Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Page 55
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 55 Ný halamið opnast fyrir þá sem þyrstir í sögur lesnar af öðrum Sótt í söguskjóðurnar í Viku bókarinnar býður Edda útgáfa upp á nýjung fýrir sögu- þyrsta áheyrendur. Á annan tug upplestra eru fáanlegir á vef stór- útgáfunnar Eddu, flestir eru lesnir inn af starfsmönnum fyrirtækisins, líkastil vegna þess að heimatökin eru hægust. Lengi hefur verið hægt að hala niður tónlist af netinu en sögukaflar og stuttar sögur hafa ekki verið aðgengiiegar. Nú er í fýrsta sinn á Islandi hægt að ná í upplestur á sögum og bókarköfl- um á mp3 hjá Eddunni og hægt að brenna sinn eigin sagnadisk og spila í bílnum, heima í stofu, í ræktinni eða hvar sem er, að kostnaðarlausu. í tilefni af því að þema Viku bókarinnar er að þessu sinni Börn og bækur er megináhersla lögð á efni fyrir börn og unglinga. Meðal þess sem nálgast má á vefnum eru t.d. ævintýri H.C. Andersen, skelfi- leg saga Lemony Snickets um Baudelaire-sýstkinin, íslenskar ^ „ ' fém ’A 2- V -. **■ v þjóðsögur og frásögur af Kuggi eft- ir Sigrúnu Eldjárn. Lengi hefur mönnum sviðið að sá mikli sjóður sem Rikisútvarpið á í sameign með höfimdum og upp- lesurum skuli ekki vera aðgengi- Sigrún ánetj- uðá vefEddu legt á neti. Það hraðar vexti þeirra kynslóða sem geta nú án erfiðleika krækt sér í hal. Edda á viðurkenn- ingu skilið fyrir frumkvæði í slíkum námurekstri. Nú þurfa aðrar veitur að fylgja á eftir. Kalli á þakinu á viö athyglisbrest að stríða. Hann er illa upp alinn og vill helst vera eins og Láki; alltaf að hrekkja. Sýningu 3Sagas var vel tekið á sumardaginn fyrsta en Páll Baldvin Baldvinsson hefur ýmislegt að athuga við sviðsetningu Óskars Jónassonar. / Óskar fónasson leikstjóri hefur ekki haft mikla reynslu af vinnu á sviði. Ef frá er talinn Nemendaleik- hússsýning fýrir nær áratug er hans skóli samvinna við Kjartan Ragnar- son í Þrúgum reiðinnar og Evu Lúnu. Og svo leikstjóm í sketsaþátt- um og kvikmyndum. Líklega hefur samvinna hans og Sveppa í sjón- varpi dugað til að hann fengi það tækifæri að setja upp stóra barna- sýningu fyrir þá félaga í 3Sagas. Leikhúsgestir hafa áður séð verk á þeirra vegum: Fame, Grease, að ógleymdum Hellisbúanum. Allar bera þær sömu merkin: kirfilega markaðssettar skarta þær áhuga- mönnum í bland við reynda sviðs- listamenn, bæði úr leikhúsi og poppgeiranum Þær em hávaðasam- ar og grófar í ieikstfl, standa mun nær áhugamannasýningum en sýn- ingum atvinnumanna. Kalli á þak- inu er engin undantekning þar á. Leikstjóra leiðist í leikhúsi Reyndar hefur Óskar sem pistla- höfundur í Lesbók Moggans lýst því hvað honum leiðist oft í leikhúsi. Gegn því vinnur hann með gamal- kimnum brellum ærslaleiksins og hefur sem tæki aðalpersónu sem getur horfið inn um dyr, en birst næst í eldhússkáp, sokkið í gólf og dottið síðan ofan um loft. Kalli er ímyndunarvera einmana stráks, einhver blanda af fordekruð- um púka og illa öldu bami. Sverrir Sverrisson gæðir hann því lífi, en skortir þá líkamlegu þjálfun að hann nái að gera það með glans. Hann erfiðar í hlutverkinu af miklum krafti á sárafáum nótum. Strákurinn sem hann sækir heim í sænskt fjölbýlis- hús sem flutt er hingað heim var raunar miklu meira