Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 33
DV Menning MÁNUDAGUR 9. MAl2005 33 í Er ekki geggjun að ætla sér að draga kjarna í sögu þjóðar saman í eitt stórt verk fyrir sjónvarp? Þýski leikstjórinn Edgar Reitz réðist í það verkefni fyrir þremur áratugum og sér nú fyrir endann á sínum hluta í sögu sem gæti haldið áfram á skjám og hvítum tjöldum. Þriðji hlutinn af Heimat hefur verið frumsýndur og tek- ur til tímabilsins eftir fall múrsins til loka síðustu aldar í sögu Evrópu. j' Umfjöllun um Heimat.er fyrir- ferðarmikil í bresku pressunni þessa dagana: Heimat 3 fær takmarka dreifingu í kvikmyndahús í Bret- landi, sex kvikmyndir - samtafs 680 mínútur í útgáfu ieikstjórans. Eldri bálkamir tveir hafa verið afar vin- sælir á DVD um alia Evrópu, efdr að ferli fyrri myndanna sem voru alls 24 lauk í sjónvarpssýningum. Reitz getur sýnt myndir sínar erlendis í sinni eigin útgáfu sökum þess að hann á erlenda réttinn. Höfundurinn Reitz var einn þeirra sem skópu þýsku nýbyigjuna. Hann tók nýlega við heiðursverðiaunum á kvik- myndahátíðinni í Mannheim ásamt Wim Wenders fýrir ævistarf sitt sem liggur að stærstum hluta í Heimat- verkefrúnu. Hann þótti mikill von- arpeningur í upphafi ferils síns með myndinni Mahlzeiten sem fékk verðlaun sem besta mynd í Feneyj- um 1967. En feilspor og slakar við- tökur leiddu hann burt frá kvik- myndagerð. Eftir myndina Klæð- skerinn í Ulm 1978 var hann sokk- inn í skuldir með mynd á markaði sem enginn vildi sjá og allir töluðu illa um. Hann settist að á eyjunni Sylt undan norðurströnd Þýska- lands og ætlaði ekki að koma nálægt kvikmyndagerð meir. Saga í sápum Þá sá hann Holocaust, ameríska miniseríu um afdrif og örlög gyð- inga í Þýskalandi sem var reyndar sýnd hér á landi í árdaga Stöðvar 2 og var lengi fáanleg á myndbanda- leigum. Reitz ofbauð hvemig þýska þjóðin var sýnd í þessum þáttum og fór að huga að hvemig mætti fjalla um þá örlagamiklu sögu sem nú er minnst víða um Evrópu, stríðsins, forsögu og afleiðingum. Reitz er fæddur í Morbach í Rín- arhéraði 1932. Hann fór ungur að heiman. Hann dregur enga dul á að margt í sögu hans af þorpinu Schabbach er sótt til bemsku hans. Verkið vann hann fyrst úr minning- um sfnum og dró saman söguþráð upp á 250 síður. Hann kallaði til rit- höfundinn Peter Steinbach og sam- an unnu þeir handrit upp á 2000 síður. Að koma sér burt Sagan hefst þegar radíoamatör- inn og bóndasonur, Páll, sem barð- ist í skotgröfum fyrri heimstyrjaldar- innar klæðir sig í betri fötin og segist Edgar Reitz f Berlin 2002 - „Það ernauð- synlegt fyrir mig að halda mig frá miðju at- buröanna, halda mig í jaðri hinna söguiegu tíðinda. Ijarðinum er best að finna góðar sögur. I miðjunni er frægt fólk og stórir at- burðir og þá ráða söguiegir fordómar svo miklu um framgang sögunnar. Á stöðum sem ekkiþykja merkilegir er að finna veröld- ina i spegli. Allt sem skiptir máli er þar til staðar en maður er laus við klisjurnar. “ íJ ætla í næsta þorp til að fá sér bjór. Hann snýr ekki aftur heim - fr á Am- erflcu - fyrr en tveimur áratugum síðar. María, kona hans, situr eftir með tvö böm. f fyrstu mynd sög- unnar er okkur ekkert sagt um ástæður þess að Páll fer burtu. Er ástæðan nakta gyðingastúlkan sem finnst látin í skóginum skammt frá þorpinu? En fólkið í þorpinu verður drif- krafturinn í sögunni. Mamma Páls fer í heimsókn til borgarinnar að heimsækja bróður sinn. Einn bróð- ursonur hennar er handtekinn í fyrstu hreinsunum nasista og hún tekur dóttur hans, Lottu, með sér í sveitina. Og þannig veltur áfram sagan með breiðu persónugalleríi, myndum sem hverfast úr lit í svart- hvítt, eða svarthvítt og stakan lit þegar rauður litur nasistafánanna birtist skyndilega. Rómantísk sýn Reitz var mikilvægt að iosa um frasagnarformið úr væmnum og rómantíseruðum viðjum héraðs- bókmennta. Samt var hann ásakað- ur fyrir að hafa rómatíserað þorpslíf fyrir stríð. Styrjöldin sjálf og efha- hagsuppbyggingin eftir stríð er ekki síður partur af sögunni sem hverfist þá um þau sem eru böm í upphafi sögunnar. Hann er sagður hafa gengið í spor afturhaldsamra afla og skapað verk sem er hlaðið gildum sem mörg hver séu fjarri því frelsandi heldur ffekar staðfestandi. Á mótí kemur að frásögn myndanna er býsna opin og mörgu verður áhorfandinn að finna sínar eigin skýringar á. Geðslag og vilji persóna er tjáður á afar fínlegan hátt og stundum bara alis ekki. Evrópusaga Hvað um erindi og árangur þá hafa Heimat-myndirnar náð afar sterkri fótfestu í Evrópu enda Iýsa þær vel hinum