Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 23. APRlL 2005
Helgarblaö DV
Duglegur að hjálpa
honum með lærdóminn
IIIIU lii Úí z
T"tI
JUNI
24 25
28 29 30
segir
r Borgþórs-
son kennaranemi sem á soninn
Höskuld Ama sem er sjö ára.
og meira á sumrin. Þeir eiga heima
(lítilli fjarlægö £rá hvor öðrum og
Höskuldur segir mikinn samgang
á milli heimilanna. Aðspurður seg-
ist hann afar duglegur að hjálpa
Höskuldi Arna með lærdóminn
enda stefni hann á að verða kenn-
ari.
„Ég er gríðarlega duglegur enda
forum við djúpt í sálræna þætti
lærdóms ungra barna í skólan-
um," segir Höskuldur brosandi og
bætir við að kærastan hans, Unnur
Þóra, sé oftast með þeim feðgum
þegar þeir geri eitthvað saman
enda komi henni og Höskuldi
Ama afar vel saman.
Bökuðu saman piparkökur
„Vanalega sæki ég hann á
fimmtudögum eftir fimleikaæfing-
amar og skutia honum svo í skól-
ann á mánudögum,1' segir Hösk-
uldur og bætir við að þeir séu
duglegir að heimsækja afa hans og
ömmu. Höskuldur Arni æfir fim-
leika, fótbolta og handbolta. Hösk-
uldur pabbi hans segir að hann
hafi íþróttaáhugann að einhverju
leyti frá honum en auk þess æfi
fósturpabbi hans fimleika. „Hann
hefur því þennan áhuga frá báð-
um heimilum."
Höskuldur Ami var hjá pabba
sínum tun síðustu helgi. Þá not-
uðu þeir tímann og fóm í sund og
í heimsókn til ömmu hans og afa.
„A sunnudeginum bökuðum við
svo piparkökur og buðum allri
Qölskyldunni í kaffi," segir hann og
viðurkennir að finna alltaf til tóm-
leika þegar hann skili honum af
sér efdr helgina.
Mikilvægt að halda friðinn
Höskuldur segir afar mikilvægt
að halda góðu sambandi milli for-
eldranna og sérstaklega barnanna
vegna. „Það er náttúrulega skelfi-
legt þegar fólk getur ekki komist að
sameiginlegri niðurstöðu. Þetta er
alls ekki svo flókið og mér finnst
það mikil eigingirni þegar fólk er
að rífast um börnin sht."
Feðgar og nafnar „Á
sunnudeginum bökuöum
viö svo piparkökur og buö-
um allri fíölskyldunni I kaffí.
Bára Guðbjartsdóttir hefur verið greind með heilaglöp.
Hún ætlar ekki að gefast upp og ætlar að reyna að láta
drauma sína rætast á sama tíma og hún er meðvituð um
að minni hennar fjarar smám saman út.
Liflr hvern dag
sem bann síðasta
„Ég lifi hvern dag eins og hann
sé minn síðasti og nýt lífsins. Ég
veit ekki hvað ég hef langan tíma
til að gera það sem ég vil því ég á
alltaf á hættu á að ég geti það ekki
lengur," segir Bára Guðbjarts-
dóttir frá Melhúsum í Hafiiarfirði.
Bára segir það ekki koma til
mála að fresta því sem hún geti
gert í dag til morguns. Hún viti
ekld hvað morgundagurinn beri í
skauti sér og hún ætli ekki að
missa af neinu. Bára hefur verið
greind með heilaglöp sem lýsir
sér á svipaðan hátt og alzheimer.
Hún fékk heilablóðtappa fýrir tíu
árum og líklega hefur komið drep
í heilann þá. Eftir það hefur Báru
hrakað en það er ekki langt síðan
læknar greindu hvað væri að.
Minnið fjarar út
„Þetta lýsir sér þannig ég
gleymi því sem ég á að muna, ég
get ekki reiknað og stundum þeg-
ar ég er í kunnuglegu umhverfi,
þekki ég mig ekki og veit ekki hvar
ég er. Auk þess er jafiivægi mitt
ekki gott og þarf ég að gæta þess
að falla ekki um koll um ójöfnur,"
segir Bára sem lét draum sinn
rætast eftir að hún veiktist og fór
að mála.
Að undanförnu hefur hún
málað af krafti og er komin með
hundrað myndir. Einu sinni hefur
hún haldið sýningu á verkum sín-
um í Hafnarborg en hefur nú ver-
ið boðið að setja upp málverka-
sýningu í Safnahúsinu í Borgar-
nesi. Hún var opnuð á sumardag-
inn fyrsta og stendur yfir til 2.
maí.
Fjölskyldan stendur
með henni
Bára segir að eiginmaður
hennar og uppkomin böm komi
fram við hana eins og venjulega
manneskju og beri virðingu fýrir
sjúkdómi hennar. Maðurinn
hennar hefur viljað vernda hana
talsvert en Bára hefur ekki kært
sig um það og sendi hann í frí svo
hún gæti sýnt'fram á að hún gæti
bjargað sér sjálf. „Það hefur geng-
ið mjög vel og ekkert hefur komið
upp á sem valdið hefur mér
vanda. Ég gleymi ekld að slökkva
undir pottunum eða einhverju
viðlíka sem gæti skaðað mig. í
það minnsta ekki ennþá," segir
Bára sem rak verslun í Hafnarfirði
í tíu ár. Nú málar hún sér til
ánægju en það hefur lengi verið
draumur hennar að geta einbeitt
sér að listsköpun. „Það er einmitt
einn af draumum mínum sem ég
lét rætast en ég læt veikindin ekki
stöðva mig í því að gera það sem
mig langar," segir hún.
Hamingjusöm þrátt
fyrir veikindin
Bára tekur lyf sem hafa reynst
vel en læknar vita ekki hver fram-
vinda sjúkdómsins verður. Henni
getur hrakað hratt en svo gæti
hún verið óbreytt lengi. Hún læt-
tu engan bilbug á sér finna, fylgist
vel með því sem er að gera í þjóð-
félaginu og fer á pólitíska fundi og
spyr spurninga. Hún segist hafa
mikinn áhuga á stjórnmálum,
einkum sjávarútvegsmálum og
meðal annars hafi hún svör við
því hvernig efla eigi Hafrann-
sóknarstofnun.
Bára er ánægð og hamingju-
söm þrátt fyrir veikindin og hefur
frá fýrsta degi ekki látið neitt
stöðva sig í að gera það sem hana
langar. „Maður á val, ég hef valið
að gefast ekki upp. Það er svo ein-
falt að hætta bara en ég trúi að ef
maður geri það þá geti maður
bara gleymt þessu öllu og lagst
fyrir. Það geri ég ekki fyrr en í fulla
hnefana," segir hún.