Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2005 Sport 33V Sænskur handbolti varð fátækari á dögunum þegar einhver fjölhæfasti og besti handboltamaður allra tíma, Magnus Wislander, lagði skóna á hilluna 41 árs að aldri. Ferill Wislander var einkar glæsilegur, en hann vann allt sem hægt er að vinna í boltanum nema ólympíugull. Það voru tímamót í sænskri handbolta sögu í vikunni þegar einn fjölhæfasti og besti leikmaður allra tíma lagði skóna á hilluna. Sá ágæti kappi heitir Magnus Wislander og var lykilmað- ur í gullaldarliði Svía og hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna í boltanum nema ólym- píugull. Wislander lauk ferlin- um með liðinu sem hann byrjaði með, Redbergslid, en Wislander ákvað að klára síð- ustu bensíndropana með þeim eftir ákaflega farsælan feril mei þýska stórliðinu Kiel þar sen hann er í guðatölu. Síðasti leikurinn var gegn Skövde en því miður íyrir Wis- lander þá tapaði Redbergslid, 37- 19. Rúmlega 2400 áhorfendur troðfylltu íþróttahöllina í Skövde og komust færri að en vildu til að hylla þennan herramann. Áhorfendur stóðu á fætur í leikslok og klöppuðu íyrir Wislander sem fór hjá sér við móttökurnar. „Þetta var erfið stund en allt hefur sinn tíma,“ sagði Wislander eftir leikinn. Margfaldur meistari Þótt ferli Wislanders hafi lokið með tapi þá hefur hann alltaf verið þekktur sem sigurvegari. Lands- leikjaferill Svíans var mjög glæsileg- ur, en hann lék 384 leiki fyrir Svía o skoraði í þeim leikjum 1185 mörk. þeim tíma sem Wislander var lykil- maður í sænska landsliðinu tapaði það ákaflega sjaldan og úrslitaleikir flestra stórmóta voru á milli Svía og Rússa. Wislander varð tvisvar heims- meistari með sænska landsliðinu og Qórum sinnum Evrópumeistari. Það vantaði því aðeins eina medalíu til að fullkomna safnið - ólympíugull. Það kom aldrei, en Wislander á aftur á móti þrjú ólympíusilfur. Hann væri eflaust til í að skipta þeim öll- um út fyrir eitt gull. Margir titlar með Kiel Ferill hans hjá Kiel var einnig ákaflega glæsilegur, en uppistaðan í Uðinu var sænska landsUðið enda léku Staffan Olsson, Stefan Lövgren og Johan Petterson einnig með liðinu. Wislander varð sjö sinnum þýskur meist- ari með Kiel, þrisvar sinri- um bik- ar meist- an, tvisvar smnurn vann hann EHF- keppnina með Kiel, tveir ofurbikarar komu í hús og svo fór hann með Uðinu í úr- slit meistaradeildarinnar árið 2000. AUs lék Wislander 357 leiki fyrir Kiel og skoraði 1332 mörk í þessum leikjum. Fullkominn leikmaður? „Ég er ekki fullkominn leik- maður,“ sagði Wislander eitt sinn í viðtali, en margir handboltaspekingar eru I ósammála þessari ftúlyrð- ingu Wislanders. Þeir telja að í það minnsta komist Wislander eins nálægt hinum fullkomna ieik- manni og hægt er. Framan af sínum ferU lék Wislander í stöðu leikstjórnanda og fór sú staða hon- um ákaflega vel enda er Wislander vel yfir meðaUagi greindur leik- maður. Wislander stýrði leUc Svía og Kiel eins og herforingi og var einnig ákaflega lunkinn skotmaður sem hafði gott skyn- Kunnugleg stelling Wislandersést hér /kunnuglegristellingu, einn gegn markverði. Ekki er óllklegt að boltinn hafi legið I netinu skömmu slðar. bragð á hvenær var rétt að skjóta og hvenær ekki. Fór á línuna Á síðari árum ferUsins færði hann sig inn á U'nuna og töldu margir að þá væri farið að styttast í annan end- ann hjá honum. Það var víðs fjarri sannleikanum því Wislander var fljótur að læra inn á stöðu Unumanns og fljódega var hann farinn að skipa sér á bekk með betri U'numönnum heims. Hann lengdi feril sinn um mörg ár með þessari breytingu. Annað í leikstfl Wislanders sem fær fólk tU þess að segja að hann hafi verið nánast ftúl- kominn leikmaður er sú staðreynd að hann var einnig fantasterkur varnarmaður, en bestu sóknarmenn heims í tíðina hafa ekki alUr verið jafn öflugir hinum megin á veUin- um. Með öðrum orðum þá var vart hægt að finna veikan hlekk í leikstfl Wislanders. Ofan á aUt var hann síð- an UtUlátur og drengur góður sem alUr báru virðingu fýrir. Enn einn titilinn Magnus Wislander vann fjölda titla I gegnum tlðina með sænska I landsliðinu og Kiel. Nagli Wislander var ekki aðeins frábær sóknarmaður heldur var hann emmg afburða varnararmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.