarar standa sig með prýði. Fanning sýnir enn og aftur hversu fantagóð leUckona hún er en De Niro röltir í gegnum myndina á sjálfstýr- ingu. Hann virðist bara hættur að reyna. Ég var svoh'tið spenntur fyrir þessari mynd í fyrstu enda er gmnn- hugmyndin góð og með þetta lið á bakvið hana hefði maður haldið að hún ætti geta orðið skemmtUeg. Því miður nær hún ekki að klóra sig upp úr meðalmennskunni og það er svo skítt. Ómar öm Hauksson Steintryggur herjará Evrópu Tónleikastaðurinn Vega i Kaupmanna- höfn er vettvangur Spring Break, litils raftónlistarfestivals helgina 7. til 9. april. Fulltrúar Islands verða President Bongo og Buckmaster úr Gus Gus og hlómsveitin Steintryggur, sem spilar d norræna kvöldinu á laugardaginn. Steintrygg skipa slag- verksleikararnir Sigtryggur Baldurssanog Steingrímur Guðmunds- son.Þeir kynnaDia- log-diskinn sinn.sem komútdls- landi 2003 en erumþessar mundir aðkomaútí Evrópu. Með þeim koma fram fíðluleikarinn Roland Hartwell, sem starfar með Sinfóníuhljómsveit Islands, og Hadji Tekbilek, tyrkneskur tónlistarmaður sem leikur á ýmis framandi hljóðfæri. Steintryggur ætlar að spila víðarí ferðinni og endarjafn- vel á Hróarskelduhátiðinni, enda er Spring Break-hátíðin haldin afþeim sem standa að þeirri stórhátíð. Næsta plata Steintryggs ersvoi undirbúningi og er áætlað að hún komi út seinna á árinu. Dró sig út úr American Idol Hinn vinsæli Mario Vazquez dró sig út úr keppni i American Idol d sunnu- daginn og bar við persónulegum ástæðum fyrirþeirri ákvörðun sinni. Ekki fengust frekari upplýsingar um brotthvarf Vazquez sem er 27 ára og var talinn líklegur til sigurs í keppn- inni af mörgum. Sjónvarpsstöðin Fox valdi í staðinn Nikko Smith, son hafnaboltahetjunn- ar Ozzies Smith, en hann fékk fleiri atkvæði en Travis Tucker þegar þeir voru báðir kosnir út á miðvikudaginn i síðustu viku. Smith, sem er 22 ára og frd Louis i Missouri, sagði i viðtali eft- > ir að hann var kosinn út að það hefði ekki komið honum á óvart. Vazquez er ekki fyrsti keppandinn sem óvænt hættir keppni, en fáir hafa reyndar gert það með eigin vilja. I fyrra var einn keppandi kallaður aft- ur inn eftir að annar var tekinn fyrir ölvunarakstur. Árið 2003 var svo þremur sparkað úr þáttunum, tveim- ur fyrir að hafa haldið leyndum upp- lýsingum um sakaferil og einum fyrir að sitja nakinn fyrir á vefsíðu. Sigrún Bender komst í 12 manna úrslit í Ungfrú Evrópu Glæsilegur árangur hjá Sigrúnu „Þetta var alveg ótrúleg lífs- reynsla og rosalega skemmti- legt að taka þátt," segir Sigrún Bender sem komst í 12 manna úrsUt í fegurð arsamkeppninni Ungfrú Evrópa 2005. „Eg átti ekki von á þessum árangri en stúlkumar í ár vom aUar mjög faUegar og ég vissi ekki á hverju ég ætti von. Ég var samt ekki eins stressuð og þegar keppnin var heima en það er aUt annað að taka þátt í svona keppni þegar maður veit af fjölskyldu og vinum úti í sal, þá er maöur aðeins stress- aðri.“ Kærasti Sigrúnar, Ragn- ar Ingason, var að vonum ánægður með árangur Sigrún- ar. „Hann er aö springa úr stolti," segir Sigrún hlæjandi. Ég held aö hann hafi verið Sigrún Bender Varsannarlega glæsilegur full- trúi Islands. ■) stressaðri en ég á meöan á keppninni stóð." Sigrún segir að hópurinn hafi verið góður en hún hafi kynnst vel Ungfrú Bretlandi, írlandi, Spáni, Portú- gal, PóUandi og Danmörku, og hún gerir ráð fýrir að stelpumar haldi áfram að vera í sambandi. „Stelpumar em aUar famar heim en við höfum verið að skiptast á sms-um í dag. Svo ætlum við að senda hver ann- arri myndir frá keppninni." Sigrún kemur heim í dag ásamt Ragnari kærasta sínum. „Ég hlakka mikiö til að koma heim enda er ég búin að vera heflan mánuð úti við undirbún- ing svo það verður eflaust gott að koma heim." Við óskum Sigrúnu tfl hamingju með árangurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.