Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Page 39
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 39 Fjölskyldan Björk, Gunnar, Ásgrlmur og Óli Gunnar á góöri stundu. um saman ábyggilega átta eða níu sinnum og eigum metið í Leiklist- arskólanum. Fólk var mjög oft ekk- ert visst um hvort við værum sam- an eða alveg brjáluð út í hvort annað," segir Björk og bætir við að þau hafi bæði verið dálítið skrítin. „Á þessum tíma leigðum við á sitt hvorum staðnum í miðbænum og eitt sinn þegar einhver stífiii var á milli okkar fór ég að átta mig á því um þrjúleytið á djamminu hvað ég elskaði hann mikið. Ég ákvað því að klifra til hans upp á fjórðu hæð sem var heljarinnar ævintýri. Ég vó mig upp á svalirnar í frostinu en þegar ég bankaði á gluggann var hann ekki heima. Hann hafði ákveðið að klifra upp til mín, hafði fikrað sig eftir þakinu og barið á gluggann hjá mér en ég var nátt- úrulega ekki heldur heima. í kjöl- farið vorum við alveg brjáluð við hvort annað og töluðumst ekki við í viku,“ segir Björk og bætir við að þau hafi tekið út skilnaðinn þetta fyrsta ár. „Eftir að við giftumst, 17. júní 1995, þá höfum við hangið saman. Þessi dagur er samt ömur- legur sem brúðkaupsdagur því síðan við giftumst hefur Gunni eytt þeim öllum með Felix," segir hún hlæjandi. Hafnfirðingur í húð og hár Björk er Hafnfirðingur £ húð og hár og hefur búið þar alla sfna ævi fyrir utan stutt stopp í miðborg- inni þegar hún var í náminu. Hún segist hafa dregið Gunna með sér í Fjörðinn enda séu Hafnfirðingar innræktuð þjóð og hún hafi neyðst til að sækja ný gen utan bæjarins. „Eftir að hafa dundað með honum í miðbænum varð ég ófrísk og vildi fara í Hafnarfjörðinn aftur. Hann reyndi að sýna mér hús í Vogunum þar sem hann var uppalinn sem ég skoðaði með mikilli neikvæðni og svo fórum við beint í Hafnarfjörö- inn, enda miklu betri íbúðir og á betra verði og við höfum búið í sama hverfinu síðan. Ég bjó alltaf við mikið öryggi í æsku og hef erft þessa þörf fyrir festu þegar kemur að fjölskyldulíf- inu frá móður minni. í vinnunni er málunum hins vegar allt öðruvísi háttað, þar er ég tarnamanneskja, en þegar kemur að börnunum mínum vil ég sem minnstar breyt- ingar. Ef manni líður vel finnst mér óþarfi að vera að skipta um skólahverfi bara til að komast í flottara hús.“ Sú skrítna í fjölskyldunni Móðir Bjarkar heitir Ragn- heiður Ragnarsdóttir og blóðfaðir hennar Jakob Traustason en stjúp- faðir er Egill Þórðarson. Hún segir fjölskylduna afar samheldna og að bamaafinælin fari upp í 50 manna veislur. „Þetta er frábær fjölskylda og einstaklega samheldin. Barna- afmælin eru fljót að breytast í fermingarveislur en ég er alveg til í að leggja það á mig því £ fyrsta lagi er mér boðið svo oft f staðinn og í öðru lagi finnst mér það þess virði að halda tvær stórar veislur á ári til að halda þessari tengingu. Við erum lfka dugleg að fara saman £ útilegur og f sumarbústað. Fjöl- skyldan er mikið kvennaveldi þar sem konur tala hátt og mikið og stjórna af röggsemi, þannig að þetta er genetfsk athyglissýki," segir Björk og bætir við að hún sé sú skrítna í fjölskyldunni. „Ég klæði mig til dæmis öðruvísi, er alltaf eins og eilífðarunglingur til fara á meðan aðrar konur í fjöl- skyldunni eru mjög smekklegar." Björk er elst þriggja systkina og segir