smáa heimi sveit- anna og hvernig styrjöldin lagði hann í rúst. Hvernig allur þorri almennings mátti þola skort og síðan skömmtun og hvernig efna- hagslífið byggðist smátt og smátt upp. Þegar Heimat 3 hefst er Her- mann Simon að snúa heim í þorp- ið þar sem hann fæddist, leiður á því frægðarlífi sem hann lifir. Hann vill eignast heimili með ást- konu sinni, en umhverfis þá til- raun þeirra er heimurinn enn í umbreytingu. Að austan er straumur Þjóðverja sem vill byggja sér nýtt framtíðarheimili og finna þá velsæld sem er sögð rflcja vest- anmegin. Heima og heiman Sagan hvarflar því stöðugt milli þess sem er að heiman og þess sem vill eiga heima. Að því leytinu er hún ekki aðeins saga Þýskalands á síðustu öld heldur saga allrar álfunnar. Reitz útilokar ekki að framhald verði á þessari lengstu og dýrustu sápu evrópskra sjónvarpsáhorf- enda. Hans hlut að verkinu er lokið enda lýkur Heimat 3 árþúsundarár- ið. En eins og hann segir: ,AUar sög- urnar í Heimat eiga sér þungamiðju sem em hús. Þessi gömlu hús búa yfir stærri sögu en fólkið sem þau byggir. Þegar fólk deyr lifa staðir áfram. Fyrir mig sem sögumann er það nýtt upphaf. Það er alltaf mögu- leiki á nýju upphafi." Heimat 3 er í kvikmyndasýning- um víða íEvrópu í sumar. Heimat 1 er fáanlegt á DVD og Heimat 2 kem- ur útmeð enskum textum á Tartan í lok maí. Á fjölvarpi og breiðbandi má sjá Heimat í endursýningu um þessar mundir á sunnudagskvöld- um á DR2. Áhugasömum er bent á vef aðdáenda þessa mikla verkefnis: www.123Heimat.net Fjórarsögubækur úrsmiðju Astridar Lindgren Þau hjá Máliog menn- ingu hafa drifið í endurút- gáfu fjögurra afvinsælustu bókum Astridar Undgren. Elsku Míó minn, Kalli á þak- inu, Bróðirminn Ljóns- hjarta og Una á Kattaratt- ey eru komnar útáný, en allarhafa verið ófáanlegar um nokkurt skeið. Elsku Mló minn fjallar um níu ára gamlan dreng, Búa Vilhjálm Ólafsson. Búi finnur pilsnerflösku í garð- inum hjá sér sem reynist innihalda anda. Andinn segistkominn frá Landinu t fjarska að sækja hann og þannig hefstsagan um Mfó. Elsku Mió minner ein afperlunum úrsagnasafni Astridar Lindgren. Heimir Pálsson þýddi. Verð:2490 kr. Kalli á þakinu er mikið umtalaður meðal ungra lesenda og áhorfenda um þessarmundirvegna svið- setningar á samnefndu verki f Borgarleik- húsinu. Kalli er frlöur og vitur og hæfílega feitur maður á besta aldri. Það segir hann sjálfur þegar hann flýgur inn um gluggann hans Bróa í fyrsta sinn og upp frá þeirri stundu verða þeir perluvinir. Kalli er sannar- lega óvenjulegur vinur. Kalli á þakinu er eitt afsígildum meistaraverkum Astridar Lindgren. Bókin hefur notið mikilla vin- sælda um hálfrar aldar skeið, meðal annars verið kvikmynduö ogsettá sviö. Hér kemur húnútí nýrri þýðingu Silju Aðalsteinsdótt- ur.Verð:2490 kr. Lína langsokkur á Kattarattaey er byggð á texta Astridar Lindgren f bókinni Lína Langsokkur I Suðurhöfum. Langsokk skipstjóra langar að sýna Línu dóttursinni Kattarattaey - sólrlku suður- hafseyjuna þar sem hann ríkirsem kon- ungur.Ásvölu vorkvöldi lætur Æðikolla úr höfn ÍSvíþjóð og stefnir til Suðurhafa. Sig- rún Árnadóttir þýddi. Verð: 1990 kr. Bróðir minn Ljónshjarta erað margra mati ein fallegasta saga Astridar Lindgren. Jónatan segir litla bróður sínum, Snúði sem er dauðvona, frá Nangijala, landinu sem maður fer til þegar maður deyr. Bræðurnir hittast í Nangijala ogþá hefst stórkostlegt ævintýri um barátta góðs'og ills. Þorleifur Hauksson þýddi og er verð nú 2490 kr. Auglýsing um framlagningu skattskrár 2004 og virðisaukaskatts skrár fyrir rekstrarárið 2003 í samræmi við 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laganna. Tekin hefur veríð saman skattskrá þar sem fram koma barnabætur, vaxtabætur, tekjuskattur, eignarskattur og önnur þau gjöld sem skattstjóri lagði á hvern gjaldanda í umdæmi sínu álagningarárið 2004, vegna tekna ársins 2003 og eigna í lok þess árs. Einnig hefur, samkvæmt 46. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt verið tekin saman virðisaukaskattsskrá fyrir rekstrarárið 2003. Tilgreindur er ákvarðaður virðisaukaskattur eða endurgreiddur virðisaukaskattur virðisaukaskattsskyldra aðila. Skattskrár ng virðisaukaskattsskrár verða lagðar fram í öllum skatt- umdæmum mánudaginn 9. maí 2005 og liggja frammi hjá skattstjórum í hverju um- dæmi og hjá umboðsmönnum skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju skattumdæmi dagana 9. maí til 20. maí 2005 að báðum dögum meðtöldum. 9. MAf 2005 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.