Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 9. MAÍ2005 Fréttir DV Bifreið á far- aldsfæti Mannlaus bíll ferðaðist 50 metra leið í Keflavík á laugardaginn til þess eins að hafna á gömlu timbur- húsi. Nokkrar skemmdir urðu á bifreiðinni og hús- inu. Ekki er Ijóst hvað varð til þess að bíllinn rann af stað, en einhver halli er á Vesturgötunni í Keflavík þaðan sem hann lagði af stað. flf barnumá spítala Lögreglan í Reykja- nesbæ segir ekki Ijóst hvort einhverjir eftirmál- ar verði af átökum dyra- varðar og gests barsins Paddys við Hafnargötu í Keflavík aðfaranótt upp- stigningardags. Gestur staðarins var sendur á sjúkrahús í Reykjavík eft- ir átök við dyravörð sem reyndi að vísa honum út. Maðurinn er sagður hafa fallið aftur fyrir sig á gangstéttina á leiðinni út. Aðskilnaður ríkis og kirkju Friðrik Þór Guðmundsson, oddviti sambands um aöskilnað rlkis og kirkju. „Aðskilnaður ríkis og kirkju er eitthvað sem varðar grund- vallarmannréttindi og sann- girni í trúmálum. Annars hefur þetta ekkert meö trúmál að gera. Þá meina ég, það á ekki að velja ein trúarbrögð og segja að þau séu rétt og öll önnurséu annars flokks. Það er ekkert sem réttlætir það lengur að mismuna fólki, trú- uðum og trúlausum." Hann segir / Hún segir Rúmlega tvítugur maður með alvarlega geðveilu var fluttur á bráðamóttöku geð- deildar „á siglingu inn í geðveikisástand“. Maðurinn var útskrifaður morguninn eftir og upphófst um leið atburðarás sem stefndi vegfarendum í stórhættu. Hann byrjaði á að henda konu út úr bíl skammt frá bráðamóttökunni. Utsnöur ut geðdelld eltir degpurt ug brjúluðist Mos • Lönd Keyrði 50 metra út af Maður með geðveilu olli stórhættu á stolnum bíl við Hlégarð ÍMosfellsbæ. Þar skemmdi hann einn bll og rændi öðrúm. Geðveikur maður, sem rændi tveimur bflum og ók á ofsahraða frá Vesturbænum upp í Mosfellsdal í gærdag, hafði verið sendur á geðdeild kvöldið áður vegna vaxandi sturlunarástands. Geð- deild útskrifaði manninn um morguninn, og þá upphðfst atburðarás sem stefndi fjölda manns í stórhættu. „Ég er mjög hissa á því að hann hafi verið útskrifaður," segir Svanur Hauksson, umsjónarmaður á með- ferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti. Maðurinn leitaði til Svans á laugar- dagskvöldið vegna vanlíðunar. „Hann var að sigla inn í geðveikisá- stand. Ég fékk lækni til mín og hann ákvað að senda hann upp á geð- deild. Maður veltir því fyrir sér af hverju hann var strax útskrifaður, en geðdeildin verður að svara fyrir það,“ segir Svanur. Rændi bíl á Ijósum Brjálæðisför mannsins, sem er rétt rúmlega tvítugur, hófst á göngu- ljósum við Hringbraut, steinsnar frá bráðamóttöku geðdeildar. „Hann stöðvar á gangbrautarljósi á Hring- brautinni. Þar neyðir hann ökumann út úr jeppa með hómnum um ofbeldi og tekur bflinn traustataki," segir Árni Þór Sigmundsson, aðalvarð- stjóri lögreglunnar í Reykjavík. Réðst á konu Frá Hringbraut keyrði maðurinn í ofsafengnu ástandi upp Miklu- brautina. Hann hélt áfram upp Ár- túnsbrekkuna og fór Vesturlands- veginn til Mosfellsbæjar. Bílferðinni lauk með því að hann ók bifreiðinni út af við Hlégarð og 50 metra upp að nærliggjandi garði. Samviskusamur vegfarandi, kona um fimmtugt, stöðvaði bifreið sína í þeim tilgangi að aðstoða manninn eftir slysið. Ekki fór betur en svo að maðurinn réðst að henni og henti henni í götuna. Hann tók bfl hennar og hélt áfram för sinni í átt að með- ferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti í Mosfellsdal. Róaðist á meðferðarheimili Svanur Hauksson, umsjónar- maður á meðferðarheimilinu Hlaðgerðar- koti, var hissa á að hitta skjólstæðing sinn skömmu eftir að hafa sent hann á geðdeild. Hafði hann róast eftir tryllingslega bílferð, hótanir og of- beldi. „Hann var sallarólegur þegar hann kom til okkar," segir Svanur. