Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Page 33
DV Menning MIÐVIIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 33 Gjafmildir Japanar Sýning á japönskum bókmenntaverk- um frá upphafi 8. aldar og allt til 20. aldar verður opnuð í Þjóðarbókhlöðu föstu- dagimi 8. apríl kl. 12.00. Japönsk hjón, Eiko og Goro Murase, sem era kennarar á eftirlaunum, komu til íslands 2003 til að sjá sólmyrkva, en þau hafa ferðast víöa um lönd í þeim tilgangi. Þau hrifust mjög af fegurð landsins og viðmóti fólksins. Eftir heimkomuna ákváðu þau að gefa Japönskuskor Hugvísindadeildar Háskóla íslands japanskar bækur, bæði klassísk verk og nútímabókmenntir. Þetta era vandaðar og fallegar endurgerðir, frá upp- hafi 8. aldar og allt til 20. aldar, sem varð- veittar verða í safninu. Markmið gjafar- innar er að efla áhuga ungra íslenskra námsmanna á japanskri tungu og menn- ingu. Einnig óska þau þess að vináttusam- band fslands og Japans haldi áfram að þróast. Af því tilefhi heidur Alan Cumm- ings, prófessor í japönskum bókmennt- um við deild austurlenskra og afn'skra bókmennta við Háskólann í London fyrir- lestur sem nefnist Readers & Reading in Japanese History. Alan Cummings er gestaprófessor við Japönskuskor Háskóla Islands. Fyrirlesturinn er opin öllum. Tengsl fslands og Japan hafa verið að eflast á síðustu árum, þótt enn skorti mjög á þekkingu okkar á japanskri menningu, þjóð og siðum. Landið er jú orðið stórt viðsldptaland okkar. Sýningin í Þjóðar- bókhlöðu er ein af mörgum sem þar hafa verið settar upp, þar var nýlega um merk sýning um líf og starf Jóns Steffensen. Sýningar í fordyrum á annarri hæð safiis- ins er opnar öllum á opnunartíma Þjóðar- bókhlöðu. DANSleikhúsið ætlar í lok vetrar að draga saman í nýja sýningu, þá þriðju sem þetta sprotafyrirtæki stendur fyrir á þriggja ára starfsferli. Það eru Qögur ný frum- samin verk sem verða flutt á Nýja sviði Borgarleikhússins þann 21. apríl. Að fanga augnablikið Frumsýning þann 21.apríl hefst klukkan 19.09 en sýningar verða þrjár. Þann 21. og 24.apríl og l.maí á Nýja sviði Borgarleikhússins. Verkin era eftir Ólöfu Ingólfsdótt- ur, Irmu Gunnarsdóttur, Katrínu Ingvadóttur ásamt samstarfsverkefni Lovísu Óskar Gunnarsdóttur, Höllu Ólafsdóttur og Sigurðar Halldórsson- ar. Tíminn er höfundum sýningar- innar hugleikinn í verkunum. Það sem tengir verkin era tímabundnar aðstæður og til að undirstrika hve tíminn hefur mikil áhrif á okkar dag- lega lífsmynstur verður sýningin Augnablikið fangað sýnd klukkan 19.09 alla sýningardagana. Stefnt er að sýningu fullri af létt- leika og húmor. Þriggja ára barn Dansleikhúsformið er skemmti- legt og býður upp á fjölbreyttar leiðir í listsköpun og veitir um leið áhorf- andanum nýja upplifun í leikhúsi. Kveikjan að stofnun DANSleikhúss- ins var að skapa tækifæri fyrir unga atvinnudansara og danshöfunda til að vinna við og þróa list sína. Það er nú orðið þriggja ára en fyrsta frum- sýning var haldin á Alþjóðlega dans- deginum í Borgarleikhúsinu 29.aprfl 2002. Það hóf göngu sína sem þróunar- verkefni Dansræktar JSB/Jassballett- skóla Bára sem hefur verið helsti stuðnings- og styrktaraðili