mömmu sína hafa alltafstað- ið við bakið á sér í því sem hún „Þetta hefur verið minn akkilesarhæll og hefur fylgt mér alveg frá barnæsku og ég man að mamma bað mig oft um að draga fyrir svona réttá meðan ég háttaði." hafi tekið sér fyrir hendur. Hún hafi verið sú eina sem valdi leik- listina, flestir séu annað hvort læknar, hjúkrunarfræðingar eða verkfiæðingar. „Ég veit að mamma er montin af mér þótt hún sé ekki alltaf að segja mér það og ég held að hún hafi verið mun stressaðri en ég þegar ég fór í inn- tökuprófið. Hún og stjúppabbi minn eru í einu orði sagt frábær og hefur tekist að gera úr manni heil- brigðan einstakling. Ég held því að ég sé mjög heppin með Qöl- skyldu," segir hún en Björk og Gunni eiga tvo syni, Ásgrím sem er 11 ára og Óla Gunnar sem er 5 ára. Stjörnur framtíðarinnar í Múlan Rús Þessa dagana er Björk á fullu við að sviðsetja söngleikinn Múlan Rús með nemendum í FG uppi í Loftkastala. Múlan Rús, sem er leikgerð sem Björk vann upp úr samnefndri kvikmynd, hlaut svo góðar undirtektir að hún verður sett upp í Loftkastalanum sem sumarsýning. „Þetta er náttúru- lega þvflíkur heiður og viðurkenn- ing fyrir krakkana og segir okkur að við séum með eitthvað gott í höndunum," segir Björk og bætir við að hún sé þess fullviss að á meðal krakkanna leynist stjörnur framtíðarinnar og það á mörgum sviðum. „Þetta er söngleikur frá a til ö og ég blæs á þetta „heimur versnandi fer“ hugtak. Það er búið að vera frábært að vinna með þessum unglingum og mér finnst að það ætti að vera endurmennt- unarkrafa á leikara, við ættum öll að prófa að vinna með þessari orkuuppsprettu, þar sem fólk er að þessu af hreinum eldmóði og það er ekkert sem þau eru ekki til í að leggja á sig,“ segir Björk og bætir við að þau stefni á að frumsýna í kringum 20. maí. Lítið fjallað um miðaldra konur Auk Múlan Rús er Björk að vinna að kvikmyndahandriti og er komin f samstarf við þrjár íslensk- ar systur sem reka kvikmyndafyr- irtæki í Hollywood. Stefnt er að því að byrja að taka upp í mars svo Björk hefur nóg að gera við að klára handritið. Hún hefur verið með handritið í huganum í þrjú ár þar sem Sellófan var upphaflega gert úr byrjunarsenu þess. „Þegar ég byrjaði á þessu hafði enginn trú á að ég gæti gert bíómynd. Enginn var tilbúinn að styrkja mig eða vinna með mér enda var ég ekki búin að sanna mig á þessum tfma þar sem þetta var það fyrsta sem ég skrifaði. En þar sem ég átti eng- an pening og varð að gera eitthvað ákvað ég að búa tfl leikrit með ein- um leikara upp úr handritinu. Sag- an í myndinni er samt allt önnur og mun dramatískari," segir Björk. Hún viðurkennir að vilja leika að- alhlutverkið sjálf verði myndin sýnd hér heima enda hafi hún leikið þessa týpu í tvö og hálft ár og sé búin að lifa með hana í höfð- inu f þrjú ár. Ástæðuna fyrir því að hún sé að skrifa þetta segir hún vera þá að löngu sé kominn tími til að fjalla um konur á hennar aldri. „Það er búið að fjalla um ungar konur og ofboðslega mikið um karlmenn en lítið um íslenskar konur sem eru að nálgast miðjan aldur og ég vona að fólk hér heima sé tflbúið að gefa manni séns til að fjalla um þennan hóp." Sellófan sýnt um allan heim Leikritið Sellófan hefur verið tekið til sýninga í mörgum lönd- um. Björk mun leikstýra verkinu í Finnlandi og Færeyingar hafa einnig