Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.02.1946, Qupperneq 22

Freyr - 15.02.1946, Qupperneq 22
66 FRE YR Kynnisfarir Meðal annarra þjóða er sá hlutur talinn eðlilegur og sjálfsagður, að einstaklingarn- ir hefji sig úr hreiðri sínu og heimkynni við og við, til þess að skyggnast eftir því hvernig fólk á öðrum slóðum — í öðrum héruðum eða öðrum löndum — hagar lífi sínu og daglegum athöfnum. Slík ferðalög — kynnis- eða skemmti- ferðir — voru fyrr á tímum sjaldgæf. Voru það helzt kaupsýslumenn og velmegandi fólk, sem átti þess kost að eyða tíma og fé til ferðalaga. Nú um stundir eru samgöngutækin orð- in svo fullkomin og tími sá, sem þarf til langferða, svo takmarkaður, að fleirum er fært að ferðast en fyrr gerðist. Sumarleyfin eru notuð til þess að sjá og skoða landið og heimsækja fólk á ókunn- um slóðum. Á árunum fyrir stríðið og á tímum þeim, sem framundan eru, ferðast Danir og Svíar til Noregs, Svíar og Norð- menn til Danmerkur og Danir og Norð- menn til Svíþjóðar. Innan hvers lands er straumur eigin þjóðfélagsþegna að sjálfsögðu mjög mikill. Nú' á tímum er engin stétt þjóðfélagsins svo rígbundin, að ekki ferðist hún eitthvað til þess að kynnast og fræðast. Meira að segja bændurnir og húsfreyj- urna'r, sem að sumrinu — um hábjargræð- istímann — hafa meiri önnum að sinna en flestar aðrar stéttir, fara einnig í kynnis- farir. Síðan um aldamót hafa kynnisfarir danskra smábænda verið taldar meðal veigamestu þáttanna í upplýsingastarf- semi þessarar stéttar. Bændur og húsfreyj- ur ferðast í önnur héruð og heimsækja jafningja sína, fyrirtæki, eða eitthvað ann- að, sem ástæða þykir til að kynnast. Sænsk húsmæðrafélög hafa gengizt fyr- ir því, að konur, sem annars fara aldrei að heiman, eiga nú kost á því að ferðast og dvelja utan heimilis síns til hvíldar og ánægju vikutíma að sumrinu. íslenzkir bændur og húsfreyjur hafa gerzt víðförulli hin síðari ár en venja var til áður. Kynnisfarir þeirra munu yfirleitt vel rómaðar og taldar svo mikils virði, að eigi mu;iu þær niður leggjast. Er vel ef svo reynist, því að heimalningurinn veitir einatt eftirtekt ýmsu því, sem hann sér nýtt rjg öðru vísi er en það, sem hann á að venjast í heimahögum. Bregzt það vart, að eitthvað af því, sem fyrir augun ber, er gott og gagnlegt þegar reynt verður — að lokinni kynnisför — heima í sveit ferða- mannsins. STRÍÐX ER LOKIÐ og brostnir eru nú hlekkir þeir, sem hindrað hafa ferðafúsa íslendinga í því að ferðast yfir hafið og heimsækja bræðraþjóðirnar á Norðurlönd- um til þess að sjá og skoða eitt eða annað af athöfnum þeirra og afköstum. Allt virðist nú benda á, að fjölfarið muni frá íslandi austur yfir hafið á komandi mánuðum. Straumur ferðamanna er þeg- ar byrjaður að stefna þessa leið. íslenzkir lögreglumenn eru boðnir til dvalar í Sví- þjóð. íþróttamenn erú styrktir til Norður- landafarar á komandi sumri. íslenzkur söngflokkur hyggst að fara austur yfir At- lantshaf þegar vorar. Heill bekkur íslenzks menntaskóla fær styrk af almannafé til untanfarar. Blaðamönnum íslenzkum og verkfræðingum er boðið á þing, sem halda skal á komandi sumri. Ekkert af þessu skal lasta og rekja mætti lengri vef orða ef

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.