leikhúss- ins frá upphafi og gert það að vera- leika. Leikhúsið er nú gengið til liðs við SL - Félag sjálfstæðra atvinnu- leikhúsa. Fjölmargir hafa tekið þátt og komið að sýningum DANSleik- hússins hingað til, danshöfundar, leikstjórar, tónskáld, hljóðfæraleik- arar og að sjálfsögðu frábærir dans- arar, en dansinn hefur verið í for- grunni í öllum sýningum DANSleik- hússins. Stjóm DANSleikhússins er skipuð þeim Bára Magnúsdóttur listdans- stjóra, Irmu Gunnarsdóttur fram- kvæmdastjóra, önnu Norðdahl gjaldkera, Katrínu Ingvadóttur og Jó- hanni Freyr Björgvinssyni listrænum meðstjómendum. Hefurðu tíma? Tímabundnar aðstæður tengja verkin, hvemig líf og tíð stjómast af tímanum. Sýningin er sýnd klukkan 19.09 af því tilefni. Verkin era: Núna en höfundur og leikstjóri er Irma Gunnarsdóttir og dansa þau Guðrún Óskarsdóttir, íris María Stefánsdóttir, ívar Öm Sverrisson, Ólöf G. Söebech og Þórdís Schram. Um verkið segir í kynningu: „Tím- inn er dýrmætur. Sum tímamót eru dýrmætari en önnur. Núna kemur aldrei aftur." Verkið endurspeglar or- sök og afleiðingar af núinu á kómísk- an hátt. Þær ákvarðanir sem teknar era á ákveðnum tímapunkti geta um- tumað h'fi manns. Kaffi kólnar Kólnandi kaffl en höfundar og flytjendur eru Lovísa Ósk Gunnars- dóttir og Halla Ólafsdóttir ásamt Sig- urði Halldórssyni sem flytur tónhst eftir Prefuse. í ræktínni! er eftir Katrínu Ingva- dóttur sem stjórnar dansinum jafrí- framt, en tónhst er úr ýmsum áttum. Þær Ásdís Ingvadóttir, Ásta Bærings, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Þórdís Schram flytja verkið sem er kynnt svo: „Tískubólur í líkamsrækt era þekkt fyrirbrigði. Stöðugt er verið að finna upp hjóhð og markaðssetja heilsu. Lflcamsræktin er háð tíðar- anda og tísku.“ Þá er í fjórða lagi að nefna nýtt verk eftir Ólöfir Ingóhsdóttur sem húnkahar Hetídnen - minningabrot frá Finnlandi og er samið við tónhst Kimmo Pohjonen og Samuh Koskinen. Dansarar era Aðalheiður Hahdórsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, HaUa Ólafsdóttir, íris María Stefáns- dóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Ólöf G. Söebech og Þórdís Schram. Heimsókn til Finnlands TitiU verksins, Hetkinen, merkir augnablik á finnsku. Verkið er unnið út frá minningabrotum höfundarins, sem síðasthðin 20 ár hefur margsinn- is heimsótt Finnland og dvahð þar um lengri eða skemmri tíma. Atburð- um og upplifunum frá ólfloim tímum er stfllt upp hhð við hhð og þannig sett í nýtt samhengi. Þegar við minn- umst liðinna atvika endurlifum við þá að einhverju leyti. Hvað geymist í minninu og hvers vegna virðist stundum tUvUjanakennt og í tímans rás breytist htur og jáfnvel merking minninganna. Miðasala á sýningamar hefst 6.apríl í miðasölu BorgarleUchússins. Hægt er að panta leikhúsmatseðU eftir frumsýningu. í boði er ítölsk ostaveisla og kosta kræsingamar 1500 kr. LeikhúsmatseðUl er pantað- ur sérstaklega í sfma 5688000. Metheny íMúlanum Þeir hjá Múlanum kaUa kvar- tettinn M&M tU leiks á fimmtu- dagskvöldið. Jassklúbburinn Múlinn er sem kunnugt stað- settur á Hótel Borg og þeir f M&M eru engir slorspilamenn: ÁsgeirÁsgeirsson á gítar, Kjartan Valdemarsson á