Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Qupperneq 21
DV Útivist & ferðalög MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 21 Ráöstefna í Freysnesi Dagana 5.-7. maí verður haldin ráðstefna í Freysnesi í Öræfum sem ber heitið Úti- vist og heilbrigt líferni. Er hún á vegum umhverfisráðuneyt- isins og Norðurlandaráðs en Landvernd sér um undirbún- ing hennar. Verður að miklu leyti fjallað um þjóðgarða og útivistarsvæði og hvernig fólk getur hlúð að og notið þessara staða og um leið byggt upp eigið heilbrigði með um- gengni við náttúruna. Meðal fyrirlesara verða Anna Sigríð- ur Þórðardóttir umhverfisráð- herra, Vigdís Finnbogadóttir, Jack D. Ices og Roger Croft frá Skotlandi. Um eitt hundrað manns munu sitja ráðstefn- una og þar af eru um 70-80 er- lendir gestir. París hefur vinninginn „París er mín draumaborg," segir leikkonan Þórunn Erna Clausen. „Ég bjó þar í eitt ár eftir stúdentspróf og var þar að læra ffönsku við Sor- bonne-háskól- ann og vinna í Disneylandi. Það skipti engu þótt ég væri ein að labba um, alltaf var ég í draumaveröld að mér fannst. Hún er tví- mæla- laust jafn róm- antísk og af er látið. Það engin borg sem stenst samanburðinn við París, enda alveg yndisleg.“ , ' * ‘ : lngunn Bjarnadóttir Lét drauminn rætast og hef- ur ferðast viða sem starfs- maðurá lúxussnekkju. með túrista út í dagsferðir. Maður verður svolítið þreyttur á að eiga sér engan eiginlegan samastað," segir Ingunn. En hvaða ráð skyldi hún hafa fyr- ir þá sem finnst þetta heillandi líf og vilja komast að, til dæmis á snekkjú. „Fyrir fólk á íslandi myndi ég mæla með því að fara til dæmis til Frakka- lands eða Mallorca og fara persónu- lega á bátana og tala við þetta fólk. Það er auðveldast að koma á vet- urna, þegar bátarnir eru í höfn. Þá þurfa þeir mikið viðhald og viðgerð- ir. Maður getur þá fengið vinnu til dæmis við að mála, sandpússa eða bóna. Þannig kemst maður inn í þennan bransa, þú kynnistu fólki og út firá því gefur það ef til vill mögu- leika á starfssamningi fyrir sumarið. Það eru ekki miklar líkur á að kom- ast inn í gegnum atvinnuskrifstofur því þær eru aðallega að leita að fólki með reynslu. Best að treysta á sjálf- an sig.“ Ingunn mælir hiklaust með slík- um störfum. „Þetta er mikið ævin- týri og það er um að gera að lifa líf- inu og sjá sem mest. Þetta er frábært fyrir þá sem vilja gefa sér nokkur ár í að leika sér.“ eirikurst@dv.is Fost við Jemen „Hanish-eyjar íRauðahafínu, utan við Jeme umTiIfílr's Þe“areUarl'v*'-v'kur vegna brjálaðs veöurs IrVlu hítllSe5Seleyja■Það var ekk<"-t * Þessum eyjum nema ' en veraþeirraþarvarhlutiafþjálfunþeirra I gerð utlegð bara. Veiddum fisk handa þeim til að hafa þá góð R.auðahafið „Við fengum nokkra svona fallega daga inni á milli stórsjós og storma." 10. apríl: Þingvallagangan: 5. hluti Fimmta og síðasta Þingvallagangan hefst við Arnarfell og liggur með Þingvallavatni. EfaðstseðUr leyfa vegna snjóa eða hálku verður gengið á Miðfell en annars að Mjóa- nesi og undir Múla við suðurenda Miðfells. Þingvallagöngunni lýkurslðan á sama stað og hún hófst 13. febrúar, við útfall Sogsins. Göngutími er 4-5 timar. Nánari upþlýsingar á utivist.is. 10. aprfl: Göngugarpar f Hafnarfirði Idag munu Göngugarpar hittast við Fjarð- arkaup kl 10 og ganga gamla þjóðleið frá Hafnarfirði út á Álftanes. Meðal annars verður komið við hjá Gálgakletti. Göngutími er 3-4 tímar. 11. aprfl: Útivistarræktin I dag er farið frá Toppstöðunni við Elliðaár og farinn hringur íElliðaárdalnum. Gengið er upp I gegnum hólmann I ánni og vestan megin við ána upp að Vatnsveitubrú, þar sem farið er austuryfir ána. Stansað er I ná- grenni Árbæjartaugar og haldið haldið nið- ur með Elliðaánni að austan. Gönguferðinni lýkur á sama stað og hún hófst rúmri klukkustund fyrr. Hópurinn hittist kl 18 og eru allirvelkomnir. Sendu okkur póst Viltu koma til okkar skilaboðum um ferð sem er á dagskránni? Sendu okkur póst á netfangið ferdir@dv.is. Malta „Á leiðút höfnina I Velletta, höfuðborg Möltu". Á gðngu um landið Þegar þú gengur er gott að hafa eftir- farandi i huga: Haldið höfðinu hátt en þó afslöþpuöu. Hakan á að vera lá- rétt eða halla örlítið niðurað bringunni. Axlir afslappaðar og maginn inn- dreginn. Verið bein í baki án þess að vera stlfeða sperrt. Gleymið ekki önd- uninni. Andið djúpt niður imaga, inn um nef, út um munn. Efþið eruð með bakpoka munið aö hafa hannrétt stilltan. Bestu bakpokarnir eru meðstillanlegum ólum fyrir mjaðmir og bak. Meginþunginn á að hvíla á mjöðm- um og því er best að ólin sé vel bólstruð. Gott er að teyja á vöðvum eftir göngu en passa skal upp á að llkaminn sé vel heitur. Upplýsingarnar eru fengnar afvefslðunni ganga.is en þar má finna margs konar skemmtilegar upplýsingar og fróðleik um útivist sem tilvalið er að nýta sér við und- irbúning á ferðalögum sumarsins. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi í Reykjavík í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024. Einnig er hér með birt leiðrétting á auglýsingu um deiliskipulag sem birtist þann 18. mars sl. Reitur 1.230, Bílanaustreitur. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur, 2004 - 2024, vegna reits 1.230, Bílanaustreitur. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að mörk miðsvæðis (M5) og íbúðabyggðar við Borgartún-Sóltún breytast þannig að svæði fyrir íbúðabyggð stækkar til norðurs og miðsvæði minnkar sem því nemur en lóðin Borgartún 30 mun til- heyra miðsvæðinu í stað íbúðabyggðar. Einnig er bætt við þéttingarsvæði nr. 14 á mynd 1 í greinargerð aðalskipu- lagsins þar sem gert er ráð fyrir allt að 250 íbúðum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 - 16:15, frá 6. apríl til og með 11. maí 2005. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega eða á netfangið skipuiag@rvk.is, til skipulagsfulltrúa, merkt viðkomandi svæði og undir- ritað skilmerkilega, eigi síðar en 11. maí 2005. Reitur 1.230, Bílanaustreitur, leiðrétting á orðalagi auglýsingar. [ auglýsingu stóð áð tillaga væri breyting á deiliskipulagi en rétt er að tillaga er að nýju deiliskipulagi fyrir Bílanaust- reit. Að öðru leyti eru upplýsingar í auglýsingu óbreyttar. Athugasemdarfrestur við ofangreinda tillögu er óbreyttur, til og með 4. maí 2005. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 6. apríl 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.