sannfærandi í sinni einföldu persónugerð í bráð- fallegum leik Sigurbjörns Ara, en Örn Gauti Jóhannsson mun leika hlutverkið á móti honum. En Sveppi er vinsæll meðal barna og unglinga, flínkur leikari í þeirri persónu sem hann hefur skapað á skjánum en þyrfti styrkari handleiðslu í leik en þá sem Óskar hefur veitt honum. Gargandi gleði En áhorf- endur á frnrn- sýningu skemmtu sér konung- lega. Davíð Þór hefur laum- að inn í textann _ staðfærslu- bröndurum, sumum heldur grófum því hér gilda sömu lausungarlög- málin og í flestu nýrra gamanefni sem framleitt af af þessari kynslóð: þetta grófur og groddalegur drengjahúmor kirfilega bundinn fyr- ir neðan belti. Hann er ábyrgðarlaus í blygðunarleysi sínu, víða fordóma- fullur í sakleysislegri óábyrgð. Þá hefur í sögu af fallegu sam- bandi bams og ímyndaðs félaga ver- ið skotið hinu klassíska átakastefi Lindgren; innbrotsþjófarnir eru hér á kreiki eins og í mörgum hennar verkum, einfeldningar sem engan meiða en skapa þó ógn í ungum hjörtum. Svo er að auki dans sem var hér harla lítilfjörlegur og mikill gauragangur í skrautlegri leikmynd Stígs Steinþórssonar við skelfing andlausa tónlist Karls Olgeirssonar. Ekki mikið af lagboðum þar sem fylgdu manni út í sumarið. Örugg afþreying Allt er þetta gott og blessað og sú nýbreytni að skella á kassastykki fýr- ir börn og foreldra á vegum einkaað- ila í Borgarleikhúsinu er ágæt hug- mynd. Getur stykkið gengið fram á haust og þannig brúað bilið yfir í Kristinn og Jónas i Laugarborg í framhaldi af tónleikum sín- um í Salnum í vikunni og meist- aranámskeiði sínu í ljóðasöng fara þeir Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson norð- ur fyrir heiðar og halda tón- leika í Eyjafjarðarsveit á sunnu- daginn. Hefst fjörið hjá þeim fé- lögum í Laugarborg kl. 15. Á efnisskránni eru þýsk- ■afc ir ljóðasöngvar eftir P Schubert, Brahms I . Strauss, Wolf, Loewe, , Beethoven og Mahler. “ Tónleikarnir eru styrktir af Norðurorku verður forsala í Blómaval. Sýningar íYzt og Dvergnum Verk eftir Mireyu Samperi Yzt. sviðsetningu Leikfélagsins sjálfs á Ronju ræningjadóttur sem yfirvof- andi er á næsta leikári og verður væntanlega frumsýnd um komandi áramót. En þetta ráðslag allt er lýsandi fyrir einhverja uppgjöf í sköpun barnaefnis. Hér er ekkert hægt að setja á svið fyrir börn nema gam- alreynda sölu- vöru. Hér er þó talent á ferðinni sem mætti rækta: Davíð Þór ætti að geta sett saman sýningu handa bömum með þeim Sveppa og Óskari, Karl Olgeirsson jafnvel samið fyrir hana tónlistina. Það er ef til vill til of mikils mælst af Sögumönnunum þremur, Leikfélaginu og öllum þess- um kröftum sem hér em að snýta sýningu á sviðið sem er óvönduð, gróf en ömgg afþreying. Páll Baldvin Baldvinsson 3 Sagas sýnir: Kalli ó þakinu eftir skáldsögu Astrid Lindgren í þýð- ingu og staðfærslu Davíðs Þórs Jónssonar. Leikstjóri ÓskarJón- asson. Tónlistarstjórn: Karl 01- geirsson. Leikmynd: Stigur Stein- þórsson. Búningar: Helga Rós V. Hannam. Lýsing: Kári Gislason. Hljóð: Jakob Tryggvason. Dans- ar: Birna Björnsdóttir. Leikendur: Sverrir Þór Sverrisson, Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson og Örn Gauti Jóhannsson, Arnmundur Ernst Bachman, Ragnhitdur Steinunn Jónsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Jakob