Freyr

Årgang

Freyr - 15.02.1946, Side 24

Freyr - 15.02.1946, Side 24
68 FRE YR minna en 2000 krónur á mann. Hver styrk- ur kann aS fást til slíkrar farar verður ekk- ert um sagt á þessu stigi málsins. Þeir menn úr bændastétt — eldri eða yngri •— sem eygja möguleika eða hafa vissu, fyrir því að geta gerzt þátttakendur í slíkri för, ættu að tilkynna þetta sem allra fyrst og gera grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Allir, sem áhuga hafa fyrir félagsför til Norðurlanda skrifi hið fyrsta til fram- kvœmdastjóra Stéttarsambands öænda, Pósthólf 1023, Reykjavik. Þegar fengin er vissa fyrir áhuga manna um þetta efni, verður málið tekið til athugunar og fram- kvæmda, ef hæfileg þátttaka í slíkri för er auðsæ. G. Samvinnu þvotta h ús Nýtt átak félagssamtakanna í uppsiglingu Samvinnuþvottahús í Svíþjóð. Laust fyrir stríðið fór af stað hreyfing um sveitir Svíþjóðar þess efnis, að leita þyrfti hjálparmeðala til þess að létta hús- mæðrum sveitanna fataþvottinn. í bæjun- um voru víða möguleikar fyrir hendi til þess að senda þvottinn á þvottahús og í kjöllurum stórbygginga eru oft þvottahús fyrir íbúana. Til þess að leysa þetta mál eftir þörfum sveitanna var gengist fyrir stofnun sam- vinnuþvottahúsa. Tókst lausn málsins svo vel, að á 6 árum hafa verið reist um 200 samvinnuþvottahús vítt um byggðir lands- ins. Flest eru þau útbúin með tilliti til þess, að húsmæðurnar komi sjálfar með þvott- inn sinn, en spáð er, að flestar muni hverfa frá því fyrirkomulagi og senda tauið til þvotta er frá líður. Er sú aðferð sums staðar notuð nú þegar. Eru þá áætlunarbifreiðar og mjólkurflutn- ingabílar notaðir til flutninga á tauinu fram og aftur. Hverju þvottahúsi stýrir forstöðukona, en fjöldi starfsfólks er annars háður því hve mikið af fatnaði er sent þangað til þvotta. Stærð þvottahúsanna er að sjálf- sögðu sniðin með tilliti til fjölda heimila, sem standa að stofnun þeirra. Talið er að ekki sé ráðlegt að stofna til svona fyrir- tækis — með öllum nýtízku útbúnaði — nema að minnsta kosti 50—80 fjölskyldur sameinist um verkefnið. Aðalkosturinn við að þvo á svona stað, eru hin fullkomnu tæki, því með aðstoð þeirra er lokið þvotti og þurrkun á fjórum til fimm stundum í stað þess að áður töldu húsmæðurnar sig þurfa 2 daga til sama starfs og meira, er erfiðlega gekk að þurrka. Kostnaðurinn við þvottinn er breytileg- ur, en jafnvel á minnstu húsunum er hann minni en í heimahúsum. Þvottahús fyrir 200—400 fjölskyldur eru talin af hæfilegri stærð. Á þeim húsum hefir kostnaðurinn við að þvo hvert kg. reynzt 35—45 aur- ar, en 50—60 aurar ef konan kemur ekki sjálf til aðstoðar við þvottinn.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.