sýnt áhuga á að fá hana. Hún hefúr þegar sótt þrjár frum- sýningar og segir hún það undar- lega tflfinningu að horfa á eigið verk flutt á erlendu tungumáli. „Sellófan hefur verið sýnt í Belgíu, Sviss, Danmörku, Þýskalandi, Tékklandi, ítalfu og Svíþjóð og Ameríka hefur sýnt áhuga þannig að þetta gengur mjög vel. Það er ótrúlega gaman en stressandi að horfa á þessar sýningar enda líður mér alltaf eins og ég sé að frum- sýna sjálf. Uppsetningar takast misvel og aðsókn fer eftir því en f flestum tilvikum gengur mjög vel og verkið fær alls staðar mjög góða dóma.“ Neyðin kennir naktri konu að spinna Eftir að Björk útskrifaðist sem leikkona varð hún fljódega ófrísk af eldri syninum. Þar með datt dampurinn niður hjá henni og hún segir það hafa verið erfitt að komast inn eftir það og hjólin hafi ekki farið að snúast af alvöru fyrr en nú undanfarið. „Gunni hafði alltaf miklu meira að gera en ég í byrjun og það er ekki fyrr en núna að ég er komin með jajfnvel meira en hann. Það rflcir ekki samkeppni á milli okkar en það er oft erfitt þegar hlutirnir eru ekki í jafnvægi og annað hefur meira að gera en hitt og heimilisverkin lenda á þeim aðfla. Ég held að næsta ár verði frábært, þá náum við að skiptast mikið á. Á meðan hann verður í Finnlandi að leikstýra mun ég vera heima og skrifa og svo fer ég út,“ segir Björk og bætir við að hún hafi verið dugleg í gegnum tíðina að redda sér sjálf. „Fólk hefur ekki verið að láta mig fá eitthvað að gera heldur hef ég búið mér til þetta sjálf. Sellófan var skrifað út frá algjörri neyð. Það var annað hvort að selja húsið eða reyna að gera eitthvað. Það er ótrúlegt hvað gerist þegar mánað- arreikningarnir streyma inn og þú hefur ekkert til að borga þá með. Utanaðkomandi aðstæður gerðu það að verkum að verkið spratt út úr mér enda má ég ekki við því að vera launalaus í tvo, þrjá mánuði. Ef ekkert kemur til mín, þá bý ég það bara til, held fyrirlestra og skemmtanir og allt þetta hjálpar manni svo að þróast. Neyðin kennir nefnilega naktri konu að spinna." Er ekki í púðum og sófum Björk vill þó ekki viðurkenna að hún sé eitthvað sterkari karakter en aðrir, að hún kunni að redda sér á meðan aðrir væru kannski búnir að gefast upp. „Ég vfl ekki flokka fólk niður í þessa og þessa týpu. Við getum öll tekið svo margar u-beygjur á ævinni enda er ég allt öðruvísi týpa nú en ég var fyrir fimm árum. Þá var ég mun lokaðri, feimnari og óöruggari en svo gæti ég auðveldlega lokast aft- ur ef hlutirnir hætta að virka hjá mér. Ef allt sem ég skrifa er vont og lélegt enda ég ábyggilega þar aftur. Við breytumst nefnflega eftir að- stæðum. Við konur förum upp og niður, verðum ófrískar og förum á blæðingar og okkar starfsferill get- ur því aldrei verið þráðbein lína eins og hjá körlunum. Þegar við erum ófrískar eða með lítfl börn, þá viljum við flestar vera eins mik- ið heima og við getum. Við förum einhvem veginn inn í okkur og viljum ekkert ytra áreiti. Það mikil- vægasta sem við hugsum um er að setja upp nýjar gardínur áður en barnið fæðist og bóna eldhús- borðið og fá sér nýja púða í sófann. Ég er ekki í púðum og sóf- um þessa stundina og finnst ofsa- lega gaman að vera til. Ég fæ þús- und hugmyndir á dag og það er svo gaman þegar heimurinn opn- ast fyrir manni. f fyrsta skiptið í langan tíma er ég búin að