Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 12
72 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2005
Fréttir DV
Fé til Harðar
og Mugison
Menntamála-
ráðuneytið hefur
að tillögu tónlist-
arráðs í fyrsta
sinn úthlutað
styrkjum úr tón-
listarsjóði. Á fjár-
lögum 2005 eru
50 milljónir til
tónlistarsjóðs og
nema styrkveitingar að
þessu sinni um 35 milljón-
um. 59 verkefhi hlutu styrk
í ár og þar af eru þrír starfs-
styrkir til þriggja ára. Meðal
þeirra sem hlutu styrk að
þessu sinni er Hörður
Torfason sem fékk 200 þús-
und krónur til hausttón-
leika árið 2005. Tónlistar-
maðurinn Mugison fékk
hálfa milljón til þess að
setja í tónleikarferðalag og
markaðssetningu. 123 um-
sóknir bárust.
Vanþróuð
framleiðsla
Við útskrift á Mætti
kvenna, rekstrarnámi
fyrir konur í atvinnu-
rekstri á landsbyggðinni,
gagnrýndi Runólfur
Ágústsson rektor harð-
lega þær hugmyndir að
safha helstu háskólum
og rannsóknarstofnun-
um landsins á einn stað í
miðborg Reykjavíkur.
Runólfur sagði slfkar
hugmyndir í besta falli
úreltar og í versta falli til
þess falinar að skipta
þjóðinni í tvær þjóðir:
Þróað þekkingarsamfé-
lag á höfuðborgarsvæð-
inu og vanþróað frum-
framleiðslusamfélag á
landsbyggðinni. Runólf-
ur spurði hvort þetta
væri vilji íslendinga.
Bílvelta í
Eyjafirði
Bíll valt við bæinn Höfn
á Svalbarðsströnd í Eyja-
firði á sunnu-
dagskvöldið.
Að sögn lög-
reglunnar á
Akureyri var
bfllinn í miðri
beygju og
lenti úti f kanti með þeim
afieiðingum að ökumaður
missti stjórn á bílnum í
lausamöl og bíllinn valt. Til
allrar mildi urðu engin telj-
andi meiðsl á fólki. Bíllinn
er hins vegar stórskemmd-
ur og þurfti að flytja hann
af vettvangi á vörubíl.
„Það er bara búið að vera
glimrandi gangurhérna síðan
ég opnaði," segir Þórarinn
Hávarðsson, Tóti Hæja, veit-
ingamaður á Toppnum á Eski-
firöi. __________
Landsíminn
nóg
búið aö vera aö gera enda
mikið um aö vera hér fyrir
austan núna. Ég var með
stelpur frá Goldfinger hérna
um helgina til dæmis en svo er
nóg að gera Imatnum bara.
Svo erum við náttúrulega í
skýjunum með nýju Verslunar-
miðstöðina á Reyðarfirði, Mol-
ann. Hann var tímabær og vel
þeginn."
Akureyringar ætla að mótmæla ofbeldisverkum Þorsteins Hafberg og Daníels
Christensen, tveggja handrukkara í bænum, á föstudaginn. Móðir fórnarlambs
handrukkaranna segist ánægð með stuðning sem hún finni fyrir í bænum. Hún
ætlar að mæta á mótmælin. Handrukkararnir tveir brutu báðir skilorð með ofbeld-
isverkum sínum en ganga enn lausir.
Móðir drengsins sem handrukkararnir Þorsteinn Hafberg og
Daníel Christensen skutu með gasskammbyssu á Akureyri er
ánægð með þann stuðning sem hún finnur fyrir frá bæjarbúum.
Menntaskólanemar og bæjaryfirvöld hafa skipulagt mótmæh
gegn auknu ofbeldi í bænum næstkomandi föstudag. Móðir
drengsins segir framtakið afar jákvætt.
„Ég hef fundið fyrir miklum
stuðningi og hugsa að ég mæti á
föstudaginn," segir móðirin sem
brá sér úr bænum um helgina.
Fréttirnar af því að ofbeldismenn-
irnir sem misþyrmdu syni hennar
gengju lausir og héldu áfram upp-
teknum hætti voru henni erfiðar.
„Nú er svo búið að sleppa báð-
um mönnunum og ég upplifi mig
varnarlausa," sagði móðirin í viðtali
við DV um helgina.
