Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Síða 6

Freyr - 15.02.1946, Síða 6
SÖ FílEYft Erindi mitt að Bessastöðum er að sjá og fræðast um búskapinn. Því sneyði ég hjá forsetabústaðnum að þessu sinni og hitti bústjórann að máli. í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem skráð var á árunum 1702— 1712, segir svo um Bessastaði: • „Bessastader. Jarðarinnar dýrleiki þykjast menn heyrt hafa að verið hafi xii c. Eigandinn er kóngl. Majestat. Hjer er amtmannsins residens og fóet- ans þá so til hagar. Landskuld er hjer engin nje hefur verið í nokkur hundruð ár. Leigukúgildi engin nje leignagjald. Þar eru nú iii kýr, ásauður enginn, klár- hestur i, sem skal vera af inventario, ii reiðhestar, sem heyra Monsr. Beyer til. Fóðrast kunna þar nú vi kýr og ekkert meir. Túnið segist að vera viii kýrfóðurs vellir og er nú sökum áburðarleysis og annarar vanræktar stórum af sjer gengið og víða komið í mosa. Heimilismenn eru nú xix sem eru: Monsr. Beyer með hans fameliæ ..... 6 Ráðsmaður ......................... 1 Vinnumenn ......................... 7 Drengir ........................... 2 Vinnukonur ........................ 3 Sölvafjöru á jörðin lítilsverða inn vkð Bessastaðanes, hvör þó ei brúkast. Eldiviðartak af mó var til forna nægjan- legt í Bessastaðanesi, en tekur nú mjög so að rjena. Engjar eru öngvar. Túnið brýtur að sunnanverðu Lambhúsa- tjörn, er gengur úr Skerjafirði. Haglendíð brjóta flæðiskurðir, er gánga úr Bessastaðatjörn norðanvert á Bessa- staðaland. Vatnsból er slæmt og erfitt og þrýtur jafnlega á þerrasumrum og frostavetrum. Heimræði brúkast ekki, en skipstaða Bessastaðamanna er í Melshöfða.“ Þannig var búnaður og ástæður á Bessa- staðabúi fyrir 240 árum síðan. Bústofninn var 3 kýr, einn klárhestur, 2 reiðhestar og engin sauðkind, en 19 manns1 í heimili. Væri þetta nú á dögum vart talið einkenni höfuðbóla fyrir annara hluta sak- ir en fjölda heimilisfólks, en sá mælikvarði á venjulega bújörð verður að teljast meira en vafasamur. En hvernig er ástatt með búskapinn þar í dag? Því skal kynnast. ★ Ríkið á Bessastaði og búið með. Forsjá þess og rekstur er undir yfirumsjón forseta og landbúnaðarráðherra, en bústjóri stýrir búi. Núverandi bústjóri heitir Aðalsteinn Þorgeirsson, ættaður úr Önundarfirði. Kom hann að Bessastöðum sem yfir-fjósa- maður vorið 1945, en tók við stjórn búsins á síðastliðnu hausti til bráðabirgða, eða þangað til annar bústjóri verður ráðinn nú með vorinu. Enda þótt aðaláhugamál bústjórans varði búfjárræktina og hann tæki eigi við búsforráðum fyrr en á haustnóttum, tókst honum vel og greiðlega að leysa úr spurn- ingum mínum viðvíkjandi þeim þáttum búskaparins, sem framkvæmdir voru utan hans verksviðs á síðastliðnu sumri. Á Bessastöðum er unnið að framkvæmd- um í engu minni mæli en gerizt á öðrum bújörðum þessa lands. Allt er nú búið í haginn til þess, að þar verði rekinn nýtízku búnaður með hagkvæmum aðferðum um

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.