Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 Fréttir 0V Innbrots- þjófar stela rafsuðuvél Tilkynnt var um sex inn- brot til lögreglunnar í Reykja- vík í gærdag. Brotist var inn í Árbæjarskóla einhvem tíma á tímabilinu frá miðvikudags- kvöldijil aðfaramætur föstu- dags. Innbrotsþjófamir spenntu úpp glugga og höfðu á brott tvo flatskjái fyrir tölv- ur, að sögn lögreglu. Einu skemmdimar vom á gluggan- um. Þá var brotist inn í fyrir- tæki í Vesturbænum á sama tímabili og stoliö þaðan rafsuðuvél og öðmm vinnu- tólum. Upplýsingar um hin innbrotin fjögur lágu ekki fyr- ir í gærdag en öll málin em í rannsókn. Réttað fjór- um árum eftirárás Aðalmeðferö hófst loks í máli lögreglustjórans í Reykjavík gegn Sölva Leví Péturssyni í gær, heilum flórum árum eftir að kæra var lögö fram. Sölvi lamdi dyravörð skemmtistaðar- ins Glaumbars í andlitið með stóm bjórglasi, með þeim afleiðingum að fimm tennur bromuðu. Dyra- vörðurinn, JósefÆgir Stef- ánsson, segir kosmað sim) - vegna málsins vel yfir einá milljón og er afar ósáttur við seinagang lögregluyfir- valda í málinu. Skýringar á seinagangnum em sagðar þær að ákærði sé sjómað- ur og erfitt sé að ná í hann. Sýna Strákamir slœmt fordœmi? Valgerður María Sigurðardóttir laganemi „Það er ekki í þeirra hlutverki að ala upp börpin heldur er það á ábyrgð'foreidranna að kenna börnum hvað sé rétt og hvaö sé rangt. Efforeldrum fmnst þetta vera slæmt for- dæmi þá ættu þeir bara að hafa slökkt á sjónvarpinu eða stillt á aðra stöð á meöan þátturinn er f gangi.“ Hann segir / Hún segir „Strákarnir sýna ekki slæmt fordæmi. Þetta er skemmti- þáttur og það ber að horfa á hann sem slíkan. Hins vegar er spurning hvort foreldrar þyrftu ekkiaðhorfa á þáttinn með þeim börnum sem ekki hafa dómgreind til að greina á milli þess sem maður má gera og má ekki gera." Sigmar Vilhjálmsson fjölmiðlamaöur Steingrímur Sævarr Ólafsson hefur árum saman staðið í stríði við Mannanafna- nefnd sem hefur hafnað fjölmörgum erindum hans þess efnis að nafnið Sævarr verði tekið gott og gilt. Steingrimur segir rökstuðninginn, þá sjaldan að nefndin virði hann viðlits, aldrei þann sama í hvert skipti. Steingrímur ætlar ekki að gef- ast upp - ekki sist þar sem nafnið Jón Gnarr telst nú gott og gilt. Kynningarfulltrui Halldórs í stríöi viö Mannanafnanefnd Jón Gnarr Mannanafnanefnd [ tók erindi grfnarans um að löggilda nafnið Gnarr með miklum skilningi en aðstoðar- maður forsætisráðherra nýtur ekkisömu velvildar. „Það er gaman að sjá hversu einstrengingsleg nefndin virðist ætla að vera. Sævarr má ekki vera eiginnafn vegna þess að nefndin telur það ekki vera til sem eiginnafn og það má ekki vera millinafn vegna þess að nefndin segir að það sé eiginnafn," seg- ir Steingrímur Sævarr Ólafsson kynningarfulltrúi Halldórs Ás- grímssonar forsætisráðherra. Steingrímur hefur staðið í stappi við hina umdeildu Mannanafha- nefiid árum saman og sent þeim fjölmörg erindi þar sem hann fer fram á það að nafnið „Sævarr" verði viðurkennt. En allt kemttr fyrir ekki. Síðustu synjun áfrýjaði Steingrímur ekki síst vegna þess að honum þykir furðu sæta að Jón Gnarr hafi fengið millinafn sitt samþykkt. Steingrímur Hilaríus Ólafsson „Nefridin bannar millinöfn sem enda á -rr en leyfði á síðasta fundi millinaftiið Gnarr," segir Steingrím- ur og furðar sig á bæði því að Mannanafnanefnd ansar íyrirspurn- um hans seint og illa og þá sjaldan að þeir virða hann viðlits þá er rök- stuðningur þeirra aldrei sá sami. ,Ætli nefndin sé að stinga upp á að ég breyti nafriinu mínu í Stein- grímur Gnarr Ólafsson? Ég gæti líka samkvæmt úrskurði nefndarinnar heitið Steingrímur Hilaríus Ólafs- son, nú eða Steingrímur Kristall Ólafsson. Ölgerðin getur svo kannski kostað sveinbarnið Egil Kristal? En þetta verður bara skemmtilegra með hverjum úr- skurðinum því aldrei eru rökin fyrir höfriuninni þau sömu." Tiktúrur Mannanafnefnd- ar Steingrímur segist hlakka til að sjá rök fyrir næstu höfnun en hann er orðinn vondaufur um að ná að leiða Mannanafna- nefndarmönnum það fyrir sjónir að Sævarr sé gott og gilt nafh. En hann ætíar ekki að gefast upp. „Ég hlakka til sjá rök fyrir næstu höfnun. Kannski að nú komi