leggja næsta vetur í vinnu sem er ótrú- legur léttir því haustin hafa hingað til byrjað á því að maður er með svipuna á eftir sér að borga niður skuldirnar." Kostur að vera gift leikara Björk segir að þeirri staðreynd að hún og Gunni séu bæði leikarar fylgi bæði kostir og gallar. Þau séu oftast bæði heima þegar strákarnir komi úr skólanum en fari síðan í vinnuna á kvöldin. Hún segir að þau Gunni séu lítið að kássast upp á hvort annað á æfingatímabilinu en það sé gott að geta leitað eftir aðstoð hvors annars. „Við kíkjum alltaf á æfingu hjá hvoru öðru og sérstaklega þegar við emm að leik- stýra. Það er gott að geta komið heim og rætt hlutina og leitað eftir aðstoð og ég held að við virkum þannig á hvort annað. Við emm ekkert að troða okkar skoðunum hvort upp á annað. Ég verð ofsa- lega pirmð ef hann fer að segja mér fyrir verkum. Það eru náttúm- lega kostir og gallar að vera bæði í þessum heimi en mér finnst kost- irnir fleiri. Hann hefur skflning á því sem ég er að gera og ég virði hann faglega mjög mikið og ég held að hann virði mig að sama skapi. Það er frábært að'eiga fag- legan vin sem er alltaf tilbúinn að ræða um vinnuna því það eru ekki allir sem nenna því endalaust." Strákarnir aldrei of gamlir fyrir Rómeó Björk er meira en hæfileikarfk leikkóna. Hún hefur auk þess samið og leikstýrt auk þess sem hún skemmtir um helgar. Hún seg- ir að stelpur sem séu að klára leik- listarskólann megi alveg búa sig undir að þurfa að gera meira en að leika enda sé lítið um hlutverk fyrir konur á miðjum aldri. „Það em mun fleiri hlutverk fyrir strákana og við konurnar dettum fyrr út. Ég er á þeim aldri sem er að detta út, er varla orðin nógu gömul tfl að leika móður tuttugu ára en samt of gömul til að leika aðalhlutverkið. Það er því ekki mikið af hlutverk- um fyrir konur á mfnum aldri þótt strákarnir á sama aldri séu enn að leika Rómeó," segir Björk en bætir við að möguleikarnir séu samt endalausir. Konur þurfi einfaldlega að koma auga á þá. Ómöguleg í öllu öðru Þrátt fyrir að hafa farið í leiklist- ina fyrir tilvfljun segist Björk ekki hafa trú á sér í nokkm öðru starfi. „Ég þoli ekki rútínu í starfi á meðan ég þarf að hafa mikla reglu á hvar ég bý og hvernig ég el upp börnin mín. Ég sé ekki eftir þessu starfsvali enda held ég að ég væri handónýt- ur starfskraftur í nokkru öðm. Mér líður mjög vel í dag, ég er hamingjusöm, á góða fjölskyldu og það gengur vel í vinnunni, og ég stefni á að halda því áfram. í haust byrja ég vonandi með nýtt kvenna- uppistand og ætía þá að finna fleiri fýndnar konur sem eru í neyð. Gunni mun eyða næstu sex vikum úti í Finnlandi svo ég verð ein heima með vinnuna, börnin, allt skutlið, 200 frrT húsið og svo var ég að fá mér nýjan hund. Við verðum því ekkert voðalega mikið saman þetta árið sem verður tilbreyting því við höfum mikið unnið saman hingað tfl. Það verður kannski til þess að við fömm að meta hvort annað upp á nýtt, skrifum hvort öðm ástarbréf og annað sem vill gleymast þegar maður hangir alltaf saman." indiana@dv.is Björk Jakobsdóttir „Fólk hefur ekki veriö aö iáta mig fá eitthvaö aö gera heldur hefég búiö mér tilþetta sjálf. Sellófan var skrifaö út frá algjörri neyö. Þaö var annaö hvort aö selja húsiö eöa reyna að gera eitthvaö.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.