Þór Einarsson, Edda Mar- grét Erlendsdóttir, Rafn Kumar, Sigurður Óskarsson, Þórhallur Sigurðsson, Þröstur Guðbjarts- son, Leifur Eiríksson. Frumsýning á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 21. april. Málverkasölur kallast gallerí nú um stundir og á sfðasta ári hóf Yzt rekstur á Laugaveginum. Þar eru til sölu og sýnis málverk og myndverk, bæði ný og gömul. Þessa helgi lýkur þar sýningunni Vatnsheimar eftir Mireyu Samper. Þar sýnir hún verk unnin með blandaðri tækni og vísa þau öll til vatnsins í öllum þess ólíku mynd- um: gufu, brimi, vatni og skýjum, dalalæðu og ís. Lýkur sýningunni nú um helgina en en verk Mireyu verða áfram til sölu hjá Yzt. Einkasýning Baldurs Geirs Bragasonar; Vasamálverk í sýn- ingarýminu Gallerf Dvergi, hefur verið framlengd til sunnudagsins l.maí en þá verða gestum veittar rauðlitaðar veitingar. Á sýning- unni sýnir Baldur Geir nýlega skúlptúra sína og ltljóðverk. Sýningarýmið Gallerí Dvergur er staðsett í kjallara við Grundar- stíg 21 í Þingholtunum og er sýn- ingin opin föstudaga til sunnu- daga, klukkan 17 - 19, og eftir samkomulagi með því að hringja í sýningarstjórann í síma 8658719. Vasamálverk em þrívíð mál- verk sem skírskota til vasahefð- arinnar. Um sýninguna segir Baldur Geir meðal annars: „Vas- ar em ílát sem fólk hefur uppi við á heimilum, við setjum gjarnan í þá blóm. Vasamálarar voru al- gengir á tímum FornGrikkja. Þeir notuðu vasana meðal annars til að myndlýsa kynlífsathöfnum, enda var og er vasinn frjósemis- tákn. Á sýningunni verður einnig hljóðverk". BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavíkur • Lístabrauí 3,103 Reykjavík STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 - UPPSELT, Síðustu sýningar HIBYLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Lau 30/4 kl 20, Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20 Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 -Fáarsýmngarefúr HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau I kvöld kl 20, Fö 29/4 kl 20, Lau 7/5 kl 20 KALLi A ÞAKINU e. Astrid Lindgren I samstarfi við í þakinu fdag kl 14 -UPPSEIT, Su 24/4 kl 14 -UPPSEUT, Su 1/5 kl 14, Su 1/5 kl 17, Fi 5/5 kl 14, Lau 7/5 kl 14 Böm 12 ára og yngri fá fritt í Borgarieikhúsið i fylgd fullorðinna - gildir ekki á bamasýningar NÝJA SVIÐ/LÍTLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN TERR0RISMI e. Presnyakov bræður R 28/4 W 20, Fi 5/5 Id 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. I kvöld kl. 20, Su 24/4 kl 20 - UPPS. Fö 29/4 kl 20 -UPPS. Lau 30/4 kl 20-UPPS. Su 1/5 kl 20, Mi 4/5 kl 20 - UPPS, Fi 5/5 kl 20-UPPS.Fö 6/5 kl 20-UPP5. Lau 7/6 kl 20 - UPPS. Su 8/5 kl 20 eftir Harold Pinter Samstarf:/f SENUNNI.SÖGN ehf. og LA Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 -AukasýmBgar RIÐIÐ INN I S0LARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. I samstarfi við leikhópinn KLÁUS. f kvöld kl 20, Lau 30/4 kl 20, Su 1/5 kl 20 AUGNABLIKIÐ FANGAÐ DANSLEIKHUSIÐ fjögur timabundin dansverk Su 24/4 kl 19:09, Su 1/5 kl 1909 Aðéns þessar sýningar Leikhús Miðasölusími 568 8000 * midasala@borgarleikhus.is IVliðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðesalan i Borgarleikhusinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.