Nóg boðið
Það er ungt fólk í bænum sem
stendur fyrir mótmælunum. Valdís
Jónsdóttir er í Menntaskólanum á
Akureyri og hún segir fólki á Akur-
eyri brugðið. „Við sem stöndum að
þessum mótmælum höfum tekið
eftir að ofbeldi hér fer vaxandi og
við viljum senda þau skilaboð að nú
sé nóg komið,“ sagði Valdís á
sunnudaginn þegar ákvörðun um
mótmælin var tekin.
Hrottalegt ofbeldi
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, hefur lýst því yfir
að hann búist við að meirihluti
bæjarbúa mæti á föstudaginn. Lití-
ar líkur verða þó að teljast á því að
Þorsteinn Hafberg og Daníel
Christensen mæti. Verknaður
þeirra hefur vakið óhug á Akureyri
en þeir niðurlægðu 17 ára dreng,
„Ég hef fundið fyrír
miklum stuðningi og
hugsa að ég mæti á
föstudaginn."
létu hann afklæðast og veittu
honum alvarlega áverka með
gasskammbyssu.
Óttast enn
Báðir voru þeir að brjóta skilorð
og hafa áður verið dæmdir fyrir
ofbeldisbrot. Á síðasta ári hlaut
Daníel dóm fyrir að hóta að myrða
fjölskyldu víkingasveitarmanns í
bænum. Þegar blaðamaður DV hitti
þá félaga svo í síðustu viku voru
þeir báðir lausir úr haldi, rúntuðu
um bæinn á bláum Subaru
Impreza, hótuðu fólki, stærðu sig af
ofbeldisverkum sínum og sögðust
ætla að stúta fórnarlambi sínu frá
Þorsteinn Hafberg
handrukkari Akur-
eyringar mótmæla
ofbeldisverkum Þor-
steins og félaga hans
Daníeis Christensen.
því um helgina þegar hann kæmi úr
meðferð.
Segir móðir drengsins líðan
hans slæma. Hann
óttist enn
þrátt fyrir
að vera ekki
í bænum.
simon@dv.is
ftlf
Hönnunargalli á nýju sundlauginni í Kópavogi
Arkitektúr fyrir nakta karlmenn
Horft ofan f útiklefa karla Reynt hefur verið að blokkera sjónvinkil úr líkamsræktarstööinni
með ýmsum ráðum en verkinu er ekki alveg lokið eins og sjá má.
Þegar nýja sundlaugin í Sala-
hverfinu var opnuð á dögunum
kom í ljós hönnunargalli sem menn
þurftu að bregðast við. Úr glugga á
líkamsræktarstöð er hægt að horfa
ofan í útiklefa karla að hluta og
fylgjast með karlkyns gestum nökt-
um. Mislíkar sumum sem útiklef-
ana nota að vera þannig til sýnis á
adamsklæðunum einum.
„Þetta gæti nú vart verið minna
og við teljum okkur vera búna að
blokkera þennan sjónvinkil," segir
Guðmundur Harðarson, forstöðu-
maður nýju Salalaugarinnar í
Kópavogi. „Við settum þarna upp
rimla til að draga úr útsýninu en
þetta er ekki fullfrágengið og líklega
setjum við að auki upp gler með
filmu þannig að ekkert sjáist. En
menn hafa ekki kvartað við mig út
af þessu," segir forstöðumaðurinn í
Salalauginni.
Annars er Guðmundur Harðar-
son ánægður með nýju laugina eins
og gestir almennt þrátt fyrir þenn-
an galla sem nú á að ráða bót á.
Arkitekt laugarinnar er Benjamín
Magnússon en hann er líklega
þekktastur fyrir að hafa teiknað
Gerðarsafnið í Kópavogi.
Salalaugin í Kópavogi býður upp
á langan opnunartíma í samkeppni
við aðrar sundlaugar á höfuðborg-
arsvæðinu. Opið er frá hálfsjö á
morgnana á virkum dögum og fram
til klukkan hálfellefu á kvöldin og
um helgar frá klukkan átta og fram
til klukkan tíu um kvöld.
Með risahníf
á djamminu
f síðustu viku var Lög-
reglunni á ísafirði til-
kynnt um mann á
skemmtistað í bæn-
um sem hafði hníf
undir höndum. Lög-
reglan fór á vettvang
til þess að kanna
málið en fljótíega
komíljósaðmað-
urinn ógnaði eng-
um á staðnum.
Hann var hins vegar
með hangikjötslæri
sem hann ætíaði að
skera í sneiðar og
gefa fólki í kringum
sig. Hnífurinn var í
stærri kantinum,
stærri en lög leyfa,
og var því fjarlægð-
ur. Maðurinn fékk
þó að halda lærinu.