Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 14
74 MÁNUDAGUR 9. MAl2005 Neytendur DV • Geisla- diskur með lögum úr leikritinu Dýriní Hálsaskógi er á 35% afslætti í GrifQitil 15. maí og kostar diskurinn nú 1.299 krónur. • Hole in One er með bama- golfsett á 25% afslætti og kostar það nú 5.925 krónur. • Tímaritið Vogue er á 36% afslætti sem gerir 695 krónur til 17. maí. • Bókin Afi ogamma- miiii mín og þta er á 1.990 krónur hjá Sölku útgáfu sem er 50% afsláttur og gildir til 17. maí. • Bókin Benóný er á 80% af- slætti hjá Skruddu til 6. júní og kostar hún 790 krónur á þangað til. Satay- kjúklingur með kókosmjólk í þessa uppskrift notum við fersk úrbeinuð kjúklingalæri en einnig er hægt að nota kjúklinga- bringur, kjúklingalundir eða kjúklingastrimla. Hráefni: • 400 grömm úrbeinuð kjúklingalæri • Tvær matskeiðar olía • Ein dós satay-sósa • Ein lítil dós kókoshnetumjólk • Blandað grænmeti, til dæmis blað- laukur, gulrætur og brokkolí skorið í strimla eða litla bita • Rauð paprika skorin í fína strimla Aðferð: - Skerið kjúklingalærin í strimla og steikið í olfunni á milliheitri pönnu í 8 til 10 mínútur. - Bætið grænmetinu út í. - Hellið satay-sósunni á pönnuna ásamt kókosmjólkinni, hrærið í og látið suð- una koma upp. - Dreifið paprikustrimlunum yfir réttinn áður en hann er borinn fram. Gott er að bera fram soðin hrisgrjón eða soðnar núðlur með. Þessa og fieiri kjúklingaupp- skriftir er að finna á holta.is. Besta... bakaríið? „Ég fer í það bakari sem er næst mér hverju sinni," segir Vfkingur Kristjáns- son leikari. „Annars fer ég ekki oft í bakarí, en það er voða gott að skreppa í bakarí um helgarog kaupa eitthvað Ijúf- fengt fyrir mig og krakkana. Þá kaupir maður blöndu af hollum mat og minna hollum mat. Ég var fyrir norðan fyr- ir stuttu og ég mæli með súkkulaði- hjúpuðu snúðunum í Kristjánsbakaríi, ég fann þá á Akureyri þegar ég var við æfingar þar í sex vikur og var sólgin í þetta sælgæti." Til að auðvelda neytendum að finna gasgrill fyrir sumarið fór DV á stúfana og kynnti sér framboð og verð þeirra hjá fimm af stærstu söluaðilum gasgrilla á landinu. Mark- aðurinn er stór og framboð mikið og því hefur DV flokkað grillin í þrjá mismumandi flokka eftir gæðum og verði. Margar tegundir gasgrilla á markaðnum Gasgrill má finna á flestum heimilum landsins en þau eru jafn misjöfn að gæðum og þau eru mörg og sama má segja um verðið á þeim. Til að auðvelda neytendum að finna draumagrillið kannaði DV framboðið hjá fimm af stærstu sölu- aðilum gasgrilla á landinu. Tekið skal fram að þetta er ekki hefðbundin verðkönnun því verðin sem gefin eru upp listaverð í hverri verslun fyrir sig, en margar verslanir eru með tilboð á þessum grillum sem breytast oft og iðulega. Ólíku saman að jafna Vegna þessa ættu kaupendur að kynna sér vel þau tílboð sem í 1 gangi eru hverju sinni. Gott er að kynna sér heimasíður og/eða bæklinga sem bornir eru í hús eða tala við sölumenn í verslunum. Hafa ber í huga að aukahlutir á borð við hliðarhellur, efri grindur j og hitamæla eru ekki sér- staklega tekin með í' reikninginn tekin þó ávallt fylgi slíkir aukahlutir þeim grillum sem tilheyra 1. flokki. Þrír flokkar grilla Vegna þess hversu mikill I gæða- og verðmunur er á milli grilla hefur DV flokkað þau niður í þrjá flokka. í 1. flokki eru dýrustu gasgrillin og jafnframt þau bestu, og þurfa þau að hafa að minnsta kosti þrjá brennara eða annan topp-standard á brennurum auk hliðarhellu. í 2. flokki eru hin hefðbundnu heimagasgrill sem oftast kosta á milli tuttugu til fjöru- tíu þúsund krónur og eru yfirleitt með tvo brennara en ekki hlið- ; arhellu. Loks er það \ þriðji flokkurinn og honum tilheyra j ferðagasgrill og/eða ódýrari! týpur sem kalla1 mætti