eitthvað á borð við að „millinöfh með endingunni -rr eru ekki heimil ef fyrra eiginnafn endar á -r“ eða eitthvað jafn gáfulegt. En haldi nefiidin að ég sé hættur þá skjöplast henni illilega. Ranglæti verður nefnilega ekki réttíæti þó að tiktúrur nefndarmanna ráði enn ferð." í lagi með Gnarr en ekki Sæv- arr í úrskurði Mannanafnanefndar frá 15. apríl, svari við áfrýjun Stein- gríms um að fá að brúka millinafn- ið Sævarr, segir: „Manna- nafnanefhd hefur borist beiðni um millinafnið Sævarr. Um millinöfn gildir 6. gr. laga nr. „En haldi nefndin að égséhætturþá skjöplast henni illilega. Ranglæti verður nefni- lega ekki réttlætiþó að tiktúrur nefndar- manna ráði enn ferð." 45/1996 um mannanöfn. í 2. mgr. 6. gr. laganna segir: „Nöfii, sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annaðhvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem miUinöfn. Nafnið Sævar hef- ur unnið sér hefð sem eiginnafn karla. Ritháttur- inn Sævarr (í stað Sævar) getur auk ™S ■ ? þess ekki talist í sam- ræmi við almennar ritreglur íslensks máls, sbr. ákvæði 4. mgr. 6. gr. Þar af leiðandi telst millinafiiið Sævarr ekki uppfylla þau skilyrði sem getið er í 6. gr. laga tilvimaðra laga.“ Á þessum forsendum hafnar nefiidin nafhinu S'ævarr. Nefndin var hins vegar talsvert jákvæðari í garð gríiustans kunna Jóns Gnarr en í úrskurði frá 18. mars um nafhið það segir: „Millinafnið Gnarr telst fullnægja ákvæði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn." jakob@dv.is Steingrímur Sæv- arr Gefst ekki upp / baráttu við Manna- nafnanefnd sem neitar honum stað- fastlega um að fá að brúka nafgið.S ÍÍÉ Lettarnir vinna kauplaust Siv á ferðalagi skoðar skólabúninga Fá ölmusu frá starfsmönnum „Ég vil ekkert svara fyrir það enda málið ekki farið fyrir dómstóla," seg- ir Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðar- maður á Kárahnjúkum um ásakanir GT verktaka um að hann leggi fyrir- tækið í einelti. Hann segir málið snúast um félagsleg réttindi mann- anna sem brotið er á. „Þetta snýst bara um mannlega þáttinn, að mennimir fái sómasamlega með- ferð. Þeir eru á hálfgerðum vergangi hér uppfrá og það er á ábyrgð fyrir- tækjanna að hugsa um að þeir hafi allt til alls á meðan beðið er eftir dómi," segir Oddur. GT verktakar sögðu í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að mennirnir fengju sígarettur og annað svo þeir væru í góðum málum. „Ég veit að þeir fá jú sígarettur en það er ekkert frá fyrirtækinu heldur öðmm mönn- um sem vinna héma. Þeir eiga í rauninni ekki að vera að vinna en ef þeim leiðist þá grípa þeir til ein- Oddur Friðriksson yfirtrúnaðarmaður Segirmálið ekkisnúast um hvort Lettarnir hafi réttindi eða ekki heldur að þeir fái sóma- samlega meðferð. hverra verka. Þeir fá hins vegar eng- in laun fyrir þá tíma sem þeir vinna," segir hann. Hann vill benda á að starfsmenn á Kárahnjúkum koma fram við Lettana með fullum sóma og finnst þetta alls ekki bjóð- andi. „Þessir menn em náttúrulega í farbanni fram í maí og eru bara í afar slæmri stöðu," segir Oddur. „Hér eru allir í skóla- búningi" „Hér em allir í skólabúningi í skólanum. Foreldmnum þykir það mjög hentugt," segir Siv Friðleifs- dóttir, alþingismaður og fyrmm ráð- herra, í pistíi á heimasíðunni sinni eftir nokkurra daga ferð hennar og fjölskyldu hennar til Bretlands. „Mér skilst að þetta sé nú þegar komið í nokkra skóla heima og hafi gefist vel, til dæmis í Áslandsskóla," segir Siv í samtali við DV. Hún segir koma til greina að skólabúningar verði tekrúr upp hér á landi. „Mér finnst þetta koma vel til greina og það sem ég heyri hér er að fólki huggnist þetta vel,“ segir Siv sem kveðst fagna því að svokölluð fjölskyldunefnd forsætisráðherra skuli skoða heimildir til upptöku skólabúninga í skólum landsins. Allir eins Skólabúningar hafa lengi tfðkast l breskum skólum en Áslandsskóli hefur verið með nokkurs konar skólabúninga við skól- ann um nokkurt skeið. > Björn Ingi Hrafnsson, formaður nefndarinnar, hefur lýst yfir áhuga á að skoða upptöku skólabúninga í skólum landsins, að því gefhu að hún yrði háð samþykki foreldra í hverjum skóla og því valfrjáls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.