Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 9. MAÍ2005 Sport DV Börsungar fóru létt meö meistara Valencia dux &ixilqcll iuiu ictu meu íiieiöLdia v aiciit,ici Barcelona í góðum málunrfK Barcelona fór langleiðina með að tryggja sér spænska meistaratitilinn í knattspymu í gær þegar liðið lagði Valencia að velli á útivelli. Þegar þtjár umferðir eru eftir, hefur Barcelona 6 stiga forystu á Real Madrid og það er erfitt að sjá Barcelona tapa þeirri for- ystu niður. Til að byrja með var leik- urinn í járnum en eftir að Ronaldin- ho og Samuel Eto höfðu skorað tvö mörk með mínútu millibili var ljóst í hvað stefndi. Markið sem Ronaldin- ho skoraði verður lengi í minnum haft, hann fékk boltann u.þ.b. 25 m frá marki, tók við boltanum og lét vaða í skrefinu og boltinn hafnaði efst í markhorninu, ótrúlegt mark hjá þessum magnaða knattspyrnu- manni. Litlu síðar lagði hann svo mark upp fyrir markahæsta mann spænsku deildarinnar, Samuel Eto og hann gerði ekkert rangt heldur af- greiddi boltann af öryggi í netið og staðan orðin ansi vænleg fyrir Barcelona. Gestimir vom frekar lfklegri til að bæta við mörkum en Valencia að minnka muninn en þeim tókst ekki að auka forskot sitt en 2-0 útisigur á Valencia er eitthvað sem þeir geta vel sætt sig við enda liðin á toppnum, 6 stig- um á undan Real Ma- drid þegar þrjár um- ferðir em eftir. Það getur því fátt komið í veg fyrir að Barcelona tryggi sér spænska meistaratitil- inn í fyrsta skipti síðan 1999. Það getur fátt komið í veg fyrir að Barcelona tryggi sér spænska meistaratitiiinn í fyrsta skipti síðan 1999. Mark David Trezeguet tryggði Juventus sigur í toppslagnum gegn Milan í gær. Markið kom eftir stórkostlega fyrirgjöf frá Alessandro Del Piero og var Frakkinn ekki í vand- ræðum með að skalla knöttinn í netið. Úrslitin þýða það að Juventus hefur teldð þriggja stiga forystu á toppnum á Ítalíu þegar einungis þrjár umferðir eru eftir af A-deildinni. Úrslitin voru að mörgu leyti í takt við leikinn en Juventus voru vel skipulagðir og vörðust vel. Milan- liðið virkaði slakt en liðið hefur heldur betur slakað á að undan- förnu og mátti teljast heppið að leggja PSV að velli í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Carlo Ancelotti var með fullmannað lið fyrir leikinn en Fabio Capello var án Jonathan Zebina og Alessio Tacchinardi auk þess sem Zlatan Ibrahimovic var í banni. Það þýddi að David Trezuguet byrjaði í fremstu víglínu ásamt Del Piero. Milan byrjaði leikinn mun betur og tvívegis gerðist Andriy Shevchenko aðgangsharður upp við mark Juventus en í bæði skiptin brást honum bogalistin. Juventus tókst að kom- ast smátt og smátt inn í leikinn og þeir uppskám markið mikilvæga eftir frábæra sókn og endahnútinn á hana, batt Dav- id Trezuguet með fallegum skalla. Milan missti meðvitund eftir markið og liðið virtist eiga í miklum vandræðum með að koma sér aftur í gang og Juventus gekk á lagið og náði betri tökum á leiknum. Ancelotti gerði róttækar breytingar í hálfleik, tók Andr- ea Pirlo út og setti Serginho inn ásamt því að fara í 3 manna varnarlínu. Þessar breytingar voru til hins betra fyrir Milan sem komu frískir til leiks. Filippo Inzaghi leystl svo Jon Dahl Tomasson af hólmi og þegar hann