tækifæris- grill. Fiesta EA 34540 Dæmigert heimil- isgrill. Webber Baby- Q Gæöagrill á góöu verði. KentCapt'nCook(l.flokkur) 89.000 Sterling 2555 (2. flokkur) 29.900 Steling 1612 (2. flokkur) 25.900 Outback Mastro (1. flokkur) 89.900 Outback Ranger (1. flokkur) 49.900 Outback Hunter (1. flokkur) 37.900 OutbackTrooper(2.flokkur) 29.900 Outback Omega 200 (3. flokkur) 12.900 Húsasmiðjan Outback Connoisseur (1 .flokkur) 89.900 OutbackCuisine(l.flokkur) 69.900 Outback Hunter EX* (1. flokkur) 37.900 Outback Trooper EX (2. flokkur) 29.900 Outback Omega 200 EX (3. flokkur) 14.900 Garðheimar 18.990 24.900 43.900 57.900 84.900 Sterling 1014 (3. flokkur) Sterling 1714(2.flokkur) Broil King Crown 40 (1. flokkur) Broil King Regal 90 (1. flokkur) Broil King Iperial 90 (1. flokkur) Webber Genesis Silver B (1. flokkur) 69.900 Webber Summit Gold (1. flokkur) 135.900 Webber Baby Q (3. flokkur) 18.900 Webber Q (2. flokkur) 29.900 Premier Canberra Delux (1. flokkur) 59.000 ! Esso Outback Hunter EX (1. flokkur) 39.950 OutbackTrooper EX (2. flokkur) Outback Omega 200 EX 32.950 (3. flokkur) 16.950 Fiesta EA 34540 (2.flokkur) 24.940 ; Olís/Erlingsen Char-Broil Segulia 7000 Char-Broil CB5000 QS (3. flokkur) 14.900 Char-Broil Big Easy** (1. flokkur) 43.241 Char-Broil Steel (l.flokkur) 55.900 Char-Broil Sequia 7000 (2. flokkur) 27.920 Campingaz RBS Grand Wood (l.flokkur) Campingaz Expert 2 Woody (3. flokkur) Campingaz RBS Wood (2. flokkur) 28.444 39.900 18.320 *Handfangiö á Outback EX-grillunum er ekki úr viö og hitamælirinn er veigarmeiri en á Outback. ** Big-Easy-grillið fæst i tveimur útgáfum og hefur hvor sfna kosti en veröið er þaö sama. Nautið og kryddið - krassandi samband - síðari hiuti Veistu, flestir mæla með því að saltið, sem skiptir miklu máli, hitti nautakjötið ekki fyrr en mat- reiðslan sjálf hefst, ekki einhverjum klukkutímum áður og það er engin della að salt sé ekki bara salt. Ó, nei það er ótrúlega mismunandi og ekkert snobb að velja sérstaklega salt fyrir nautið sitt, kannski likar þér vel við Maldon-salt eða eitt- hvað annað úrvalsgott salt. Kristín Linda Jónsdóttir á kjot.is heldur áfram aö ráöleggja lesendum hvernig krydda skuli nautakjötiÖ. Bóndalconan og nautið En hvað með piparinn, hvaða pipar er þá samboðinn nautakjöt- inu þtau? Það er gaman að hafa meðvitaðcin og persónulegan smekk en piparkvörn sem mylur piparkornin um leið og þau lenda á nautakjötinu þínu er mikilvæg, svo er þitt að velja piparkornin í hana. Sumir kjósa svartan pipar, aðrir blöndu af svörtum, hvítum, græn- um og rósapipar. Til að grípa til við griilið, í sum- arhúsinu, við laxveiðiána, f hesta- ferðinni eða gönguferðinni er auð- vitað upplagt að nýta góðar tilbún- ar piparmixblöndur sem koma í sniðugu kryddglösunum sem eru hönnuð með kvörn í lokinu sem mylur beint úr kryddglasinu. Á neytendasíðu íslenskra kúa- bænda, kjot.is, er auðvelt að fá nýj- ar hugmyndir í sambandi við kryddun nautakjöts. Þar má finna indverskan nautakjötsrétt ættaðan frá matreiðslu- meisturum Grillsins, þar er kryddið að sjálfsögðu með indverskum hætti, rajah eða cumin, túrmerik, garmasala i^jgg og fleira. I uppskrift- um Kjöthlöðunnar á kjot.is, er kryddað með maukuðum engifer, hvídauk og kfaverskri fimm krydda blöndu. Matreiðslumeistar- ar veitingahússins Argentínu nota hins vegar í jöfnum hlutföllum rósapipar, grænan pipar og svartan pipar á grillsteikina. Frá íslenska kryddfram- leiðandanum í Potta- göldrum er svo til dæmis í Kjöt- hlöðunni upp- skrift . af nautagúllasi þar sem kryddað er með creole- og ba- harat-kryddi. Já möguleikamir eru margir en mikilvæg- ast er að flækja h'f sitt ekki um of, njótum nautakjöts, vorið kemur, vind- ur hlýnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.