Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Page 36
36 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 Helgarblað TfV Aintj/'tiuifcfchtna Unnur Birna Vilhjálmsdóttir „Ég mála mig ekki mikið og myndi I rauninni alveg láta sjá mig maskaralausa en ætli ég myndi ekki skella honum á mig um leið og ég hefði tíma." Gloss frá Body Shop „Þetta er nettur bleikur gloss sem ég nota á varirnar ef ég set eitthvað á þær en ég er ekki vön að nota mikið á varirnar." Maskari frá Yves Saint Laurent „Þessi maskari lengir og þykkir og ég nota hann daglega. Ég mála mig ekki mikið og« myndi í rauninni alveg láta sjá mig mask- aralausa en ætli ég myndi ekki skella honum á mig um leið og ég hefði líma." Gullpenninn frá Yves Saint Laurent „Ég nota þennan hyljara mjög mikið enda er hægt að nota hann úti um allt, fyrir ofan augun og alls staðar." Terra Cotta-púður „Ég nota þetta sólarpúður yfir- leitt á hverjum degi í staðinn fyrir að nota venjulegt púður." Gloss frá Body Shop Ég held að þetta flokkist undir gloss en ég nota þetta á kinnarnar til að j fríska aðeins upp á - mig. Ég nota þetta á hverjum degi en liturinn er voða- lega eðlilegur." Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er nýkjörin Ungfrú Reykjavfk. Unnur Birna stundar nám f mannfræöi viö Háskóla Islands. „Mér Ifkar mjög vei f náminu og valdi mér ööruvfsi og skemmtileg námskeið núna eftir áramót og ætla að geyma þetta leiðinlega," segir Unnur Birna hlæjandi en hún útskrifaðist úr Mennta- skólanum vlð Sund sfðasta vor. „Næst á dagskrá er að undirbúa mig fyrir stóru keppnlna en keppnin um Ungfrú fsland fer fram eftir ca. mánuð." Unnur Birna verður 21 árs á þessu ári. Hún segist ekki mála slg mikið hversdags og að hún hafi ekki byrjað snemma að mála sig. „Ætli maður hafi ekki byrjað að fikta við þetta f 9. eða 10. bekk." Glæsileg Sigrun Bender kynntist trim- formi þegar hun æfði fyrir keppnina Ungfru Reykjavik og hefur ekki stoppað siðan. ■ „Trimformið gerir herslumun- inn," segir Sigrún Bender, fyrrver- andi fegurðardrottning. Sigrún hef- ur stundað trimform síðan hún keppti í Ungfrú Reykjavík þar sem hún stóð uppi sem sigurvegari í fyrra. Hún segir trimformið hafa hjálpað sér að komast í form og ætl- ar sér ekki að hætta því þrátt fyrir að vera hætt að keppa f fegurðarsam- keppnum. Ekki bara grenningarlausn „Námið tekur mestallan tíma minn núna en ég ætla að reyna að halda mér í formi áffam. Veðrið er líka að verða svo gott að maður fer að fara meira út að hjóla og á línu- skauta. Trimformið styrkir húðina og hjálpar manni að ná þessu litla sem maður er alltaf að berjast við í rækthmi og allar konur þekkja. Þetta tekur vel á og ég er oft með harðsperrur eftir tímann," segir Sigrún og bætir við að hún viti um margar konur sem hafi einungis breytt matarræðinu og stundað trimform sem hafi umbreyst í vext- inum. „Það er náttúrulega best að hreyfa sig með þessu, drekka mikið vatn og borða hollt. En þótt maður sé ekki duglegur að mæta í ræktina ber trimformið árangur. Þetta er líka svo gott fyrir vöðvabólgu og grindarbotninn, þetta er ekki bara grenningarlausn heldur alhliða þjálfun. Húðin á oft erfitt með að fylgja þegar maður hefúr æft mikið og trimformið örvar hana." Líst vel á arftakann Sigrún segir að allar stelpumar sem hafi keppt með henni í fegurð- arsamkeppninni hafi stundað trim- form. „Ég mæli hiklaust með þessu enda er Gunna hjá Trimformi Berg- lindar svo frábær. Það er ekki að- eins gott fyrir líkamann að kíkja til hennar heldur líka sálina því hún er eins og sálfræðingurinn manns," segir Sigrún hlæjandi. Sigrún krýndi arftaka sinn um síðustu helgi þegar Unnur Bima Vilhjálmsdóttir var kjörin ungfrú Reykjavík. „Mér líst alveg ljómandi vel á hana og efast ekki um að þessi stelpa eigi eftir að vera frábær full- trúi Reykjavíkur og svo er hún nátt- úrulega með þetta í genunum." indianaSdv.Ís Auður I. Ottesen smiður og garðyrkjufræðingur gefur út blaðið Sumarhúsið og garðurinn með eiginmanni sínum. Auður er einnig forsprakki áýningarinnar Sumarið 2005 sem haldin var í Fífunni um síðustu helgi. Lá beint við að starfa sjálfstætt „Við erum búin að vinna saman í átta ár,“ segir Auður I. Ottesen en hún og eiginmaður hennar Páll Pétursson gefa út blaðið Sumar- húsið og garðurinn. Auður og Páll héldu auk þess sýninguna Sumarið 2005 í Fífunni um síðustu helgi en þetta er fjórða árið í röð sem þau standa fýrir þessari sýningu. Auður er garðyrkjuffæðingur og smiður og er frá Hveragerði en Páll er frá Vík í Mýrdal. Þar var Páll með blaðið Sumarhúsið en eftir að þau kynntust stofnuðu þau Rit og rækt. „Ég fór síðar að gera rannsókn um gróður við sjávarsíðuna og því bjuggum við til blað sem hét Við ræktum. Þessi skýrsla sem ég hafði unnið að var mjög viðamikil og ég vildi ekki að hún myndi enda uppi í hillu og því byrjuðum við að gefa út þetta rit.“ Auður segir það hafa legið beint við að starfa sjálfstætt en hún var einnig sinn eigin herra þegar hún einbeitti sér að smíðunum þar sem hún smíðaði leikföng og húsgögn fýrir börn. „Þetta bara gerðist en maður hefur alveg þurft að hafa fyrir þessu öllu saman. Árið 2000 sameinuðum við svo blöðin og fýrsta blaðið af Sumarhúsinu og garðinum kom út.“ Auður viðurkennir að sýningar af þessu tagi séu afar stór batterí. Þau hjónin séu með hugann við þetta allt árið en í október séu þau fjögur sem eru í fullri vinnu við sýninguna. „Við höldum hugar- flugsfundi, köllum til fagmenn og hugmyndasmiði og sjáum hvað við getum gert betur. Eftir að hafa haldið fjórar sýningar erum við orðin sjóaðri í þessu en þegar sýn- ingunni líkur ár hvert er maður mjög þreyttur en svo tekur bara næsta verkefni við. Maður fer ekk- ert á heilsuhæli þótt mann langi til þess," segir hún brosandi og bætir við nú séu þau að gefa út bókina Garðurinn allt árið. „Það er ekkert verið að hangsa. En sem betur fer erum við með ffábært fólk með okkur í þessu sem skiptir öllu máli. Börnin okkar og fleiri sem hafa ver- ið með frá upphafi gera þessa vinnu svo miklu auðveldari. Það skiþtir öllu máli að vera með gott fólk og þetta eru æðislegir krakk- ar.“ indiana@dv.is Auður I. Ottesen „Þaðerekkert verið að hangsa. En sem betur fer erum við með frábært fólk með okkur í þessu sem skiptir öllu máli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.