var nýstiginn inn á völl- inn var hann nálægt því að jafna metin en honum brást bogalistin í tvígang. Eftir þetta skipust liðin á að fá tækifæri. Shevchenko skaut boltanum yfir á lofti eftir flotta fýr- irgjöf frá Serginho. Skömmu síðar var Juventus nánast búið að gera út um leikinn þegar skalli Del Piero hafnaði í þverslánni og Trezuguet náði ekki að vinna nægilega vel úr seinni boltanum. Þrátt fyrir innkomu Rui Costa og harða atíögu að marki Juventus þá tókst Milan ekki markinu sem þeir þurftu til að jafna leikinn og halda toppsæt- inu á Ítalíu. Þeir vildu svo fá vítar- spyrnu þegar Fabib Cannavaro handlék knöttinn innan teigs þegar Cafu skaut að marki Juventus. Dómarinn taldi Cannavaro ekki hafa gerst brotíegan og því ekkert dæmt. Það er því ljóst eft- ir þennan leik að Juventus hefur tekið þriggja stiga forystu Milan missti meðvit- und eftir markið og liðið virtist eiga í miklum vandræðum með að koma sér aft- ur í gang. sem kemur sér vel á loka sprettinum. Að margra mati hefur Milan-liðið verið sterkara í vetur en það er ekki spurt að því á lokasprettinum og Juventus virðist koma upp á hárréttum tíma á meðan Milan dalar og það á versta hugs- anlega tíma þegar lokaspretturinn er framundan sem og úrslitaleikur meist- aradeildar Evr- ópu. Sviþjoð vann Kanada Tékldand og Svíþjóð eru einu taplausu liðin á heimsmeistara- mótinu í íshokkíi sem fram fer í Austurríki. Svíar unnu Kanada- rnenn í miklum baráttuleik í fyrra- dag, 5-4, en margir spá Kanada sigri á mótinu. Bengt-Ake Gustafs- son. þjálfari Svía, var hæstánægð- ur með sigurinn gegn Kanada- mönnum. „Við erum mjög sáttir við þennan sigur en hann er engu að síður bara eitt skref f áttina að því sem við viljmn ná," sagði Gustafsson. Þess má geta að lið Banda- tr. ' l rfkjamanna ^ hefur X, 0 jfc átt erfitt /j UPP- f/ dráttar á mótinu og á aðeins unnið einn þremur þessa. Sögulegt 100 metra hlaup Þriðji besti tími sögmmar í 100 metra hlaupi leit dagsins Ijós á frjálsfþróttamóti í Kingston í Jamaíka þegar Jamaíkubúinn Asafa Powell kom . í mark á 9,84 sek- f0' úndum. Tíminn j «. jBk var jafnframt sá besti sem að ^ Jamaíkumaðm áð. Fram til þessa hafa tveir menn náð betri tíma; Tom Montgomery, heimsmethafi jn f | frá Bandaríkj- unum og landi hans, Maurice í tg Greene. Dwight Thomas var í öðru sætí á 10,05 og Michael Frater náði þriðja sæti á 10.09 sek- úndum. Snæfel! fyrir blóðtöku Sigmðm Þorvaldsson og Hlyn- m Bæringsson eru hugsanlega á förrnn frá Snæfelli sem endaði í öðm sæti á íslandsmótinu í körfuknattíeik á nýafstöðnu tíma- bili. Hugsanlegm áfangastaðm þeirra félaga er Holland en lið þar í landi, Woonaris, hefur sett sig í samband við þá. Sigmðm var kos- inn bestí leikmaður íslandsmóts- ins og Hlynm hefm verið eirrn allra besti leikmaðurinn hér á landi undanfarin ár og það yrði því gríðarlegt áfall fýnir Snæfell að missa þessa tvo máttarstólpa. „Þetta kemur okkur mjög skeimntilega fyrir sjónir enda enim við miklir áhugamenn | mn vindmyllu- ’ smíði,'' sagði Hlynur í samtali við DV. Juventus stígur fram á besta tíma og sigurinn gegn Milan setur þá í vænlega stöðu fyrir lokasprettinn í hinni ítölsku A-deild. AC Milan latast flunið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.