píanó, Róbert ÞórhaUsson á bassa og Ólafur Hólm á trommur. Sérstakir gest- ir þeirra þetta kvöld verða söng- fuglarnir Kristjana Stefánsdóttir og Gísh Magnason. Þá verður Kjartan Guðnason fenginn tU að styrkja hrynið þegar við Uggur. Leikin verður tónlist eftir þá Lyle Mays og Pat Metheny, en á tónleikunum verður rakin rúm- lega þrjátíu ára ferUl Pats Meth- eny sem hefur verið sleitulaus sigurganga frá því hann braust ffarn á sjónarsviðið árið 1974 í hljómsveit Garys Burton. 1975 kom út meistaraverkið Bright size life sem er af mörg- um talin besta jassgítarplata aUra tíma. Pat Metheny group, leidd af þeim Pat Metheny og Lyle Mays, hefur verið starfrækt í yfir tvo áratugi og hefur sam- starfi þeirra verið líkt við Ell- ington/Strayhorn og Lennon/- McCartney af gagnrýnendum, en þeir hafa afrekað að vinna Grammy-verðlaunin sjö ár í röð. Pat Metheny heldur á bUinu 120-240 tónleika á ári og hefur gert síðan 1974 auk þess að semja og leika inn á ótal plötur á hverju ári. Nokkrir þeirra tónlist- armanna sem hann hefur starf- að með eru Jim HaU, Omette Coleman, Herbie Hancock, Steve Reich, Joni Mitchell, Jaco Pastorius og David Bowie. Það er svo að þegar Metheny er ann- ars vegar er betra að fá góða spilara til að taka ópusa hans frekar en ekkert en gaman væri að fá hann hingað í smá spU. TónUstin sem leikin verður á fimmtudagskvöld spannar aUt frá nútímalegri jassmúsík og út í tónverk sem eiga sér engan líka í jasssögunni. Metheny-messan hefst ld. 21. Dóri fer út í heim Úgáfufyrirtæki Jóhanns Páls, JPV útgáfa, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem greint er frá því að þriðja landið hafi nú bæst við í sölu á ævisögu HaUdórs Laxness eftir HáUdór Guðmundsson. Það er Forlaget Vand- kunsten í Danmörku sem tekur bókina til út- gáfu, en áður hafði verið samið við Leopard forlag í Svíþjóð og btb/Random House í Þýskalandi um útgáfu á ævisögu Laxness. Vandkunsten er ungt forlag, undir forystu gamalreynds útgefanda, sem leggur áherslu á útgáfu vandaðra ffæðirita og sögulegra verka. Það vakti sérstaka athygU í fyrra fyrir vandaða endurútgáfu á ffægri en fágætri ferðasögu Carstens Niebuhr, Dana sem ferð- aðist um arabíulönd á átjándu öld. Ferða- saga sú varð ThorkUd Hansen efni í eina af hans endurvinnsluverkum, Den Lykkelige Arabien, rétt eins og hann vann með ævi Jóns Indíafara í sögu sinni af Jens Munk. Ferðasaga Niebuhrs fékk afar góðar umsagn- ir og seldist vel. Fleiri dönsk forlög sýndu bók HaUdórs Guðmundssonar áhuga, en Vandkunsten vUdi gefa það út óstytt og réð það úrslitum. Sá slagur mun vera erfiður í hverju landi sem sækist eftir útgáfu verksins en margt í sögunni er beinh'nis sniðið fyrir íslenska lesendur og mun verða erfitt útlendingum í skilningi. Kim Lembek mun þýða verkið, en hann hefur meðal annars þýtt skáldverk eftir HaUgrím Helgason og Einar Kárason. HaUdór Guð- mundsson er nýbúinn að fá styrk úr Launa- sjóði ftæðimanna og hyggst skrifa um skáldin Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson sem samloku. Halldór Guðmundsson sækirinn á danska markaðinn síðla árs eða í byrjun 2006.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.