Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 9. MAl2005 3 Þeir sem leggja leið sína niður Laugaveginn um þessar mundir eiga eftir að finna fyrir þeim sorglega og drungalega blæ sem hvílir yflr miðbænum. Svartir sorgarborðar hafa veriö strengdir yfir framhliðar ákveðinna húsa. Þetta eru þau hús sem borgaryfirvöld ætía að rífa niður til þess að rýma fyrir ný- byggingum sem koma eiga í stað gömlu risanna. Miklar deilur hafa átt sér stað í samfélaginu þar sem borgaryfirvöld og ákveðið verslunarfólk heldur því fram að engar stoppistöðvar séu hjá strætisvagni framfaranna en aðrir borgarar geta ekki hugsað sér að leyfa þessum djásnum að hverfa úr landslagi miðbæjarinns. Einn þeirra er Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður sem stóð, ásamt öðrum, fyrir því að koma upp sorgarborðunum. „Tilgangurinn var sá að koma í veg fyrir að þessi umræða logn- aðist út af. Við vildum auðkenna hvaða hús þetta væru svo fólk gerði sér almennilega grein fýrir þessu. Annars eru þetta bara einhver húsanúmer sem koma ffarn í fréttunum sem segir nátt- úrulega ekki jafnmikið. Mér finnst pérsónulega að við höfum ekki efni á því að rífa þessi hús. Við erum búin að taka svo mik- ið af gömlum húsum nú þegar. Ég get bara ekki skiiið rökin fýrir því að rífa það sem fyrir er og byggja svo ný hús í sama anda. Húsin sem eru á þessum lista eru eru mjög sérstök hús.“ Spurning dagsins Óttastu fuglaflensuna? Ekkiaðsinni „Nei, hún er svo langt í burtu og þetta hefur ekki smitast á miili manna ennþá þannig að ég óttast hana að minnsta kosti ekki að sinni." Þorvaldur Ágústsson, kennari. „Já, afhverju ætti hún ekki að koma hingað eins og á aðra staði með öll- um þessum fólks- flutningum? Við erum bara ekkert undirbú- in fyrirhana." Guðrún Björgvinsdóttir, húsmóðir og vinnur í að- hlynningu. „Nei, ég óttast hana bara ekki neitt, hún er svo langt í burtu. Þeir fínna ör- ugglega leið til þéss að lækna fólkafþessu þegar þar að kemur." Erlingur Leifsson, verkfræðingur. „Nei, ég fæ aldrei flensur sjálfurog er ónæmúr fyrir þessum pestum sem ganga á milli manna." Franz Gíslason, þýðandi. „Nei, það geri ég ekki. Ég sé bara enga ástæðu til þess núna, akkúrat á þessu augnabliki." Sigrún H. Jónsdóttir, sölumaður. Fuglaflensan hefur öðru hvoru verið til umfjöllunar í fjölmiðlum enda telja menn að hún geti orðið að faraldri á borð við svarta dauða fari hún að berast á milli manna.Viðmælendur DV virðast þó ekki óttast að hún muni valda miklum skaða. Á kafi í Stundinni okkar Gamla myndin er að þessu sinni frá 1986. Það eru stöllurnar Agnes Jo- hansen og Helga Möller, sem nú vinnur sem flug- freyja, sem prýða mynd- ina, skælbrosandi og kátar. „Ég man eftír þessu, þetta var líklega þegar Helga var að taka við Stundinni okkar, en veturinn áður hafði Jóhanna Thorstensen séð um þáttinn með mér. Við Helga vorum síðan með Stundina okkar seinni veturinn minn," segir Agnes og segir það hafa verið skemmtilegt að sjá um þennan ódauðlega barnaþátt. „Þetta var virkilega skemmtilegur tími og ég sökkti mér á kaf í þetta," segirhún. í dag er Agnes að vinna hjá kvikmyndagerðinni Sögn sem Baltasar Kormákur á. „Það gengur bara mjög vel og við erum á fullu í bíómyndagerð, alltaf nóg að gera.“ Drusla og drussi Allir kannast við orðið drusla en það hefur ýmsar merkingar, s.s. tuska, lé- leg flík, skrudda, sóðafengin kona, dugleysingi. Til er karlkynsorð sem hefur sömu merkingu og kvenkyns- - orðiö drusla, en það er drussi. Wú Málið Það hrísiaðist frelsistilfinning um mann því nú er hægt að komast um allt án þess að snikja far eða hringja á leigubíl." Siv Friðleifsdóttir er farin að geta ekið eftir hnéaðgerð. Það er staðreynd..- I ...að febrúar ereini mánuð- rihn sem fullt tungl hefur ekki átt sér stað sfðan skrán- ingar hófust ffebrúar 1865. ÞEIR ERII FEÐGAR Pönkarinn & raftónlistarstrákurinn Utangarðsmaðurinn Mike Pollock og Marlon Lee Úlfur Pollock raftóniistarmaður eru feðgar. Mike Pollock, eða Michael Dean Óðinn Pollock eins oghann heitir fullu nafni, gerði garðinn fræg- an i Utangarðsmönnum á áttunda og nlunda áratug siöustu aldar. Hann hefur samið tónlist megniö afævi sinni og farið með listsköpun sína vitt og breitt um jarðkringluna. Tónlist Mikes er mjög fjölbreytiieg. Þar er. t.d. að finna kántrí, pönk og rokk. Itilfeili Marlons féll eplið ekki langt frá eikinni. Marlon hefur verið að gera nýja hluti í tónlistmeð frænku sinniTönyu. Þau standa fyrir raf-fusion dúettnum Anonymus og hafa farið i víking austur um hafog vestur. ARIST NVONGOOSE —Blvöru fjallahjól Sumartilboð Frábært tilbod á Mongoose barna og krakkahjólum. Mikid úrvai af hjálmum verd frá 2.990 Argerð 2005 Rockadile 20" llnmtoiBaiibnim Argerð 2005 Rockadile AL sb| ’nWSwaaaser' ArgsraaXB MOTO Micro 12" Árgerð 2005 MOTO Micro Verð 14.900 verð nú 11.900 www.gapJs fardu inn á gap.is og skodadu tilbodin...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.