Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005
Helgarblað DV
Alexía Björg Jóhannesdóttir er ein af
sex leikurum í leikritinu Riðið inn í
sólarlagið sem sýnt er á Litla sviði
Borgarleikhússins. Alexía útskrifaðist
úr leiklistarskóla í London fyrir tveim-
ur árum þar sem hún kenndi börnum
einnig leiklist. Hún segir leikritið ekki
gróft en að þar sjáist í fullt af holdi.
„Það er enginn berrassaður í
sýningunni en það sést í fullt af
holdi," segir Alexía Björg Jóhannes-
dóttir leikkona sem er ein af sex
leikurum í leikritinu Riðið inn í Sól-
arlagið sem sýnt er á Lida sviði
Borgarleikhússins. Alexía Björg seg-
ir leikritíð beinskeitt gamanleikrit
en það gerist allt uppi í rúmi.
„Þama eru margar mismunandi
sögur sem eiga sér allar stað inni í
svefnherberginu enda er ýmsilegt
sem þar gerist. Leikritið er ekki gróft
enda markmiðið alls ekki að
Jmeyksla en það ldtíar samt erótík-
ina og kannski gredduna líka."
í leiklist frá barnsaldri
Alexía Björg útskrifaðist úr ieik-
Jistarskóla í London fyrir tveimur
árum. Hún hafði starfað um árabil
með Leikfélagi Hafnarfjarðar þegar
hún ákvað að leggja leiklistina fyrir
sig og drífa sig út í námið. „Ég byrj-
aði í unglingadeildinni í Leikfélagi
Ilafnarfjarðar og smitaðist af bakt-
eríunni þar og ákvað eftir 11 ár að
drífa mig út. Eftir skólann var ég svo
í Bretíandi í hálft ár og vann á bar,
eins og margir atvinnulausir leikar-
ar og við að talsetja teiknimyndir en
svo ákvað ég að drífa mig bara
heim,“ segir Alexía og bætir við að
hún starfi einnig hjá Eskimo casting
við að finna fólk í auglýsingar og
bíómyndir.
Alexía Björg er ein fjögurra leik-
cira sem stofnuðu leikhópinn Kláus
en hann stendur fyrir sýningunni í
samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur.
Alexía segir leikhópinn með margt
annað á prjónunum, þau séu rétt að
byrja. „Það er margt í sigtinu og fólk
á alveg eftir að heyra meira í okkur í
framtíðinni."
Erfitt en gefandi
„Þessi höfundur hefur fengið
mikið af verðlaunum en þetta verk
hennar hefur aldrei verið sýnt áður.
Hún ætíaði sér að koma og sjá
frumsýninguna hjá okkur en komst
því miður ekki þar sem hún er
kasólétt," segir Alexía.
Úti í Bretíandi vann Alexía
einnig við að kenna börnum leik-
list og hefur einnig kennt börnum í
Mosfellsbæ. Hún segir gaman að
vinna með börnum en á þó engin
börn sjálf. „Það er mjög gefandi að
starfa með börnum og planið er að
gera það aftur sem fýrst. Þó að
maður sé oft nálægt því að missa
geðheilsuna þá er þetta ofsalega
gaman og ég held að ég eigi mikla
samleið með börnum. Ég á engin
börn sjálf og tek þá þörf út með því
að vera að kenna þeim.“
indiana@dv.is
1001
SBB 3SS3 fTHJS
Pirtlywitviiiii« opm ftí W. 10-72 daga
la pUn. bntqg
okWtmiMaS
v-jioi og
losa «y ptflt
Öruggur búnaður
semfagmmn nota!
flugrattaftar f ynr
allar aðvUaftut.
■*> ■■ j
fuuWdfsUaWaAloWM '**' ' 'f MnMbandiA. Ul að Mu fyrir loftrifur
viflfualanaaf þjkinu, ffyttofi20mrt 4 MaefMnann lúrtrinvnni *ttikiia
lofuwtinu. trjanum o41. 100 m I UUhtlnð. ondir tumarhtnum
Riðið inn I sólarlagið Leikritið
Riðið inn I sólarlagið er heimsfrum-
sýning en höfundurinn er ensk
skáldkona að nafniAnna Reynolds.
Kláus Leikhópurinn er skipaður af hópi
ungra leikara. Aiexía segir Islendinga eiga eft-
ir að sjá mun meira afhópnum i framtíðinni.
Alexia Björg Jóhannesdóttir
„ Þó að maður sé oft náiægt þvi
rið tnissa geðheilsuna þá er þetta
ofsaiega gama'p og ég held að ég
eigi mikla samleið með börnum.
Ég á engin börn sjálf og
tek þá þórf út með þvi að
vera að kenna þeim."
Gallabuxur
20% afsláttur
J"JJ\)J"JJJJ".
30% afsláttur
Herra Hafnarfjörður • Sími 565 0073