Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 Helgarblað PV Seinþroska foreldrar fínna hvarvetna fyrir fordómum samfé- lagsins. Fjölskyldur þeirra eru stundum kallaðar ósýnilegu fjölskyldurnar þar sem lítið hefur verið fjallað um málefni þeirra sem oft á tíð- um er meðhöndlað eins og eins konar tabú. Margar sein- þroska mæður eru hvattar til þess að fara í fóstureyðingu afnánum fjöl- skyldumeðlimum og margar lenda í því að missa forræðið yfir börnum sínum. Það veitti mér aukinn þroska og hjálpaði mér mikið í fötl- un minni," segir Birna Björg Gunnarsdóttir sem er sein- fær einstæð móðir í Kópavogi. Hún vinnur á þvottahúsi hálfan daginn en sinnir dóttur sinni eftir hádegi þegar hún kemur heim úr skólan- um. Bima Björg var í sambúð þegar hún átti dóttur sína, hana Agnesi Helgu Jónsdóttur 10 ára, sem hefur verið ljósið í h'fi Birnu síðan hún fæddist. Agnes er heilbrigð, gengur ágætlega í skóla og æfir karate af fullum krafti. Ljóst er að þær mæðg- ur em afar nánar og kærleikurinn á milli þeirra mikill. Birna Björg var gift barnsföður sinum þegar hún átti barnið en þau skildu fyrir nokkmm árum. Varð seinþroska eftir floga- veiki „Það var haldinn fundur tilþess að skoða hvern- ig bregðast ætti við, án mín. Ég var ekki heldur spurð hvernig aðstoð ég vildi fá. Ég var bara látin vita afþessum fundi eft- ir á. Með öðrum orðum þá var mér ekki boðið að taka þátt í að skipu- leggja mitt eigið líf." Bima Björg fékk flogaveiki þegar hún var barn sem hafði þau afdrifa- riku áhrif á hana að hún telst vera seinþroska. Hún segir móðurhlut- verkið hafa breytt öllu í hennar Ufi og orðið til þess að hún sjálf náði miklum framfömm. Birna Björg fann fyrir miklum fordómum á meðan hún gekk með dóttur sína og miðar það gjarnan við ófatíaðan bróður sinn sem á líka barn. „Ég fékk lítil viðbrögð og það virtist vera meiri gleði yfir því að bróðir minn ætti von á barni, það var alla vega munur þar á. Mamma varð ekki hrif- in þegar hún frétti að ég væri ólétt og talaði um möguleikann á að fara í fóstureyðingu. Nýfaedd Birna þurfti að vera 10 daga á spitaianum á með- an kerfíð tók ákvarðanir án þess að hún fengi tækifæri til þess að taka þátt í þeim. Mamma nefhdi ekkert svoleiðis við bróður minn. Þar var allt í fi'nu lagi með að bam væri á leiðinni. Þess vegna gat hún glaðst meira yfir því barni.“ Þurfa stöðugt að sanna sig sem foreldrar Bima Björg fannst erfitt að upp- lifa fordómana gagnvart meðgöngu sinni á meðan hún sá aðra ljóma af gleði yfir væntanlegu barni bróður síns. „Það að fólk gat ekki glaðst eins yfir mínu barni og barni bróður míns vom skýr skilaboð um for- dóma. Það er mjög erfitt að verða fyrir fordómum og mega ails ekki gera nein mistök eins og aðrir nýbakaðir foreldrar," segir hún og bendir á að þetta sé nú smám saman að breytast frá því sem áður var þegar ófatí- aðir einstaklingar gerðu ein- faldlega ekki ráð fyrir því að fatlaðir eignuðust börn. Hún segir fatíaða að sjálfsögðu eiga að njóta þess eins og aðrir foreldrar að eign- ast barn og finnst slæmt að enn séu þess dæmi að gleðin sem fylgi barnseignum einstaklinga í sömu sporum og hennar séu eyðilögð með þeirri byrgði sem fordómarnir eru. Þessir fordómar verða til þess að kröfurnar á seinfæra foreldra verða jafriframt enn meiri en annarra þar sem þeir þurfi stöðugt að vera að sanna sig fyrir samfélaginu um hæfni sína sem foreldrar. Fékk ekki að vera með í ákvarðanatökum Birna Björg þurfti að liggja 10 daga á fæðingardeildinni á meðan verið var að skipuleggja framtíð hennar og barnssins. „Það var hald- inn fundur til þess að skoða hvern- ig bregðast ætti við, án mín. Ég var ekki heldur spurð hvernig aðstoð ég vildi fá. Ég var bara látin vita af þessum fundi eftir á. Með öðrum orðum þá var mér ekki boðið að taka þátt í að skipuleggja mitt eigið líf,“ segir hún og ítrekar að allir for- eldrar eigi að hafa sama rétti til þess að fagna nýfæddum börnum sínum. Henni finnst leiðinlegt að þessi ánægjulega stund í hennar lífi hafi verið eyðilögð með þeim hætti sem hún hefur lýst. „Þetta er ekki réttlátt og það veit ég og vegna þessa finnst mér ég stundum dáh'tið út undan og einhvern veginn ósjálfrátt sett í annan flokk. Það er mjög erfitt fýrir seinfæra foreldra þegar þeim er hvorki treyst af nán- ustu aðstandendum né kerfinu sjálfu til að axla þá ábyrgð sem for- eldrahlutverkinu fylgir," segir Birna Björg. Ætlar ekki að eignast fleiri börn Þær mæðgur eru nýfluttar í glæsilega þriggja herbergja íbúð í Kópavogi þar sem Agnes gengur í Digranesskóla. Þeim líður vel saman og Agnes er ákveðin og skýr stelpa sem veit hvað hún vill. Henni líður augljóslega vel hjá mömmu sinni sem hugsar vel um dóttur sína sem hefur fært henni svo mikla ham- ingju. Uppeldi hennar er það besta sem fyrir hana hefur komið. Birna Björg segist ekki hafa hugsað sér að eignast fleiri börn enda enginn maður í lífi hennar'. „Við erum sáttar saman og njótum lífsins tvær,“ segir hún og bendir Agnesi á að taka til í herberginu sínu. Agnes er fljót og fjörug, bregst skjótt við beiðni mömmu sinnar sem er hennar besta vinkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.