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík verður málið rannsakað ofan í kjöl- inn. Árni Þór Sigmundsson aðal- varðstjóri segir lán að ekki fór verr. „Við krossleggjum bara finguma yfir að enginn skyldi hafa beðið alvar- legra tjón af þessu." Erfið greining Starfsmenn bráðamóttöku geð- deildar vildu ekki gefa upp hvort maðurinn hefði sjálfirr beðið um að útskrifast eða verið útskrifaður að frumkvæði starfsmanna. Margrét Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur sagði að trúnaður ríkti um það gagn- vart sjúklingum. Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir bráðamóttöku geðdeildar, segist ekki geta haldið fólki nauðugu nema brýn ástæða sé til og þá samkvæmt mjög ákveðnum lagaramma. Sjúk- lingar séu teknir í viðtal fyrir brott- för. „Við reynum alltaf að meta þetta og koma í veg fyrir að slys verði, en sfimdum er það hreinlega ekki hægt. Þetta er eins og með hjarta- sjúkdóma, það er ekki alltaf hægt að sjá fyrir hvort einstaklingur fái hjartaáfall sex vikum síðar eða ekki. Við erum ekki óskeikul," segir Hall- dóra. jontrausti@dv.is „Út frá lögum frá 1998 sem gera þennan aðskilnað að mestu leyti að veruleika varkirkjan gerð ábyrg fyrir fjármunum sín- um og, á kirkjuþingi, ábyrg fyrir lögum og reglum þannig að að- skilnaðurinn er aö mestu leyti genginn I gegn. Þegar það dynja stór áföll hjá þjóðinni hefur kirkj- an endurgjaldslaustopnað faðm sinn I stuðningi og ég held að þjóðin myndi ekki vilja missa afþvl. 94%þjóðarinnarerkrist- inn og tæplega 90% eru I þjóð- kirkjunni. Að þvl leyti er ekki þörf á frekari aöskilnaði' Bára Friðriksdóttir, héraðsprestur I Hallgrímskirkju Hafnarfjarðarbær kemur Hvítasunnukirkju á uppboð Sértrúarsöfnuður á Hús hvítasunnusafhaðarins, Kletturinn í Hafnarfirði, hefur verið sett í nauðungarsölu og verður boðið upp á þriðjudaginn klukkan tvö. Gerðarbeiðandi er Hafnarfjarðarbær. Enginn í söfhuðinum virðist hafa hugmynd um hvers vegna en nokkuð er síðan Kletturinn sameinaðist Fíla- delfi'usöfnuðinum í Reykjavfk. Síðustu misseri hefur Kletturinn því leigt bækistöðvar sínar að Bæjar- hrauni 2 til einkaaðila. „Ég veit ekkert um þetta mál," segir Jón Þór Eyjólfsson, ffam- kvæmdastjóri Fíladelfiusafhaðarins og fyrrum forstöðumaður Klettsins í Hafnarfirði. Hann segir þetta leiðind- amál sem verði að fást botn í. Annar meðlimur safiiaðarins, Stefán Ágústsson, segir Klettinn hafa leigt fyrrum bækistöðvamar út þegar safnaðarstarfið breyttist. Leigan eigi aðeins að mæta afborgunum af hús- næðinu og þessi auglýsing, sem birt- ist í Morgunblaðinu á laugardaginn, hafi komið öllum á óvart. Hvítasunnumenn koma því af fjöllum en munu væntanlega mæta á uppboðið á þriðjudaginn. Enda þeirra eigin húsnæði sem bitist verð- urum. Höfuðstöðvar Fíladelfíusafn- aðarins Klettur- inn 1 Hafnarfirði sameinaðist Fíladelfíu og leigðiúteigin bækistöðvar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.